Bændablaðið - 15.11.2018, Side 36

Bændablaðið - 15.11.2018, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201836 Samtökin Guild of Fine Food með heimsmeistaramótið í ostum í Grieg-höllinni í Bergen í Noregi: Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen fór með sigur af hólmi Það var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana á dögunum þar sem besti ostur í heimi var valinn í Grieg-höllinni í Bergen í Noregi. Bresku samtökin Guild of Fine Food halda heimsmeistaramótið í ostum ár hvert en að þessu sinni var það ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen sem fór með sigur af hólmi eftir að tæplega 3.500 ostar alls staðar að úr heiminum höfðu verið skoðaðir, lyktað af og bragðaðir af hópi sérvalinna dómara. Það var gouda ostur frá Krokeide í Bergen, sem kallast Fanaost, sem vann heimsmeistaratitilinn að þessu sinni. Nálægt 3.500 ostar kepptu um titilinn frá 41 landi, þar af voru 175 frá norskum framleiðendum. Í undanúrslitum stóð valið á milli 16 osta og sigraði ostaframleiðandinn Jørn Hafslund en hann fékk bronsverðlaun í fyrra í London í sömu keppni með sama ostinn. Enginn ostur frá Íslandi keppti á heimsmeistaramótinu. Bresku samtökin Guild of Fine Food standa fyrir heimsmeistaramótinu í ostum ár hvert og einnig matvælakeppninni Great Taste. Samtökin styðja við og kynna sérstaka matvælaframleiðendur, sveitaverslanir og matarhallir sem styðja við framleiðendur. Um 1.300 meðlimir eru í samtökunum sem halda heimsmeistaramótið í ostum árið 2019 í Bergamo á Ítalíu. Glæsilega og fagmannlega var staðið að heimsmeistaramótinu í Bergen í ár sem fékk mikla athygli og umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. /ehg Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann. Mynd / Odd Mehus - Aðrar myndir á síðunni / Erla Hjördís Gunnarsdóttir Ostarnir á heimsmeistaramótinu voru af öllum stærðum og gerðum, hér er til dæmis breskur bjórostur. Hin þekkti norski kokkur Bent Stiansen var í dómarasæti á ostamótinu ásamt Sunday Times. Norski landbúnaðarráðherrann, Bård Hoksrud, ásamt Bernt Bucher- Johannessen, framkvæmdastjóra Hanen-samtakanna í Noregi, sem skipulagði heimsmeistaramótið í samvinnu við Guild of Fine Food. Það er mikilvægt áður en osturinn er dæmdur að bora inn í hann að miðju til að ná breiðum bita til smökkunar. Þetta var einn af sérkennilegustu ostunum þegar kom að áferð og lit en þessi ítalski ostur var með lakkrís- og sítrónubragði. UTAN ÚR HEIMI

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.