Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201832 Forsætisráðherra flutti setningarræðu: Verðum sjálfbærari í mat væla framleiðslunni Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra flutti setningar ræðu á Matvæladaginn 25. október. Hún setti matvælaframleiðslu og -neyslu mannfólksins í samhengi við loftslagsmálin og sagði það ótækt að einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins væri hent. Hún sagði að fyrir samfélögin muni matur, matvælaframleiðsla og matvælaneysla verða eitt af stóru pólitísku viðfangsefnum 21. aldarinnar. Katrín sagði að loftslags- breytingarnar muni hafa gríðarlega áhrif á allt umhverfi okkar og allt umhverfi matvælaframleiðslu. Verðum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu Katrín sagði að sömuleiðis muni þessar breytingar hafa áhrif á innflutning matvæla til Íslands. Loftslagsbreytingarnar einar og sér ættu því að ýta við okkur Íslendingum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu hér heima. Það skipti nefnilega miklu máli að við verðum sjálfbærari um matvælaframleiðslu; getum framleitt meiri mat og séum að einhverju leyti sjálfum okkur nóg um mat. Aukin matvælaframleiðsla hér á Íslandi – með réttum hætti – geti þannig verið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum þegar horft er til þess magns matvæla sem flutt er til landsins með tilheyrandi kolefnisfótspori. Ógnin af sýklalyfjaónæmum bakteríum Katrín sagði að samfara auknum innflutningi á matvælum til Íslands verði einnig til ákveðin heilsufarsógn. Sýklalyfjaónæmar bakteríur sem fundust í innfluttu salati væri nýlegt dæmi um þá ógn. Stefnumótun um matvælastefnu samvinna flestra ráðuneyta Katrín ræddi næst um þá vinnu við stefnumótun á matvælastefnu fyrir Ísland, sem farin er af stað. Hún sagði að þar færi fram mjög mikilvægt starf sem nánast öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar væru tengd saman inn í. Með matvælastefnunni yrði lögð fram framtíðarsýnin fyrir matvælalandið Ísland. /smh Mótun matvælastefnu til umræðu á Matvæladegi MNÍ Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var haldinn á Grand hótel fimmtudaginn 25. október. Til umræðu var matvælastefna fyrir Ísland, en nýlega skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp sem hefur það verkefni að móta slíka matvælastefnu og er stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið fyrir árslok 2019. Fjölmörg erindi voru flutt um málefnið og voru pallborðsumræður í dagslok. Matís kom að skipulagningu á viðburðinum og í kynningartexta fyrirtækisins um hann segir að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar sé lögð áhersla á að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. „Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu. Til þess að slíkt sé mögulegt er mikilvægt að smíðuð sé framtíðar stefna í matvælamálum Íslendinga,“ sagði í kynningu Matís á Matvæladeginum. Upptökur og glærur frá viðburðinum eru aðgengilegar á vef Matís, á slóðinni http://www. matis.is/matis/frettir/upptokur-fra- matvaeladegi-mni. Dagskráin: • Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. • Setning/ávarp | Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. • Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins. • Olivier de Schutter, Panel of Experts on Sustainable Food Systems áður UN. Í samræmi við sjálfbæra hegðun mun dr. Shutter ávarpa daginn með aðstoð fjarfundarbúnaðar. • Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar? | Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands. • Fyrir hverja er matvælastefna? | Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök ungra bænda. • Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland? | Magnús Óli Ólafsson, Innnes. • Þáttur ábyrgrar auðlinda- og hráefnanýtingar í matvælastefnu | Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. • Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar | Ari Edwald, Mjólkursamsalan • S j á l f b æ r l a n d b ú n a ð u r ? