Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 55
Síðastliðinn föstudag, þann 9.
nóvember, var haldin fjölmenn
umhverfisráðstefna þar sem
farið var yfir ýmis mál. Eftir
ráðstefnuna var fyrirferðarmest
umræða í fjölmiðlum um þjóðgarð
á miðhálendinu, en samkvæmt
skoðanakönnun vilja 63%
landsmanna gera hálendi Íslands
að þjóðgarði.
Eflaust ekki svo galin hugmynd,
en fyrst að svona há prósenta
landsmanna vill gera landinu vel er
þá ekki sama prósenta til í að hugsa
sér nær og skoða önnur aðkallandi
vandamál sem sjaldan eru rædd?
Sóðaskapur, rusl og mengun
Þegar ekið er um þjóðvegi landsins
eru fáir sem taka eftir óheyrilegu
magni af alls konar drasli og rusli
í vegköntunum. Nánast sama
hvar er ekið á þjóðvegum úti á
landsbyggðinni þarf varla að keyra
lengra en 100 metra án þess að sjá
rusl í vegkantinum.
Í tveggja manna spjalli við vin
sagði hann að þetta væri varla
svona slæmt, en eftir eina ferð um
Suðurland sagðist hann hafa hugsað
til minnar staðhæfingar og horft eftir
rusli. Eftir þann bíltúr vildi hann
jafnvel meina að ástandið væri enn
verra en ég sagði.
Einstaka staðir skara fram úr
vegna framtaks einstaklinga
Á örfáum stöðum er hvergi sjáanlegt
rusl, en það er vegna þess að
einstaklingar gera það upp á sitt
einsdæmi að þegar þeir fara út að
labba eða hlaupa, samanber hlaupara
sem tínir rusl þegar hann hleypur í
nágrenni Egilsstaða og stundum má
sjá mann í göngutúr í nágrenni við
Bifröst tína upp rusl í vegkantinum.
Þjóðþekktur lögfræðingur sem
labbar með hundinn sinn tínir alltaf
rusl í göngutúrum í Reykjavík.
Neikvæðar fréttir um
umhverfismál of áberandi og
nánast aldrei talað um úrlausnir
Þann 7. nóvember var nánast í öllum
fjölmiðlum fréttir af því að Ísland
væri það ríki innan EFTA sem væri
með mesta losun koltvísýrings í
hagkerfi á einstakling sem væri
á milli 13 og 19 tonn á hvern
einstakling. Af þeim fréttamiðlum
sem ég heyrði í var hvergi bent á
úrlausnir við þessari miklu losun.
Föstudaginn 9. nóvember slógu
flestir fjölmiðlar upp myndum úr
myndbandi frá ferðamanni sem
lék sér af því að spóla í hringi á
smájeppa. Engum datt í hug að
bæta við frétt sína úrlausnum til
að þetta endurtaki sig ekki með
einhvers konar forvörnum sem
stórlega þarf að bæta. Hins vegar
hafa margsinnis heyrst afsakanir
ferðamanna á utanvegaakstri
að þeir hafi ekki verið upplýstir
um að bannað væri að aka utan
vegslóða.
Með litlum áherslum er auðvelt
að breyta hugarfari og virkja
vinnukraft í þágu náttúrunnar
Góður vinur minn hefur síðastliðna
16 mánuði verið í hnattreisu á
mótorhjólinu sínu og er búinn að
heimsækja yfir 30 lönd og keyra
nærri 90.000 km. Á þessari ferð
sinni var hann í Ameríku þar
sem hann sá víða í vegköntunum
auglýst að hægt væri að taka
vegkafla í fóstur gagnvart því
að halda vegköntunum hreinum.
Einnig sá hann snyrtilega vegkanta
og á þeim stöðum voru gjarnan
skilti sem sagði hverjir væru að
halda vegköntunum hreinum
„Hér hreinsar Jónas og fjölskylda
vegkantinn.“ Eitthvað sem mætti
taka upp hér á landi af ýmsum
félögum, fjölskyldum eða
starfsmannafélögum.
Ekki alveg óþekkt hér á landi,
en í öðrum tilgangi
Að taka land í fóstur er ekki
alveg óþekkt, en sem dæmi þá
eru mörg félagasamtök, stofnanir
og einstaklingar að vinna með
Hekluskógum á Suðurlandi í að
endurheimta skóglendi í nágrenni
við eldfjallið Heklu. Allir
þessir hópar vinna gott verk og
einstaklingarnir sem vinna þar við
landgræðslu eru að kolefnisjafna
sjálfan sig, fyrirtækin sem gefa
áburðinn gera mikið góðverk, en
með því að skaffa áburðinn eru þau
í raun að kolefnisjafna fyrirtækin
í leiðinni.
