Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 2018 43 Að ýmsu þarf að huga við val á vottunaraðila. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta. Val á vottunaraðila byggir á því hver staðallinn er, á hvaða mörkuðum fyrirtæki starfa, hverjar vörurnar eru og tillögum frá viðskiptavinum eða öðrum. Þegar fyrir liggur hvaða staðli fyrirtækið vill vinna eftir og fá vottun samkvæmt þarf að finna út hvaða vottunarstofur eru faggildar til að framkvæma samræmismat og vottun samkvæmt þeim staðli. Vottunarstofur eru jafnan faggildar til að votta samkvæmt tilteknum staðli, einum eða fleirum. Þegar um alþjóðlega vottun er að ræða er mikilvægt að velja vottunarstofu með alþjóðlega viðurkennda faggildingu. Faggildar vottunarstofur er að finna um allan heim. Yfirlit yfir þau lönd sem hýsa alþjóðlega viðurkennda faggildingarþjónustu má finna á síðu International Accrediation Forum (IAF) undir „IAF MEMBERS AND SIGNATORIES“. Gott er að byrja á því að spyrja helstu viðskiptavini og birgja um þær kröfur sem þeir gera til vöru- eða þjónustuvottunar. Lista yfir vottunarstofur sem eru faggildar til að votta samkvæmt tilteknum staðli má yfirleitt finna á vefsíðu staðalsins/staðaleigandans. Einnig er hægt að fara inn á síður þekktra alþjóðlegra vottunaraðila og kanna eftir hvaða stöðlum þeir eru faggildir til að votta. Stundum er aðeins um einn vottunaraðila að ræða en í öðrum tilfellum eru fleiri en einn vottunaraðili sem kemur til greina. Sem dæmi eru fjórar vottunarstofur faggildar til vottunar á bandaríska staðalinum „Non-GMO Verified“, og eru þær tilgreindar á heimasíðu staðaleiganda (undir „Product Verification / Technical Administrators“). Þegar um fleiri en einn vottunaraðila er að ræða er skynsamlegt að kynna sér hverja vottunarstofu fyrir sig, þ.m.t. sögu, markaðshlutdeild, traust, vinnuaðferðir og gjaldskrá áður en ákvörðun er tekin. Einnig er gott að hafa samband við fleiri en eina vottunastofu, fá nánari upplýsingar, fara yfir þarfir fyrirtækisins o.fl. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir er hægt að bera saman og taka ákvörðun byggða á þeim samanburði. Vottunaraðilar með starfsemi á Íslandi Þegar um alþjóðlegan staðal er að ræða getur valið staðið á milli innlendra og erlendra vottunaraðila. Meta þarf ávinningin af því að geta leitað til aðila sem talar sama tungumál og hefur reynslu af því að votta íslensk fyrirtæki og þess að leita til aðila sem hefur enga starfsemi eða tengiliði hér á landi. Á Íslandi eru þrír vottunaraðilar með starfsemi eftir því sem höfundur komst næst; Vottun hf., Vottunarstofan Tún og BSi á Íslandi. Fleiri aðilar eru með tengiliði hér á landi þó þeir hafi ekki formlegt aðsetur hér. Faggildingarsvið Einka-leyfastofu (ISAC) annast faggildingu íslenskra vottunarstofa. Starfi fyrirtæki samkvæmt fleiri en einum staðli, t.d. IRF og MSC, lífrænum staðli og MSC eða tveimur ISO stöðlum, er vert að kanna hvort vottunarstofa geti samræmt úttektir fyrir báða eða alla staðla sem um ræðir. Vottun hf. er íslensk vottunarstofa stofnuð árið 1991 og er faggild af ISAC til vottunar stjórnunarkerfanna ISO 9001 og 14000, ásamt OHSAS 18001 og ÍST 85:2012. Vottun hf. býður einnig upp á ýmsa úttekta- og vottunarþjónustu, m.a. í samstarfi við erlendar faggildar vottunarstofur Vottunarstofan Tún ehf. er íslensk vottunarstofa stofnuð árið 1994 að frumkvæði samtaka bænda og