Bændablaðið - 15.11.2018, Page 49

Bændablaðið - 15.11.2018, Page 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 49 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun LESENDABÁS Uppspretta lífsgildanna Ég hef búið í blómlegri sveit suðurlands „ Bláskógabyggð“ síðustu 14 árin, það er ekki fráleitt að sú sveit minni mig á gömlu góðu dagana úr æsku minni. Kannski vegna þess að ég ólst sjálf upp i fallegri sveit austur á héraði, nánar tiltekið á prestsetrinu Valþjófsstað í Fljótsdal. Þar ólst ég upp við mikil samskipti og samfélag sem vann saman og félgslífið var blómlegt. Aldrei minnist ég þess að hafa leiðst sem barni, lék mér mikið með gullabú, steina og bein, það var leikið sér spilað, sungið og spjallað. Flestir voru við einhverja iðju dagsdaglega og ekki þekktist mikið þunglyndi í þá daga. Alla vega var þá ekki talað mikið um það, nema þá af virðingu. Fólk lét sér nægja það sem það hafði þá og sjaldan heyrði maður kvartað þótt eitthvað skorti, frekar talað um möguleika og tækifæri. Bændur ræktuðu fleiri og stærri tún, náðu í bestu hrútana, unnu vel fóðrið svo mætti auka nyt kúnna og þess háttar. Þá voru margir smábændur í sveitum sem undu þokkalega vel við sitt og margir ráku bú sín vel. Hér má minna á að þeir sem vilja rækta sér afurðir fyrir eigin neyslu í smáum stíl, eru möguleikar fyrir þá sem það vilja. Hænur, fáeinar kindur og garðrækt, fá hagstæð veiðileyfi, svo eitthvað sé nefnt. Já og kannski tvinna við ferðaþjónustu og upplifanir ýmsar tengdar sveita- og atvinnulífi. Ég trúi að á næsta leiti séu mörg óunnin tækifæri til enn betri afkomu og farsældar þótt í smærri stíl verði en nú hefur mest tíðkast. Gróðursæld, veðrátta og aukin hlýindi þessarar sveitar eru forréttindi fyrir núverandi kynslóð, sem undirbýr þá næstu að taka við. Í skjóli fjalla og dala er vert að standa vörð um komu nýrra kynslóða sem vilja munu starfa í bændasamfélaginu. Það er margt óspunnið til hvers konar búræktar sem vill og alls konar starfa. Erum við ekki lánsöm að kunna betur en áður að yrkja og sá í þessa jörð, í sátt og virðingu við móður náttúru? Mikil viðbótarþekking liggur fyrir, ef vel er að gáð. Má nefna margt sem hefur þróast og er að vaxa; trjárækt, hampur, kornrækt, vistvæn ræktun til manneldis, nóg er vatnið, jarðhiti, villtur gróður, berjalönd og öll endurnýtanleg efni sem falla til, ásamt hefðbundnum búgreinum. Þetta allt og miklu fleira má jafnvel margfalda í að gera okkar þjóð sjálfbærari. Væri það ekki fjölhæfara og blómlegra mannlíf, en verið hefur? Að ógleymdri ferðaþjónustunni sem er mjög vaxandi starfsemi, með markmiðið „Heilsulandið Ísland“ að upplifa það, sem er okkar besta landkynning og okkar mesta þjóðarstolt. Margar góðar hugmyndasmiðjur í nýsköpun eru að vakna um land allt í þessum efnum. Mikið hefur verið talað um útrás svokallaða ... hvað með innspýtingu í að blása til sóknarfæra, sem liggja okkur nær? Sveitarfélög og einstaklingar geta unnið margt saman, með breyttu skipulagi og trú á möguleikana. Þjóðin er rík af gæðum, hvert við stefnum er á okkar ábyrgð. Er ekki næst gott til þess að hugsa, að settir verði á stofn smærri einkareknir landbúnaðarskólar, garðyrkjuskólar, ferðamálaskólar og handverksiðnskólar eða fleiri húsmæðraskólar, fyrir hvern landshluta, að verði séð til þess að aðgengi til menntunar og endurmenntunar í þessum grundvallar atvinnugreinum þjóðar okkar verði til staðar? Verknám lærist seint í gegnum netmiðlun og flestir vilja vera í sínu nærumhverfi í námi. Hvað getum við gert fyrir ungmennin sem flosnað hafa úr námi? Er