Einn af þessum hópum þekki
ég vel þar sem ég hef farið
með þeim í landgræðsluferðir
síðustu níu ár og verður bara
skemmtilegra og skemmtilegra
í hvert sinn sem ég fer. Þessi
hópur eru fimm mótorhjólafélög
og eru að gróðursetja á nyrsta
svæðinu í Hekluskógum sunnan
við Sultartangalón. Félögin fimm
kalla þetta „Mótorhjólaskóginn“
og hafa rétt eins og í Ameríku
komið upp skilti stutt frá veginum
sem segir frá verkefninu. Þarna eru
komnar ansi myndarlegar hríslur
þar sem fyrir 10 árum var auðnin
ein. Svona verkefni gætu fleiri gert
og þó að ég segi sjálfur frá þá er
þetta bara skemmtilegt.
MARGVERÐLAUNAÐIR RAFGEYMAR
ER KOMINN TÍMI Á AÐ SKIPTA UM RAFGEYMI?
Automatic ehf | Smiðjuvegi 11 | 200 Kópavogi | S: 512 3030
www.automatic.is | pantanir@automatic.is
VELDU ÞÁ HÁGÆÐA RAFGEYMANA FRÁ INTACT ÞÝSKALANDI
INTACT STARTGEYMARNIR VORU VALDIR
BESTIR Í KÖNNUN BÍLATÍMARITSINS AUTO
ZEITUNG ÞÝSKALANDI
NÚ GETUR ÞÚ FYLGST MEÐ STÖÐUNNI Á
RAFGEYMINUM Í SÍMANUM ÞÍNUM MEÐ
BATTERY-GUARD FRÁ INTACT
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
KROSSGÁTA Bændablaðsins
Lausn á krossgátu í síðasta blaði
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
ÁRSTÍÐ SPILLA HVIÐA KVK NAFN HAPP-DRÆTTI STEFNUR SÁLDRA
KSVISS V E I K J U L Á S
VFANGA E I Ð A
BRÚKA
ÁNÆGJU-
BLOSSI N O T A
ASIGAÐ T T S K A T T L
U R S T I AÐNIÐRA T I L
STEFNA FRÁ
BRESTIR
FROST-
SKEMMD B R A K
KRAFSA
SAMTÖK K L Ó R A
SPRIKLKVARTA
BKÚSTUR
TÍUND
ASKJA
S L A K A ÓHREINKA VÆTUSTAÐNA R A K A GÓLA BLÁSA TVEIR EINSGEFA EFTIR
V E F A
AUSTUR-
ÁLFA
FRAMVEGIS A S Í A
SAKLAUS
HEIÐUR S Ý K NFLÉTTA
E I MESSINGÞÍÐA L Á T Ú N ÁFORMGOSEFNI Æ T L U NEKKI
I Ð A
SPOR
SÖNG-
LEIKUR F A R
RUSL
ÖFGA-
FULLUR H R A F L GÖSLASVELGUR
F YFIRGAFSKOTT F Ó R LÍFFÆRI N Ý R A ÓÐAGOTSJÓ R A S
G R Í P A KEYRAANGAN A K A HVAÐ H A SKELFING UGÓMA
R Ó S E M I NÖLDRATVÍHLJÓÐI T U Ð A BELTIKRINGUM Ó LHÆGLÆTI
A
S
F
A
A
VESÆLL
R
A
HÝRA
U
L
M
A
U
U
R
N
SKÁN
SPJÁTRUNG-
UR
H
F
I
U
M
G
N
L
A
MJÖG
ÁTT
95
Umhverfismál ættu að vera ofar í huga flestra
KASTALI EFTIRSJÁ SPILASORT GOGG KYNJA-SKEPNA YFIRRÁÐ AFLAGA
ÍSTÖÐU-
LAUS
MÝKJA
Á FLÍK
DRYKKUR
REIÐI-
HLJÓÐ
MATJURT
TÓNVERK
TÆTA MUNNI
MÁLMHÚÐA
FLÍK
TEYMA
FORFAÐIR
LISTA-
MAÐURHLERA
HRÚÐUR
HRINGUR
ÓNÁÐA
KÆTTIST
SÁTTAR-
GERÐ
SLÍMDÝR
FÉLAGI SKÍTUR SAMTÖKÓSLITINN
KRÓKUR
HYLLI
ROTNUN
BERGMÁLA
FJALLS-
TINDUR
HINDRA
BEITI-
SIGLING
UNDIREINS
ÓLJÓS
ÓGRYNNI
EYÐA
ÚÐA
ÞURFA-
LINGUR
ANGAN
AND-
STÆÐINGAHALD
DÝRAHLJÓÐ
SLITRÓTT
TAL
BAKSA
KÖTTUR
HLÓÐIR
LEYSIR
STEIN-
TEGUND
LÍK
EKKI RÁNÉTANDI
FIMI
Í RÖÐ
Í RÖÐ
DRYKKUR
FUGL
GOSEFNI
KÆRLEIKS
ÞRÁTTA
GASÞAKBRÚN
Í RÖÐ
96