fyrirtækja, neytenda og verslunar. Tún er faggild af ISAC til vottunar lífrænnar framleiðslu og af þýsku stofunni ASI GmbH til MSC vottunar fiskveiða og rekjanleika sjávarafurða. BSi á Íslandi er umboðsaðili BSi group sem vottar stjórnunarkerfi samkvæmt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Faggilding BSi á Íslandi er því í gegnum BSi group. Stofan hefur á að skipa hóp sérfræðinga á ólíkum sviðum varðandi faggildar vottanir um allan heim. Sýni ehf. er faggild til að veita úttektarþjónustu m.t.t. staðla eins og IRF/MSC og BRC/IFS/ISO 22000. Rannsóknarstofan Promat á Akureyri sem er í samstarfi við Sýni veitir úttektarþjónustu fyrir BRC staðalinn. – Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær 480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is Cleanfix TW300S er virkilega góð og sterkbyggð teppahreinsivél Vinnslubreidd: 26 cm Afl: 1000W Sog: 210 mbar Tankar: 7+7 lítra Verð: 99.944 kr Teppahreinsivél Húsgagnahaus Hentar vel í t.d. bílaþrif Vinnslubreidd: 8 cm Verð: 16.698 kr loks ná þeim aldri að geta byrjað að borga uppeldiskostnaðinn til baka, með mjólkurframleiðslu sinni, þá skiptir höfuðmáli að nýta þessa fjárfestingu sem allra best. Í Danmörku hefur verið horft töluvert á þennan kostnaðarlið og fyrr á þessu ári birti danska ráð- gjafafyrirtækið SEGES útreikninga á kostum þess að láta kýr endast lengi í fjósum þarlendra kúa- bænda. Þar kom fram að með því að lækka endurnýjunarhlutfallið úr 42% í 32% var hægt að stór-auka tekjuafganginn og þrátt fyrir minni endurnýjun kúnna var hægt að halda meðalnytinni nánast á pari við kúabú sem setja á alla kvígukálfa og skipta örar um kýrnar. Skýringin á því felst í minni fóðurkostnaði við uppeldi á kvígum þar sem færri kvígur eru aldar til þess að viðhalda framleiðslu búsins auk þess sem það leiðir til minni vinnuþarfar og lægra fasts kostnaðar á bak við hvern grip vegna minni plássþarfar. Í Danmörku eru bændur, sem fara þessa leið í rekstri, hvattir til þess að nota kyngreint sæði sem enn er ekki í boði hér á landi. Hér á landi mætti í staðinn sæða þær kýr, sem ekki eiga að taka þátt í endurnýjunarstarfi búsins, með holdanautasæði og fá þannig fleiri gripi til kjötframleiðslu í stað mjólkurframleiðslu. Heilbrigðisástand kúnna Júgurbólga er án nokkurs vafa sá sjúkdómur sem kostar kúabændur um allan heim langmest og há tíðni á henni veldur umfangsmiklu tapi kúabúa. Líkt og með frjósemina má reikna beinan kostnað við hvert júgurbólgutilfelli vegna vinnu, lyfja og mjólkur sem ekki er hægt að nýta en hinn óbeina kostnað getur verið erfiðaðra að reikna út. Almennt má þó segja að við hvert tilfelli þá aukast líkurnar á því að kýrin fái júgurbólgu síðar á ævinni auk þess sem afurðir hennar verða minni á því mjaltaskeiði sem um ræðir en ella hefði getað orðið. Þá hafa margar rannsókna- niðurstöður sýnt fram á að júgurbólgusýking getur haft neikvæð áhrif á náttúrulegt gangmál kúnna, haft hamlandi áhrif á frjósemina þrátt fyrir egglos og jafnvel ýtt undir fósturlát. Skýringarnar á þessu samhengi má rekja til líffræðilegra varna líkamans þegar hann ræðst á sýkingarvald júgurbólgunnar. Þetta samhengi þessara tveggja kvilla er sterkast á tímabilinu frá sæðingu þar til fang hefur verið fest og sýna rannsóknir að bæði sýnileg og dulin júgurbólga geta hæglega haft þessi neikvæðu áhrif á frjósemina. Með öðrum orðum má segja að ef tekist er tímanlega