ráð að minnka inntökukröfur til náms til iðnaðar og framleiðslugreina? Sveigjanleg úrræði sem hentar fleirum til náms og fækkun ungs fólks á örorku sem ekki hefur lokið starfsnámi. Nota viskubrunn eldri kynslóða, jafnvel að fá þá til kennslu með lærdóm með þeirra reynslu og þekkingu, t.d. hlutastörf. Ég vil kalla til kynslóðirnar frá 1940– 1965 af báðum kynjum, sem hafa hvað breiðustu þekkinguna og að skapist störf fyrir fleira vinnufært eldra fólk. Að kennsla og miðlun reynslu verði eins áreynslulítil sem mögulegt er, fái að búa um sig og dafna á nýjum tímum í takt við þarfirnar. Er ég þar að tala um að beina starfsemi á milli skóla og framleiðslufyrirtækja til sveita sem og sjávar, starfsmenntun á launum á námstíma er heillavænlegt. Eru ekki hálftómir bæir og fáir að taka við rekstri bændabýla í dag? Það datt úr tísku að búa í sveit, hvernig væra að upphefja aftur sveitirnar? Styrkur frá náttúrunni okkar og mannauður er til staðar. Gefum okkur að vera lítillát og mannleg, við megum og getum lært þetta allt betur og gert breytingar til vaxtarskilyrða fyrir alla aldurshópa. Af litlu vex „ ein fjóla“ en getur orðið breiða af fjólum. Hver og einn á eitthvað að leggja til á vogarskálarnar með að reisa við atvinnu- og afkomuskilyrði sem fram undan eru. Hugmyndaauðgi með miklu meiri menntun en forfeður okkar höfðu til að dreifa, er ríkidæmi okkar í dag. Með velvilja og virðingu fyrir hverjum einum þessa lands, á einstaklingurinn og fjölskyldan saman mikinn auð. Með opnu hjarta og ástríðu heilbrigðra samskipta komumst við langt í að nálgast góð markmið. Allt hefst með skýrum skilaboðum og samtakamætti manna, framkvæmdavilja, trú og ákefð, í krafti heildarinnar. Ef að ráðamenn þessa lands eru þrotnir allra lausna, hvernig eigum við kæru samlandar að bregðast við? Þjóðin er nauðug viljug gerð að fórnarlambi þessa ríkjandi ástands, hvert sem litið er. Hvað er til ráða? Myrkrið á sinn tilgang að vekja til ljóssins, þess sem raunverulega skiptir máli. Nýtt upphaf rís og þá kemur til ábyrgðar að heilindum okkar sjálfra. Náum í okkar bestu fyrirmyndir, þá sem áttu sér hugsjónir og framkvæmdu þær. Við eigum þær margar í sögunni, getum tekið þær upp og fengið trú á góða útkomu á ný, ekki satt? Bestur er einfaldleikinn sem virkar og virkaði. Leggjum okkur fram um að sleppa takinu sem fyrst af vonbrigðum og reiði, þó það sé eitt ferlið til að ná breytingum fram og réttlæti náist til jafnari kjara. Allt þetta sem er, hefur tilhneigingu til að fyrnast og græðast. „Það vex nýtt fræ af hinu gamla“ segir máltækið og er í raun. Þegar valið er að eiga með sér bjarta, raunsæja og nálæga mynd með umburðarlyndi og þolinmæði, er uppskeran vís. Eftir árið er kornið tilbúið til þreskingar! Getur sáningin hafist núna? Verum saman að undirbúningi þess sem koma skal. Samvinna og virðing skilar árangrinum. Gleymum aldrei að samhjálpin sem þú eða ég gætum þurft á að halda og geti orðið þörf einn daginn, verum forsjóninni þakklát fyrir það, „við erum aldrei alveg ein á ferð“. Og nú langar mig að beina orðum mínum til þín, lesandi þessarar greinar, svo ljósið megi fylgja þér götuna áfram. Við lifum í dag ekki gærdaginn né morgundaginn, allt skapast það sem kemur „í nútíðinni“. Gerum okkur það fyrst ljóst, frá stundu til stundar. Lífsþrótturinn er einn mikilvægasti orkuþáttur hvers manns, starf og heilsa. Hugarástand og athygli skiptir hvað mestu máli, það sem bærist með hið innra meðvitað og ómeðvitað. Mig langar að gefa smá innlegg til nærveru sálar, að hlusta eftir og hafa góða samlíðan með