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert? | Sæmundur Sveinsson, LHBÍ. • Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel | Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís. • Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu | Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda. • Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu | Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði. • Heimsmarkmið S ameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun | Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. • Pallborðsumræður. • Samantekt | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. /smh Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum. Aukum verðmæta- og nýsköpun í matvælaframleiðslu – segir verkefnisstjóri í verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri innleiðinga og áhrifa hjá Matís, flutti erindið Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel. Hann situr í verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland, sem verkefnastjóri fyrir hönd Matís. Hann byrjaði á að útskýra hugtakið lífhagkerfi sem svo að það væri samheiti yfir atvinnugreinar sem byggja á nýtingu lífauðlinda; hvort sem er lands eða sjávar og þannig rammi utan um matvælaframleiðslu. Úr matvælaframleiðslunni geti svo orðið hvers konar hliðarafurðir; hvort sem þær séu ætlaðar til neyslu eða ekki – og þá ekki til næringar. Lífhagkerfið sé því sú framtíðarsýn sem birtist í matvælastefnu þjóðarinnar og nái vel utan um grunnstoðir íslensks efnahagslífs. Stefnumótun skipti máli. Stefnumótandi ákvörðun að stofna Matís Arnljótur Bjarki sagði að árið 2003 hafi sú stefnumótandi ákvörðun verið tekin að auka verðmæti íslensks sjávarfangs, auk þess sem sú stefnumótunarákvörðun var tekin að beita líftækni í auknum mæli við verðmætasköpun matvælaframleiðslu við stofnun Matís, Matvælarannsókna Íslands. Hann sagði að það megi nálgast neytendur út frá lífhagkerfinu, því stefnur og straumar á alþjóðlegum mörkuðum, viðhorf og hugmyndir – og markmið um sjálfbæra þróun samfélaga á jörðinni til ársins 2030 – höfða til ábyrgðar neytenda hvar sem er. Ísland hafi góða sögu að segja af ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda, þótt kappið kunni að geta borið forsjána ofurliði. Matvælaframleiðsla til sjávar og sveita, hvort sem ræktaðar séu matjurtir, kvikfé eða fiskur sé alinn eða veiddur snúist um að búa til heilnæma örugga næringu í formi fæðu í vissum gæðum með efnahagslegum ábata. Umgjörð matvælaframleiðslu á Íslandi sjáist í lögum um matvæli. Forgangsröðun sé jafnan með þeim hætti að fyrst sé talið það sem mikilvægast sé. Við sjáum þannig hvernig forgangsröðun hins opinbera birtist gjarnan í fjárlagafrumvörpum hvers árs, hvernig fjármunum verði varið utan um matvælaframleiðslu á matvælalandinu Íslandi. Megnið af pylsunni sé jafnan kjöt þótt rúsínan kunni að leynast í einhverjum pylsuenda. Áhersla á öryggi matvæla umfram gæði Arnljótur Bjarki sagði að við gætum spurt okkur að hve miklu leyti jafnvægi milli gæða, öryggis og hollustu geti náðst. Vísbendingar séu um að ofuráhersla sé lögð á öryggi matvælanna, fremur en gæði þeirra. Í því sambandi sé hægt að hugsa til vinnslu sauðfjárafurða, það verklag að kæla kjötið strax eftir slátrun. Opinbert eftirlit hér á landi geri ráð fyrir að innra eftirlit sé virkt og í toppstandi. Ef ekki mikið er lagt í innra eftirlit þarf öflugt opinbert eftirlit. Eins mætti segja að ef innra eftirlit er virkt, þurfi kannski ekki að leggja eins mikið í opinbera eftirlitið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi metið ábata af eftirliti ríflega fjórfaldan kostnað af innri eftirliti þegar skrifað var um eftirlitsiðnaðinn árið 2004. Vitnaði var til bandarískrar rannsóknar sem sagði að kostnaður smærri fyrirtækja af innra eftirliti væri verulega meiri en kostnaður stærri fyrirtækja. Með uppreikningi mætti áætla að kostnaður fyrirtækja vegna matvælaeftirlits sé á bilinu 310 milljónir til þriggja og hálfs milljarðs króna á ári. Til að hefja matararfleifð landsins til vegs og virðingar – og til að nýta tækifæri framtíðar – sagði Arnljótur Bjarki að það þyrfti að marka stefnu og fylgja henni eftir svo Ísland geti náð jákvæðu Arnljótur Bjarki Bergsson situr í verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland, sem verkefnastjóri fyrir hönd Matís. Hann vill að stefnumótunin í matvælastefnu fyrir Ísland miði að verðmætaaukningu. Myndir / Kristín Edda Gylfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.