á við bæði dulda og sýnilega júgurbólgu og unnið að því að draga úr tíðni þeirra með markvissum hætti getur auka ávinningur þeirrar vinnu verið bætt frjósemi. Það er því afar mikilvægt að gera sitt ýtrasta til þess að fyrirbyggja júgurbólgutilfellin en oftar en ekki má tengja tíðni þeirra beint við það hvernig vinnubrögðum er háttað á viðkomandi kúabúi. Almennt má segja að ekki sé litið á júgurbólgu sem vandamál ef meðalfrumutala búsins er undir 150.000, en allt þar fyrir ofan bendir til að bæta megi bústjórnina. Auk þessa má geta þess að helti kúa ber einnig með sér töluverð áhrif á dulinn kostnað en það hefur lengi legið fyrir að kýr sem eru haltar líður mjög illa og þegar þær leggjast niður, þá liggja þær lengur en óhaltar kýr og fyrir vikið éta þær ekki eins mikið og mjólka þar með minna en þær gætu ella gert. Í Sviss var nýlega gerð rannsókn á helti kúa og sérstaklega gefinn gaumur að kúm sem voru einungis örlítið haltar og kom þar í ljós að um leið og kýrnar fá örlitla verki í klaufirnar og byrja örlítið að haltra, þá kemur það strax niður á afurðaseminni. Því þarf að bregðast strax við um leið og fyrstu merki sjást um helti, en þá fer kýrin að ganga með örlítið boginn hrygg til þess að draga úr álagi á þann fót sem hana verkjar í. Rétt er að taka fram að hér er á engan hátt um heildarupptalningu að ræða á duldum kostnaðar- þáttum og eins og að framan greinir er hér á ferðinni fyrri grein af tveimur um þetta efni. Allar heimildir, sem notaðar voru við skrif þessarar greinar, má nálgast hjá greinarhöfundi og rétt er að taka fram að allar heimildirnar eru erlendar og þarf að hafa það í huga þegar þetta er skoðað fyrir hérlendar aðstæður. Oddný Anna Björnsdóttir objornsdottir@gmail.com Val á vottunaraðila VOTTANIR & UPPRUNAMERKINGAR MATVÆLA Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Til þess að efla þátttöku í afkvæm- a rannsóknum á hrútum hefur fagráð í sauðfjárrækt ákveðið að hækka styrki til þessa verk- efnis. Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút í afkvæm arannsókn hækki úr 3.500 kr. í 5.000 kr. Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum eru þær sömu og áður, þ.e.a.s. að í samanburði séu að lágmarki 5 hrútar og af þeim séu a.m.k. 4 veturgamlir. Hrúturinn þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem hafa verið ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsniðurstöður. Hrútarnir þurfa að hafa verið notaðir á sem sambærilegasta hópa af ám og öll meðferð og skipulag afkvæmarannsóknarinnar miði að því að hóparnir séu sem best samanburðarhæfir. Vissulega er hægt að gera samanburð á hrútunum eingöngu á grunni kjötmatsniðurstaðna (sem er þá ekki fullgild afkvæmarannsókn) en mikilvægi ómmælingahlutans í þessu mati fellst m.a. í því að það er besta mælingin sem í boði er til að meta vöðvaþykkt og vöðvahlutfall skrokksins. Líkt og áður ganga bændur frá uppgjöri á afkvæmarannsóknum sjálfir inn í Fjárvís.is og senda tilkynningu á ee@rml.is þegar uppgjör er frágengið, merkt afkvæmarannsókn. Einnig er hægt kaupa þjónustu hjá RML við að ganga frá afkvæmarannsókninni. Tilkynning um að uppgjöri sé lokið skal berast fyrir 1. desember. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018 – Skilvirk og hagkvæm leið til kynbóta Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Sauðfé á Uxahryggjum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.