Bændablaðið - 23.08.2018, Side 49

Bændablaðið - 23.08.2018, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. ágúst 2018 49 Þessir vettlingar eru þéttir og hlýir fyrir veturinn. Eskimo garnið frá Drops er einnig tilvalið til þæfingar. Stærð: S/M – L/XL. Garn: Drops Eskimo - 100 gr í allar stærðir litur nr. 53, ljósgrár. Prjónar: Sokkaprjónar nr 6 og 7 eða sú stærð sem þarf til að fá 12L = 10 cm á prjóna nr 7 MYNSTUR: Umferð 1: *1 sl, 1 br*, endurtakið frá *-*. Umferð 2: sl yfir allar lykkjur. VINSTRI VETTLINGUR: Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp 26-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með Eskimo. Prjónið stroff *1 sl, 1 br* í 5 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 7 og prjónið 1 umf slétt og fækkið lykkjum í = 24-28 lykkjur. Prjónið nú þannig: 12-14 lykkjur slétt, 12-14 lykkjur mynstur – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er prjónað op fyrir þumal í næstu umf: Prjónið 7-8 lykkjur, setjið næstu 5-6 lykkjur á band, prjónið út umf = 19-22 lykkjur. Í næstu umf eru fitjaðar upp 5-6 lykkjur yfir lykkjur á bandi = 24-28 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19½-20½ cm. Fellið síðan af þannig: Umf 1: *Prjónið 4-5 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 20-24 lykkjur (= 4 l færri). Umf 2 (og allar jafnar umf): Prjónið slétt. Umf 3: *Prjónið 3-4 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 16-20 lykkjur. Umf 5: *Prjónið 2-3 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 12-16 lykkjur. Umf 7: *Prjónið 1-2 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 8-12 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 24-26 cm á hæðina. ÞUMALL: Stykkið er prjónað í hring. Setjið til baka þær 5-6 lykkjur af bandi yfir á prjóna nr 7, prjónið upp 5-6 nýjar lykkjur meðfram opi = 10-12 lykkjur sem er skipt niður á sokkaprjóna. Haldið áfram með slétt prjón hringinn þar til þumallinn mælist ca 6-7 cm (mælt frá þeim stað þar sem lykkjur voru settar til baka á prjóninn). Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 slétt saman = 5-6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. HÆGRI VETTLINGUR: Er prjónaður eins og sá vinstri, nema gagnstætt, þ.e.a.s. að prjónaðar eru 12-14 lykkjur með mynstri fyrst í umf og síðan 12-14 lykkjur slétt prjón. Opið fyrir þumal er því prjónað þannig: Prjónið 12-14 lykkjur mynstur (byrjið á 1 l br), setjið næstu 5-6 lykkjur á band (= þumall), prjónið 7-8 lykkjur slétt prjón. Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Þéttir og hlýir vetrarvettlingar HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 1 5 5 3 1 3 2 7 6 6 5 3 2 9 4 2 6 8 2 1 5 7 7 6 9 4 1 1 7 3 8 4 7 Þyngst 7 9 6 3 2 5 4 8 4 7 1 8 4 5 1 6 5 2 9 6 3 2 9 2 5 4 7 1 8 3 5 9 4 7 3 6 1 5 5 9 7 1 4 7 1 2 8 6 7 4 1 8 3 2 6 1 2 9 3 2 7 8 1 4 5 1 8 7 6 3 7 9 2 8 4 5 6 7 Ætlar að verða hestatemjari og bóndi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Eva Rut Tryggvadóttir, 12 ára, hafði samband við ritstjórn Bændablaðsins og vildi gerast áskrifandi. Það er ekki á hverjum degi sem svo ánægjuleg áskriftarbeiðni berst þannig að ákveðið var að gefa Evu Rut áskriftina í það minnsta næsta hálfa árið. Eva Rut hefur alltaf haft mikinn áhuga á dýrum. Hún á langömmu og -afa í Grindavík sem eru með kindur og hefur hún því tekið virkan þátt í sauðburði og réttum frá því hún man eftir sér. Hún á eina kind hjá þeim sem heitir Gullbrá en hana dreymir um að eignast hest og hund. Nafn: Eva Rut Tryggvadóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Björtusalir 6 í Kópavogi. Skóli: Salaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, smiðjur, náttúrufræði og frímínútur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Píta. Uppáhaldshljómsveit: Skóla- hljómsveit Kópavogs. Uppáhaldskvikmynd: Spirit (hestamynd). Fyrsta minning þín? Þegar sósan sem átti að fara á pitsuna sprautaðist í hárið á mér. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi djassballett, er í skátum og svo spila ég á klarinett. En svo langar mig að æfa hestaíþróttir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hestatemjari og bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að vera á berbaki og fara á stökk. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í hestasumarbúðir í Hestheimum, fór til Vestmannaeyja, til útlanda, á skátamót og í bústað. Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870 www.praxis.is • Fatnaður og skór fyrir fagfólkið Gæða bómullarbolir fyrir dömur og herra, stutterma og síðerma, í mörgum fallegum litum. ...Þegar þú vilt þægindi Mikið úrval af klossum Mikið úrval af fatnaði sem þolir hátt hitastig í þvotti, ótrúlega góð efni. Kíkið á praxis.is iblb . s F obca e ok

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.