Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 2018 49 Þessir vettlingar eru þéttir og hlýir fyrir veturinn. Eskimo garnið frá Drops er einnig tilvalið til þæfingar. Stærð: S/M – L/XL. Garn: Drops Eskimo - 100 gr í allar stærðir litur nr. 53, ljósgrár. Prjónar: Sokkaprjónar nr 6 og 7 eða sú stærð sem þarf til að fá 12L = 10 cm á prjóna nr 7 MYNSTUR: Umferð 1: *1 sl, 1 br*, endurtakið frá *-*. Umferð 2: sl yfir allar lykkjur. VINSTRI VETTLINGUR: Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp 26-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með Eskimo. Prjónið stroff *1 sl, 1 br* í 5 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 7 og prjónið 1 umf slétt og fækkið lykkjum í = 24-28 lykkjur. Prjónið nú þannig: 12-14 lykkjur slétt, 12-14 lykkjur mynstur – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er prjónað op fyrir þumal í næstu umf: Prjónið 7-8 lykkjur, setjið næstu 5-6 lykkjur á band, prjónið út umf = 19-22 lykkjur. Í næstu umf eru fitjaðar upp 5-6 lykkjur yfir lykkjur á bandi = 24-28 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19½-20½ cm. Fellið síðan af þannig: Umf 1: *Prjónið 4-5 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 20-24 lykkjur (= 4 l færri). Umf 2 (og allar jafnar umf): Prjónið slétt. Umf 3: *Prjónið 3-4 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 16-20 lykkjur. Umf 5: *Prjónið 2-3 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 12-16 lykkjur. Umf 7: *Prjónið 1-2 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 8-12 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 24-26 cm á hæðina. ÞUMALL: Stykkið er prjónað í hring. Setjið til baka þær 5-6 lykkjur af bandi yfir á prjóna nr 7, prjónið upp 5-6 nýjar lykkjur meðfram opi = 10-12 lykkjur sem er skipt niður á sokkaprjóna. Haldið áfram með slétt prjón hringinn þar til þumallinn mælist ca 6-7 cm (mælt frá þeim stað þar sem lykkjur voru settar til baka á prjóninn). Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 slétt saman = 5-6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. HÆGRI VETTLINGUR: Er prjónaður eins og sá vinstri, nema gagnstætt, þ.e.a.s. að prjónaðar eru 12-14 lykkjur með mynstri fyrst í umf og síðan 12-14 lykkjur slétt prjón. Opið fyrir þumal er því prjónað þannig: Prjónið 12-14 lykkjur mynstur (byrjið á 1 l br), setjið næstu 5-6 lykkjur á band (= þumall), prjónið 7-8 lykkjur slétt prjón. Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Þéttir og hlýir vetrarvettlingar HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 1 5 5 3 1 3 2 7 6 6 5 3 2 9 4 2 6 8 2 1 5 7 7 6 9 4 1 1 7 3 8 4 7 Þyngst 7 9 6 3 2 5 4 8 4 7 1 8 4 5 1 6 5 2 9 6 3 2 9 2 5 4 7 1 8 3 5 9 4 7 3 6 1 5 5 9 7 1 4 7 1 2 8 6 7 4 1 8 3 2 6 1 2 9 3 2 7 8 1 4 5 1 8 7 6 3 7 9 2 8 4 5 6 7 Ætlar að verða hestatemjari og bóndi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Eva Rut Tryggvadóttir, 12 ára, hafði samband við ritstjórn Bændablaðsins og vildi gerast áskrifandi. Það er ekki á hverjum degi sem svo ánægjuleg áskriftarbeiðni berst þannig að ákveðið var að gefa Evu Rut áskriftina í það minnsta næsta hálfa árið. Eva Rut hefur alltaf haft mikinn áhuga á dýrum. Hún á langömmu og -afa í Grindavík sem eru með kindur og hefur hún því tekið virkan þátt í sauðburði og réttum frá því hún man eftir sér. Hún á eina kind hjá þeim sem heitir Gullbrá en hana dreymir um að eignast hest og hund. Nafn: Eva Rut Tryggvadóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Björtusalir 6 í Kópavogi. Skóli: Salaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, smiðjur, náttúrufræði og frímínútur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Píta. Uppáhaldshljómsveit: Skóla- hljómsveit Kópavogs. Uppáhaldskvikmynd: Spirit (hestamynd). Fyrsta minning þín? Þegar sósan sem átti að fara á pitsuna sprautaðist í hárið á mér. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi djassballett, er í skátum og svo spila ég á klarinett. En svo langar mig að æfa hestaíþróttir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hestatemjari og bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að vera á berbaki og fara á stökk. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í hestasumarbúðir í Hestheimum, fór til Vestmannaeyja, til útlanda, á skátamót og í bústað. Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870 www.praxis.is • Fatnaður og skór fyrir fagfólkið Gæða bómullarbolir fyrir dömur og herra, stutterma og síðerma, í mörgum fallegum litum. ...Þegar þú vilt þægindi Mikið úrval af klossum Mikið úrval af fatnaði sem þolir hátt hitastig í þvotti, ótrúlega góð efni. Kíkið á praxis.is iblb . s F obca e ok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.