Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201824 UTAN ÚR HEIMI Fyrr á árinu greindi Bændablaðið frá gufuvélinni Soilprep frá norska fyrirtækinu Soil Steam International sem kom á markað í sumar og hefur þróunarvinna á tækinu tekið 20 ár. Vélin veldur byltingu við ræktun á grænmeti og berjum utandyra með því að læsa gufu á 30 sentímetra dýpi í jarðveginum, nær hún að eyða illgresi, sveppum og þráðormum með góðum árangri. Þetta getur þýtt allt að 40 prósenta meiri uppskeru á þeim svæðum sem gufuvélin er notuð. Þrátt fyrir mikla þurrka og erfið skilyrði fyrir marga bændur í Noregi í sumar hefur komist á reynsla við notkun vélarinnar sem virðist gefa góða raun. „Í lok maí og byrjun júní fóru fram tilraunir á mínum sveitabæ í Lier. Með Soilprep var um sjö metra breitt belti gufað á landi sem er um 300 metra langt. Eftir þetta ferli ræktuðum við kínakál á svæðinu. Það sem við sjáum núna er að svæðið sem hefur fengið gufumeðferð er nánast laust við illgresi á uppskerutímabilinu. Það sem við sjáum er örlítið illgresi í öðrum enda svæðisins en það er skiljanlegt og bjuggumst við alveg eins við því þar sem erfitt var fyrir vélina á ná inn á það. Við sjáum núna að uppskeran er um 15% meiri en verið hefur og þökkum við það gufuaðferðinni,“ segir Martin Sørum, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Lier Grønt. /ehg Norsk vél losar bændur við að nota eiturefni í landbúnaði: Notkun gufu við ræktun utandyra gefur góða raun – Virkar vel við að eyða illgresi, sveppum og þráðormum í jarðvegi Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Réttu græjurnar! Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði. Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg! Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Fyrir börnin Í skotveiðina Bluetooth Áföst á hjálmi Hefðbundin Fyrir samskipti Í yfirlýsingu frá Alþjóðama t- vælastofnuninni, FAO, segir að lirfur haustherorma muni ógna matvælaöryggi milljóna smábænda í Asíu á næstu árum. Ormarnir hafa náð fótfestu á Indlandi og munu á næstu árum dreifa sér til svæða í Suðaustur-Asíu og suðurhluta Kína og valda verulegum skaða á uppskeru, að sögn sérfræðinga FAO. Lirfa haustherorma, þeirra fyrstu í Asíu, varð fyrst vart á Indlandi fyrir tveimur árum og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt og útbreiðslusvæði þeirra stækkað með ógnarhraða. Éta allan gróður Viðkoma haustherorma er hröð í heitu loftslagi. Úr púpu herlifranna skríður fluga sem getur ferðast allt að 100 kílómetra á sólarhring til að finna sér hýsilplöntu til að verpa í. Eftir þrjá til fimm daga skríður úr eggjunum ný kynslóð herlifra sem í tvær til þrjár vikur éta allan gróður sem að kjafti kemur. Púpustig herormanna er ein til tvær vikur og líftími flugunnar ellefu til fjórtán dagar. Meðal nytjaplantna sem geta orðið illa úti af völdum herlirfa eru maís, hrísgrjón, kálplöntur, bómull og um það bil áttatíu aðrar tegundir. Samkvæmt yfirlýsingu FAO er hætta á að lirfurnar valdi miklu tjóni á hrísgrjóna- og maísuppskeru í Suðaustur-Asíu og suðurhluta Kína á þessu ári. Aðallega á svæðum þar sem smábændur reiða sig á uppskeruna sér og sínum til framdráttar. Víða í Asíu sjá smábændur um ræktun á um 80% landbúnaðarlands og er áætlað að yfir 200 milljón hektarar séu notaðir til ræktunar á hrísgrjónum og maís og um 90% af hrísgrjónum í heiminum eru framleidd í Asíu. Upprunnir í Suður-Ameríku Haustherormar eru upprunnir í Suður-Ameríku. Þeirra varð fyrst vart í Afríku 2016 og síðan hafa þeir farið eins og eldur í sinu um álfuna sunnan Sahara og valdið miklum uppskeruskaða og dreift sér til Asíu. Nafnið herormar er dregið af því að lirfurnar eiga það til að feta sig þúsundum saman á milli gróðursvæða og þá helst um graslendi og yfir á ræktunarsvæði. Lirfurnar éta aðallega á nóttinni og í skýjuðu veðri og geta á stuttum tíma étið allt lauf plantnanna sem þær leggjast á og skilja ekkert eftir nema beran stöngulinn. Víða er innflutningsbann á landbúnaðarvörur þar sem herormar eru landlægir. Sérfræðingar FAO vonast til að geta nýtt reynslu sína í baráttu sinni við herormana í Afríku til að hefta útbreiðslu þeirra í Asíu. /VH Vaxandi útbreiðsla herorma í Asíu Ólöglegt skógarhögg í Brasilíu: Innfæddur umhverfis- verndarsinni myrtur Róstur milli innfæddra í skógum Amason og skógarhöggsmanna fer vaxandi. Undanfarin ár hafa innfæddir tekið málin sífellt meira í sínar hendur í baráttunni við ólöglegt skógarhögg og til að verja búsvæði sitt. Fulltrúar innfæddra segja yfirvöld ekkert gera til að stöðva ólöglegt skógarhögg og hafa því reynt að vekja athygli á málstað sínum og gripið til aðgerða og skæra til að stöðva fellingu skóganna. Meðal annars með því að kveikja í flutningabílum og tefja skógarhöggið á annan hátt. Í kjölfarið hefur fjöldi umhverfissinna og innfæddra sem hafa látið sig málið varða fundist látin undanfarin ár. Talið er að margir hinna látnu hafi verið myrtir af málaliðum tengdum fyrirtækjum sem stunda skógarhögg. Brasilíski umhverfis verndar- sinninn og leiðtogi Guajajara- fólksins fannst látin við árbakka skammt frá þorpi Gujajara-fólksins fyrir skömmu. Talið er að hún hafi verið myrt af málaliðum aðila sem stunda ólöglegt skógarhögg. Atvikið er ekki einangrað því frá aldamótunum 2000 hafa 80 manns af þjóðflokki Guajajara-fólksins fundist myrt á svipuðum slóðum. /VH Sônia Guajajara, leiðtogi Guaja- jarafólks ins og arsinni, er talin hafa verið myrt af málaliðum fyrirtækis sem má vel sjá skilin sem verða á milli þess svæðis sem fékk meðferð með gufuvél og svæðis sem ekki fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.