Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 201846 Einu sinni á ári leyfi ég mér að taka leiktæki og prófa mér og öðrum til skemmtunar og skrifa um þau hér í blaðinu. Mér var boðið í prufuakstur á grindarbíl sem oftast gengur undir nafninu „buggybíll“ og heitir Arctic Cat Textron Off Road. Prufuaksturinn fór fram í æfingabraut Vélhjólaíþrótta- klúbbsins undir Draugahlíð þar sem ég hitti sölumann Arcticsport og var ákveðið að byrja í lítilli og þröngri braut sem ætluð er fyrir byrjendur í motocrossíþróttinni. Í fyrstu fór ég rólega af stað og tók lítið á bílnum, en smám saman jók ég hraðann. Það var hreint með ólíkindum hvað bíllinn var stöðugur í ósléttri brautinni og þrátt fyrir að ég teldi mig vera kominn að þolmörkum bílsins í hraða var hann enn stöðugur og haggaðist ekki í holunum og stýrði öruggt út úr öllum beygjum. Aldrei keyrt nokkurt ökutæki með aðra eins fjöðrun Aldrei hef ég ekið öðru eins snilldartæki, fjöðrunin er alveg mögnuð enda hönnuð af kappakstursmanninum Robby Gordon, sem er goðsögn í eyðimerkurkeppnum á borð við Dakar og Baja. Bæði fram og aftur fjöðrun eru yfir 45 cm á hvert hjól og afturfjöðrunin minnir einna helst á aftur- gaffal á mótor - hjóli sem erfitt er að lýsa í orðum á prenti. Bíllinn er á 15 tommu felgum og eru dekkin há og mjó sem gefa góða fjöðrun í viðbót við langa fjöðrun bílsins. Vélarstærð, drif og hleðslugeta • Vélin er 1000 cc. og er gefin upp 125 hestöfl, en í bekk hefur þessi vél verið mæld á bilinu 136 til 138 hestöfl. • Bíllinn er reimdrifinn (svipað og vélsleðar) og getur reimin enst allt að 200.000 km, drifið og öxlar út í hjól eru hönnuð til að þola kraftaukningu upp í 270 hestöfl. • Hámarksburður bílsins er 331 kg, en aftan á bílnum er lítil farang- urs geymsla sem má bera 136 kg. • Verðið á bílnum er 3.990.000. Ég var greinilega huglaus í mínum akstri miðað við akstur sölumannsins Að loknum mínum prufuakstri tók sölumaður Arcticsport, Guðmundur Bragason, nokkra hringi á bílnum svo að ég gæti tekið myndir af bílnum. Miðað við akstur hans var greinilegt að ég er of huglaus í að beita bílnum að þolmörkum, að horfa á akstur hans í brautinni er greinilegt að með meiri kjark og þor er hægt að keyra þennan bíl töluvert hraðar en mitt hjarta hefur þor til. Allar nánari upplýsingar um bílinn má nálgast hjá Guðmundi, sölumanni Articsport, eða á vefslóðinni www.arcticsport.is. É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Sjaldan hef ég skemmt mér svona vel í prufuakstri. Myndir / HLJ Ég átti erindi í mótorhjólabúðina Nitro og sá þar Sertao 290 cc. mótorhjól sem mig langaði að prófa. Þetta hjól kostar ekki nema 999.000 og er á dekkjum sem nefnast „traildekk“ og hafa hreint magnað grip í grjóti og torfærum. Þar sem þetta hjól var ekki á skrá buðu þeir í Nitro að prófa 300 cc. tvígengismótorhjól frá Beta sem hefði sérstaka vél og mundi henta mínu aksturslagi. Skemmtilegt mótorhjól við ýmsar aðstæður Ég fór á aksturssvæði Vélhjóla- íþrótta klúbbsins á Bolaöldum og prófaði hjólið í mörgum brautum við mismunandi aðstæður. Það magnaða við þetta hjól er að með einum takka í stýrinu er hægt að breyta vinnslu vélarinnar úr snöggum krafti í togkraft sem nýtist í bröltslóðakerfi aksturssvæðisins. Það er óhætt að segja að ég skemmti mér vel á hjólinu og naut þess að keyra þetta hjól þar sem kraftur vélarinnar er svo mjúkur að hjólið fyrirgaf mín mistök og vitleysur. Eftir að hafa keyrt hjólið tæpa 50 km var ég mjög sáttur. Aldrei verið með aðrar eins bremsur á mótorhjóli Það var tvennt sem angraði mig við hjólið. Annars vegar var það lítill bensíntankur og dekkin undir hjólinu. Ég gæti trúað að bensíntankurinn sé það lítill að maður kemst ekki nema um 80 km á honum. Hins vegar að í svona grýttum slóðum sem ég notaði hjólið í, hefði ég viljað vera á dekkjum sem nefnast „traildekk“ og grípa mun betur í grýttum slóðum heldur en motocrossdekk. Góðu punktarnir við hjólið voru miklu fleiri samanber að þó að hjólið sé með tvígengisvél þarf ekki að blanda bensínið á tankinn þar sem að undir sætinu er eins lítra tankur með tvígengisolíu. Á eldsneytistankinn fer því hreint bensín þar sem hjólið blandar sjálft olíunni eftir þörfum inn á mótorinn. Ekki þarf að sparka hjólinu í gang þar sem að það er með startara (eða eins og það er stundum kallað að vera með hamingjutakka á stýrinu). Aldrei hef ég verið á torfæruhjóli með aðrar eins bremsur. Ég er vanur að keyra mótorhjól með tvo putta liggjandi á frambremsunni, en þegar ég tók á bremsunni á þessu hjóli eins og ég er vanur, var ég næstum búinn að stingast á hausinn fram fyrir mig, svo öflugar voru bremsurnar. Eftir þessa lífsreynslu ók ég hjólinu sem eftir var með vísifingur einan tilbúinn á frambremsunni. Frábært hjól fyrir þá sem eru ekki að flýta sér of mikið Hjólið kostar 1.190.000 og er með nægileg hestöfl fyrir nánast allt sem hugurinn girnist (nálægt 50 hestöfl myndi ég halda). Hentar vel bæði fyrir hefðbundinn slóðaakstur, brölt í einstigi (eins og margar brautir á Bolaöldunni eru). Þar sem að hægt er að breyta vélinni úr togkrafti í snerpukraft hentar hjólið vel í motocrossbrautir. Þó að snerpan sé ekki sú besta hentaði þetta mér vel í motocrossbrautinni sem ég prófaði þar sem að ég hef aldrei verið motocrossökumaður. Hjólið er með götuskráningu og kemur með fullan ljósabúnað og er á góðu verði sem alhliða torfæruhjól. Nánari upplýsingar um hjólið er hægt að nálgast á vefsíðunni www. nitro.is. Beta 300 „endurohjól“: Torfærumótorhjól sem hentar öllum Aldrei verið motocrossmaður, en skemmti mér ágætlega á þessu hjóli í crossbrautinni. Pinnjon og kambur eru sér- stök að því leyti að tann hjól eru jafn stór og þola því meira átak. Á fullu í gegnum beygju með gott grip á öll hjól. Sertao hjólið í Nitro sem mig langaði að prófa var ekki í boði þar sem það er óskráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.