Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 1
Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp- írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku- stofnunar. Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var nánast öll raforku- framleiðsla frá endur nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti. Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Íslensk raforka framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti Íslenska orkuframleiðslumyndin skekktist verulega 2011 þegar orkufyrirtækin hófu sölu upprunaábyrgða, eða syndaaflausna eins og nær væri að kalla það. Þá fóru allt í einu að birtast á orkureikningum að 89% raforkuframleiðslunnar væru unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum, en 6% voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti og 5% með kjarnorku. Árið 2012 var öll raforku- framleiðsla á Íslandi, eða 100%, sögð vera framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í gögnum Orkustofnunar var samt sagt að einungis 63% væri endurnýjanleg orka. Kjarnorkuhlutinn í íslensku raforkunni var þá kominn í 16% og jarðefnaeldsneyti í 21%. Árið 2013 var endurnýjanlega orkan komin niður í 39% en kjarnorkuhlutfallið upp í 24% og jarðefnaeldsneytið í 37%. Árið 2014 varð aukning í raforkuframleiðslu með vatnsafli og heldur minni sala var á hreinleikavottorðum. Þá var hreina endurnýjanlega orkan 45% og kjarnorkuhlutfallið minnkaði í 23% og jarðefnaeldsneytishlutinn í 32%. Eftir umfjöllun Bændablaðsins sumarið 2015 lýstu stjórnmála- menn undrun sinni yfir þessu. Sögðust flestir koma af fjöllum og átti að afnema þennan skrípaleik hið snarasta, enda talið vont mál fyrir hreinleikaímynd Íslands. Minnkaði hlutfall kjarnorku í íslensku raforkunni í 12% það ár og jarðefnaeldsneytis í 17%. Endurnýjanlega orkan fór þá upp í 71%. Á árinu 2016 var haldið áfram að selja hreinu ímynd þjóðarinnar og væntanlega fyrir góðan pening. Í staðinn þurftu Íslendingar „bara“ að taka á sig þann stimpil að vera aðeins að framleiða 21% hreina raforku á meðan 59% raforkunnar var sögð framleidd með kolum, olíu og gasi og 20% með kjarnorku. Einungis 13% eftir af hreinni raforku árið 2017 Á árinu 2017 gerðu menn svo enn betur í að ata íslensku raforkuna út í kolum, olíu, gasi og kjarnorku með sölu syndaaflausna fyrir óvistvæn orkufyrirtæki úti í Evrópu. Var hlutfall hreinnar endurnýjanlegrar raforku á Íslandi þá komið niður í 13% af heildarframleiðslunni. Þá var raforka framleidd með kolum, olíu og gasi sögð vera 58% af heildinni og 29% var sögð framleidd með kjarnorku. Samanlagt er þetta 87%. Koldíoxíð sem Íslendingar voru sagðir spúa út í andrúmsloftið í fyrra vegna raforkuframleiðslu nam 447,12 g/kWh og geislavirkur úrgangur 0,87 mg/kWh. Árið 2017 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 19.239 GWh (tæpar 20 Terawattstundir) og jókst um 690 GWh, eða um 3,7% frá fyrra ári. Það þýðir að hér voru framleidd 19.239.000.000 kWh, eða 19,2 milljarðar kílówattstunda. Þar af voru seld hreinleikavottorð sem nemur 16,737 GWh. Geislavirkur úrgangur 16,7 tonn Ef við setjum þetta í samhengi við þá mengun sem Íslendingar tóku á sig í fyrra fyrir erlend orkuver og verksmiðjur, þá sitjum við uppi eftir vottorðasöluna á síðasta ári með 8.602.141.680.000 grömm, eða rúmlega 8,6 mill jónir tonna ígildis af koldíoxíði og 16.737.930.000 milligrömm af geislavirkum úrgangi, eða 16,74 tonn. Mengun vegna raforkuframleiðslu jafnast á við 16 álver Til samanburðar segir vísindavefur Háskóla Íslands að álver Alcoa á Reyðarfirði losi 530.000 tonn af koldíoxíði (CO2) á ári, eða álíka og 172.000 bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Álverið skilur hins vegar ekki eftir sig neinn geislavirkan úrgang svo vitað sé og ekki bílarnir heldur. Raforkuframleiðsla Íslendinga er því samkvæmt opinberum gögnum að skilja eftir sig meiri losun gróðurhúsalofttegunda en 16 álver í Reyðarfirði eða 2,8 milljónir bíla. Ofan á það kemur svo geislavirki úrgangurinn. /HKr. – Sjá nánar bls. 21 18 16. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 23. ágúst ▯ Blað nr. 521 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Sala íslenskra raforkufyrirtækja á syndaaflausnum fyrir mengandi orkuiðnað í Evrópu hefur rokið upp: 87% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi – Koltvísýringslosunin CO2 jafnast á við losun frá 16 álverum eða 2,8 milljónum bíla og geislavirkur úrgangur er 16,4 tonn Sjá nánar um vaxandi ferðaþjónustu í Grímsey á bls. 38 Mynd / María Helena Tryggvadóttir 28–30 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.