Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 7 LÍF&STARF Mesti kynbótahrúturinn Að Dreka standa sterkar ættir sem byggja á hinni öflugu fjárrækt heima í Hriflu í bland við ýmsa af fremstu kynbótahrútum landsins. Bæði faðir hans og móðurfaðir hafa verið heiðraðir sem úrvalsgripir sæðingastöðvanna en Dreki er sonur Grábotna 06-833 frá Vogum 2 og dóttursonur Borða 08-838 frá Hesti. Þá þarf ekki að rekja ættir hans langt aftur til að finna þá Hyl 01-883 og Svaða 94-998 og má því segja að talsvert „Hestsblóð“ renni um æðar Dreka. Dreki var valinn til notkunar á sæðingastöð sumarið 2015. Hann fékk strax góðar viðtökur hjá bændum vítt og breitt um landið og hefur ávallt verið í hópi mest notuðu stöðvahrútanna þá fjóra vetur sem hann hefur þjónað þar. Samkvæmt Fjárvís.is hafa verið skráðar um 4.400 sæddar ær við Dreka. Mögulega getur sá hópur átt eftir að stækka en Dreki er enn við ágæta heilsu. Afkvæmi Dreka eru jafnan þroskamikil, bollöng með þykkan bakvöðva, góð lærahold og hóflega feit. Hann stendur nú í 110 stigum fyrir gerð samkvæmt BLUP kynbótamati og 115 stigum fyrir fitu. Sem ærfaðir hefur hann reynst ákaflega farsæll. Dæturnar eru ríflega í meðallagi frjósamar en styrkleiki þeirra fellst þó öðru fremur í frábærri mjólkurlagni. Fyrir þann eiginleika skartar hann 114 stigum sem er framúrskarandi gott fyrir svo mikið reyndan hrút en matið byggir á uppgjöri fyrir 855 dætur. Ættbogi Dreka er orðinn gríðarstór. Framleiðsluárið 2018 átti hann um 340 syni í notkun á landinu og er því í hópi þeirra hrúta sem eiga hvað flesta syni í notkun um þessar mundir. Þá hafa tveir synir hans þjónað á stöðvunum, þeir Drangi 15-989 frá Hriflu og Fáfnir 16-995 frá Mýrum 2,“ segir í umsögn faghópsins. Dreki og Mávur eru verðlauna- hrútar sæðingastöðvanna Á opnum fagráðsfundi í sauðfjárrækt sem haldinn var í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars voru ræktendum þeirra sæðinga­ stöðvahrúta sem skarað hafa fram úr veitt verðlaun. Dreki frá Hriflu (13­953) í Þingeyjarsveit var útnefndur besti reyndi kynbótahrúturinn og Mávur frá Mávahlíð (15­990) í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi var valinn besti lambafaðirinn. Fyrir Dreka tóku þau Vagn Sigtryggsson og Margrét Snorradóttir á móti verðlaunum, en fyrir Máv þau Herdís Leifsdóttir og Emil Freyr Emilsson. Sæðingastöðvarnar gefa verðlaunin en faghópur sauðfjárræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins velur hrútana út frá árangri þeirra. Það var Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti skilyrðin sem stuðst var við þegar bestu hrútarnar eru valdir og afhenti verðlaunin. Árni Brynjar Bragason, sem er í faghópnum ásamt Lárusi G. Birgisson og Eyjólfi Ingva Bjarnasyni og Eyþóri, fór svo yfir rökstuðninginn fyrir vali hans. /smh Varla er annað tækt en að birta annan þátt úr „Bændarímu í Svarfaðar dalshreppi“ eftir Harald Zophoníasson frá Jaðri við Dalvík. Þó nokkuð sé umliðið frá því þetta var kveðið, er enn í dag að finna ábúendur í dalnum sem eru beinir afkomendur þeirra ábúenda sem ríman var ort til. Vísur þessa þáttar eru ortar undir öðrum hætti en fyrri þátturinn, því nú er ort undir ferskeyttum hætti: Fyrsta þá í þulu brags Þverá góða nefni. Býr í skjóli heillahags Helgi þar við efni. Hagur vel, með góðlátt geð geira- skemmtir höðum, Sveinbjörn blóma bestum með býr á Hreiðarsstöðum. Á æskuskeiði Ingimar ötull, lund með glaða, byggir kátur, keppinn, snar, kotið-Hreiðarsstaða. Næstan Ármann nefna má, nýtum gæddan burðum. Heldur bjóður seima sá sæmdarbú