Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 42

Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201842 Héraðssýning lambhrúta var haldinn í Eyja- og Miklaholts- hreppi laugardaginn 27. október. Var sýningin í tvennu lagi eins og áður með hrútum austan og vestan sauðfjár veiki varnar girðingar. Sýningin hófst klukkan eitt eftir hádegi hjá Eggerti Kjartanssyni á Hofsstöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi og lauk klukkan 4. Seinni hluti sýningarinnar var svo um kvöldið hjá Ásbirni Pálssyni og Helgu Jóhannsdóttur í Haukatungu Syðri II. Í heildina voru 35 hvítir hyrndir lambhrútar, 15 mislitir og 10 kollóttir, bæði vestan og sunnan megin við varnargirðinguna. Vestan girðingar voru bændur mættir með 20 hvíta hyrnda hrúta, 10 mislita og 7 kollótta til keppni. Var hrútunum raðað upp í handahófskenndri röð án vissu um hverjir væru líklegastir til að hreppa verðlaunasæti. Dómarar voru fagmennirnir Lárus Birgisson og Eyþór Einarsson. Seinni sýningin hófst klukkan hálf níu um kvöldið í Haukatungu Syðri 2 hjá Ásbirni og Helgu. Það var góð mæting og mjög skemmtileg sýning og þar var boðið upp á kaffi, öl og kræsingar í þeirra glæsilegu fjárhúsum. Besti lambhrútur Snæfellinga 2018 er frá Neðra-Hóli Þegar upp var staðið og dómarar búnir að gefa sitt álit kom í ljós að Snæbjörn Viðar Narfason á Neðra-Hóli átti besta hvíta hyrnda hrútinn. Þótti hann vera einstakur og algert vöðvabúnt með 10 í malir og 20 í læri, 90,5 stig. Hann er undan Tvist sæðingarstöðvarhrút. Þetta er jafnframt stigahæsti lambhrútur sem dæmdur hefur verið á Snæfellsnesi.Fyrir þennan afburðagrip hlaut Snæbjörn Farandsskjöldinn glæsilega fyrir besta lambhrút Snæfellinga 2018 Í öðru sæti með hyrndu hrútana var hrútur frá Ásbirni Pálssyni og Helgu Jóhannsdóttur, Haukatungu Syðri 2 sem var 88,5 stig. Hann er undan Leyni sem var veturgamall heimahrútur hjá þeim. Í þriðja sæti var Heiða Helga- dóttir Gaul með hrút undan Bjarti sæðingar stöðvarhrút, 88 stig. Óttar Sveinbjörnsson átti besti mislita hrútinn Í keppni um bestu mislitu hrútana fékk Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi fyrstu verðlaun fyrir besta mislita hrútinn. Fékk hann 87 stig með 19 í læri, virkilega holdmikill og fallegur gripur. Hann er undan hrút sem heitir Fóstri og er frá Óttari sjálfum og á ættir að rekja til sæðingarstöðvahrútsins Laufa. Í öðru sæti var Elísabet Bjarnardóttir og Arnar Ásbjörnsson í Bláfeldi, en þau áttu líka þriðja sætið. Voru hrútar þeirra með 88 stig og 87 stig og eru báðir undan hrút hjá þeim sem heitir Hermill og var keyptur frá Mávahlíð. Besta kollótta hrútinn átti Guðlaug Sigurðardóttir Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi átti besta kollótta hrútinn. Hann er undan Kolli sæðingarstöðvarhrút, svakalega holdmikill og fallegur hrútur, 89 stig. Í öðru sæti Kristján Þór Sigurvinsson Fáskrúðarbakka, með hrút aðkeyptan frá Hjarðarfelli sem er undan Vöðva, heimahrúti frá Hjarðarfelli og hlaut hann 88 stig. Í þriðja sæti var Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli með hrút undan sæðingarstöðvarhrútnum Magna sem fékk 89,5 stig. Héraðssýning lambhrúta í Eyja- og Miklaholtshreppi: Snæbjörn Viðar Narfason á Neðri Hóli átti besta lambhrút Snæfellinga 2018 SAUÐFJÁRRÆKT Hér eru Snæbjörn Viðar Narfason og sonur hans, Bjarki Snær Snæbjörnsson, frá Neðri Hóli með Farandsskjöldinn glæsilega fyrir besta lambhrút Snæfellinga 2018 og munu varðveita hann í eitt ár. Lambhrúturinn þeirra er stigahæsti lambhrútur sem hefur verið dæmdur á Snæfellsnesi. Myndir / Herdís Leifsdóttir Hér eru 5 efstu vestan girðingar í hvítu hyrndu, frá vinstri Bárður Rafnsson að fara að skoða þá, Snæbjörn Viðar Neðra-Hóli, Heiða Helgadóttir Gaul, Halla Dís Agnarsdóttir Lýsuhóli, Eiríkur Helgason Stykkishólmi og Emil Freyr Emilsson Ólafsvík. Verðlaunahafar í hvítu hyrndu. Talið frá vinstri Snæbjörn Viðar Narfason Neðri Hóli með besta hvíta hyrnda hrútinn sem var alveg einstakur og algert vöðvabúnt með 10 í malir og 20 í læri, 90,5 stig undan Tvisti sæðingarstöðvarhrút. Í öðru sæti var hrútur frá Ásbirni Pálssyni og Helgu Jóhannsdóttur Haukatungu Syðri 2 sem var 88,5 stig og er undan Leyni sem var veturgamall heimahrútur hjá þeim, en það er Helga sem er á myndinni. Í þriðja sæti var Heiða Helgadóttir Gaul með hrút undan Bjarti sæðingarstöðvarhrút, 88 stig. Verðlaunahafar í mislitu hrútunum nr 1 er Emil Freyr Emilsson með verðlaun fyrir Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi sem átti besta mislita hrútinn, 87 stig með 19 í læri, virkilega holdmikill og fallegur gripur. Hann er undan hrút sem heitir Fóstri og er frá Óttari og á ættir að rekja í Laufa sæðingarstöðvahrút. Í öðru sæti er Elísabet Bjarnardóttir Bláfeldi og Arnar Ásbjörnsson Bláfeldi, þau áttu líka þriðja sætið og það voru hrútar sem voru 88 stig og 87 stig. Báðir undan hrút hjá þeim sem heitir Hermill og var keyptur frá Mávahlíð. Verðlaunahafar í kollóttu hrútunum. Talið frá vinstri: Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi átti besta kollótta hrútinn, hann er undan Koll sæðingarstöðvarhrút, svakalega holdmikill og fallegur hrútur, 89 stig. Í öðru sæti Kristján Þór Sigurvinsson Fáskrúðarbakka með hrút aðkeyptan frá Hjarðarfelli undan Vöðva heimahrút frá Hjarðarfelli, 88 stig. Í þriðja sæti var Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli með hrút undan Magna sæðingarstöðvarhrút, 89,5 stig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.