þér og öðrum inn í daginn. Hvar og hver sem þú ert; viðurkenndu sjálfan þig og aðra. „Auktu næmi þitt og farðu eftir góðum hugboðum“. Hlustaðu og sýndu ástúð, umhyggja styrkir og virðir. „Hugarró krefst þess að engar neikvæðar tilfinningar séu til staðar“. Taktu eftir tilfinningu þinni núna. Mættu öðrum þar sem þeir eru og leiddu á betri veg. Fyrirgefðu og elskaðu tilveruna „ÞÚ“ kortleggur daginn og framtíðina. Sáðu fræjum jákvæðni og bjartsýni! Nú vaknar vor í brjósti, villtur fugl situr á grein. Lifnar hitt ungviðið í holti, já, gott er að koma heim. KK Óska þér og þjóðinni heilla. Góðar stundir. Katrín Erla Kjartansdóttir Greinarhöfundur er fjölskyldu- og samskiptaráðgjafi í nútíma sálfræði, heilsunuddari, móðir og amma. Nú liggur frammi frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem undirrituð er fyrsti flutningsmaður að. Frumvarpið felur í sér breytingar á þann hátt að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga er afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Það gæti m.a. falist ísamvinnu um flutning sláturgripa, dreifingu afurða og sölu á erlendamarkaði. Eins og segir í greinargerð með frumvarpinu er þetta gert í því skyni að undanþiggja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum samkeppnislaga. Þá er allt kjöt undir. Með frumvarpinu er tilgangurinn er að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði hafa nú takmarkaða möguleika til samstarfs og sameiningar þar sem það er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skilar sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. Þá dregur það úr tækifærum til sóknar á erlenda markaði. Frumvarpinu er líka ætlað að bregðast við auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum, en í dag eru um 20% af heildarneyslu innflutt kjöt. Litlar afurðastöðvar um landið hafa ekki einar og sér burði til að keppa á þessum markaði. Veruleikinn er að íslenskur landbúnaðar á nú þegar í alþjóðlegri samkeppni. Hagur neytenda og bænda Vandi sauðfjárbænda hefur mikið verið í umræðunni og var á sett á stað nefnd til að skoða hvaða úrræði væru í sjónmáli til að laga stöðu sauðfjárbænda. Í þeim viðræðum hefur verið nefnt að það þurfi að fara ofan í rekstrarumhverfi afurðastöðva. Í landinu eru níu afurðustöðvar sem hafa leyfi til að sinna sauðfjárslátrun. Þessar afurðastöðvar eru í eigu bænda að mestu leiti og því má segja að það sé alltaf hagur bænda að það sé grundvöllur til að hagræða í rekstri. Verði frumvarpið samþykkt verður afurðastöðvum gert kleift að vinna saman og eða sameinast til að vinna t.d. að markaðstarfi erlendis eða hagræða í rekstri, það ætti að skila lægra verði til neytenda og hærri verði til bænda. Í skýrslu KPMG um úttekt á afurðastöðvum er m.a. sagt að margt bendi til þess að fjöldi sláturhúsa sé of mikill og þeim þurfi að fækka til að auka hagræði í greininni. Þar segir líka að fækkun afurðastöðva gæti aukið arðsemi, sláturhúsin sem eftir verða hefðu svigrúm til að sjálfvirknivæðingar til að bregðast við erfileikum við að manna afurðastöðvarnar yfir háannatímann. Hagsmunir bænda og neytenda fara saman og því er það sameiginlegt baráttumál að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Efling afurðastöðva í kjötiðnaði Halla Signý Kristjánsdóttir, Með áhrifamestu útbreiðslu prentmiðla á landsbyggðinni VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI HEIM ILD : Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2017. BÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1%

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.