á Urðum. Vel er látinn lýðum hjá lundur plátu glaður; situr státinn Auðnum á Ágúst, kátsinnaður. Vinnuiðinn, hugarhreinn, hatar styggð og reiði, góður smiður, glaður Sveinn gætir bús á Skeiði. Rögnvaldur með ráðin snör rétt að mörgu hyggir. Smár að vexti vopnabör vel í Dæli byggir. Unir Vigfús amafrí -orð fer gott af halnum- frjáls á Þverá frammi í fagra Skíðadalnum. Ei skal grenna óðarþátt, orðin renna hröð af munni, breyti ég enn um bragarhátt byrja senn á nýhendunni. Árni ósjúkur, sinnisrór, svalt þó fjúki lífsins veður. Býr á Hnjúki baugaþór blíðri dúka eyju meður. Í Hofsárkoti hringagrér, heiðursdrengur, sannur, valinn, stilltur vel og sterkur er Stefán fyrir búi talinn. Öruggt heldur, hugprúður á Hofsá- rétt við iðu strauma -þróttarefldur Þorleifur þrekinn bús um stjórnartauma. Dýrrar sæmdar klæddur kjól Kristján gleður landsins mengi. Hann á bröttum Brautarhól búið hefur vel og lengi. Iðinn, lengi yrkir frón, auðugur af þjóðarlofi, góður drengur, glaður Jón Gíslasonur, býr á Hofi. Hánefsstaða húsbóndinn heitir Pétur-greinir baga-. Vel hann styður velgengnin. Verði svo um alla daga. Á Sökku stundar sæmdarbú, -sýnu að hlúir móðurfróni- Gunnlaugur með góðri frú. Gæfan holl þeim báðum þjóni. Hlíðum fjalla háum nær, heimsins fjarri tízku-glamri, bú sitt stundað stilltur fær sterkur Gunnlaugur á Hamri. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Dreki 13-953 frá Hriflu. Mynd / Sigurjón Einarsson 221MÆLT AF MUNNI FRAM Mávur 15-990 frá Mávahlíð. Mynd / Herdís Leifsdóttir Árni Brynjar fer yfir rökstuðninginn fyrir vali faghópsins á besta lambaföðurnum. Myndir / smh Besti lambafaðir sæðingastöðvanna Valið á Mávi byggir á niðurstöðum úr lambaskoðunum og kjötmati haustið 2018. „Mávur er sonur Blika 12-001 frá Mávahlíð sem var sonur Gosa 09-850 frá Ytri-Skógum. Móðir hans Dröfn 12-008 var tvílembd gemlingur síðan þrisvar verið þrílembd annars tvílembd og er með 6,9 í afurðaeinkunn. Tíu af fimmtán lömbum hennar hafa verið valin til lífs. Dröfn er dóttir Hróa 07-836 frá Geirmundarstöðum. Mæður foreldra Mávs rekja uppruna sinn að miklu leyti í þá öflugu hjörð sem verið hefur í Mávahlíð í áratugi. Þar er þó einnig skammt í stöðvahrúta s.s. Abel 00-890 frá Ósabakka, Túla 98-858 frá Leirhöfn og Þrótt 04-991 frá Staðarbakka. Mávur var fenginn til notkunar á sæðingastöðvunum haustið 2017 að aflokinni afkvæmarannsókn fyrir úrvalshrúta á Snæfellsnesi sem fram fór að Gaul í Staðarsveit. Mávur sýndi þar mjög skýra yfirburði sem lambafaðir. Mávur hefur verið tvo vetur í notkun á stöðvunum og bæði árin verið meðal þeirra hrúta sem bændur hafa sótt mikið í að nota. Afkvæmi Mávs er ákaflega jafnvaxin og sameina afar vel góða gerð, hóflega fitu og ágætan vænleika. Allmörg þeirra hafa erft hreinhvíta og kostaríka ull föður síns og hann því einnig öflugur kynbótahrútur hvað ullargæði varðar. Mávur stendur nú í 116 stigum í kynbótamati fyrir gerð og 118 stigum fyrir fitu. Í uppgjöri fjárræktarfélaganna 2018 fær hann 119 í fallþungaeinkunn fyrir afkvæmi sín. Mávur er frábær lambafaðir gagnvart öllum helstu eiginleikum sem horft er til við líflambaval og ber með sóma nafnbótina „besti lambafaðirinn“ framleiðsluárið 2018,“ segir í umsögn faghópsins. Páll Stefánsson frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands, Árni Brynjar Bragason, Herdís Leifsdóttir, Emil Freyr Emilsson og Eyþór Einarsson. Árni Brynjar Bragason, Eyþór Einarsson, Vagn Sigtryggsson, Margrét Snorradóttir og Páll Stefánsson frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.