Bændablaðið - 14.03.2019, Side 33

Bændablaðið - 14.03.2019, Side 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 33 Um er að ræða frábærar fjölnotavélar með 1200 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Á MultiOne 6.3 SD situr stjórnandi í aftari hluta þessara lipru og sveigjanlegu véla. Vélarnar afhendast með skóflu, 184 kg aukaballest að aftan og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager MultiOne 6.3 SD liðléttinga sveitarfélög í fremstu röð hvað varðar sorpflokkun á upprunastað. Það má kannski geta þess að Bláskógabyggð er í samstarfi með nokkrum nágrannasveitarfélögum varðandi verkun á seyru úr rotþróm, en það er mjög flott verkefni og umhverfisvænt.“ Ekki stemning fyrir sameiningu Bláskógabyggð er sameinað sveitarfélag, sem varð til árið 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga í eitt, það voru Biskupstungnahreppur, Laugardals­ hreppur og Þingvallasveit. Ásta segir ekki mikla umræðu um sameiningarmál og reiknar ekki með að það verði miklar sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu á allra næstu árum. „Það var farið í heilmikla vinnu 2017–2018 við að skoða kosti og galla þess að sameina alla sýsluna í eitt sveitarfélag, en mér finnst eins og andrúmsloftið eftir síðustu kosningar sé þannig að það sé ekki líklegt að það verði einhver sameiningarhrina. Rétt er þó að hafa í huga að ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt áherslu á sameiningar og innan tíðar verða kynntar tillögur sem hafa fengið umfjöllun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi framlög til sveitarfélaga sem geta virkað sem hvatning til sameiningar í ákveðum tilvikum,“ segir Ásta. Ungmenna- og tómstundabúðir á Laugarvatni Laugarvatn er eitt af þorpunum í Bláskógabyggð þar sem alltaf eitthvað nýtt er að gerast, Ásta er stolt af því verkefni. „Já, það er mjög áhugavert verkefni að fara af stað í húsinu sem áður hýsti gömlu heimavist íþróttakennaraskólans, en þar mun UMFÍ opna ungmenna­ og tómstundabúðir næsta haust. Sveitarfélagið leigir UMFÍ húsið og er nú verið að vinna á fullu við endurbætur á því til að geta tekið við um 80 grunnskólabörnum í viku hverri næsta vetur. Með þessu verður líka betri nýting á íþróttamannvirkjum Bláskógabyggðar á Laugarvatni og vonandi skapast tækifæri til að nýta húsakynnin um helgar, t.d. fyrir æfingabúðir íþróttafélaga.“ Þá má geta þess að nýlega var líka sett á stofn rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni en það er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og samgöngu­ og sveitarstjórnarráðuneytisins, auk þess sem þar er aðsetur Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, sem hefur rannsóknir á landnotkunarmálum að meginviðfangsefni. „Það skiptir miklu máli að hafa þessa starfsemi og vonandi getur byggst meira upp í kringum þetta. Það er líka svolítið um það að sjálfstætt starfandi sérfræðingar nýti skrifstofuaðstöðu hjá Háskólanum og eykur það enn frekar fjölbreytnina,“ segir Ásta. Ferðamönnum fækkar ekki Ferðaþjónusta er Bláskógabyggð mjög mikilvæg enda er sveitarfélagið með fjölmennustu ferðamannastaði landsins hjá sér eins og Gullfoss, Geysi, Þingvelli, Skálholt, Friðheima og fleiri staði. Hvernig er staðan í greininni að mati Ástu? „Ég held að þó svo að það kunni að draga úr fjölgun ferðamanna, eða þeim fækka eitthvað, þá verði þetta svæði áfram eitt af þeim sem flestir ferðamenn sækja heim. Hér á svæðinu virðist ekki vera fækkun ferðamanna í janúar í ár miðað við janúar í fyrra. Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg fyrir samfélagið hérna, bein og afleidd störf eru gríðarlega mörg. Íbúar eru yfirleitt sáttir við ferðamannastrauminn, þeir vita að ferðaþjónustan hefur mikil áhrif á atvinnulífið. Það er helst að þessi gífurlega mikla aukning á umferð á vegunum hérna valdi fólki áhyggjum.“ Margar einbreiðar brýr Á síðasta ári var gert heilmikið átak í að laga vegi sem voru algerlega að niðurlotum komnir í Bláskógabyggð. Á næstunni hefjast svo framkvæmdir við Reykjaveginn, sem er mikilvæg samgönguæð, sem tengir byggðirnar í uppsveitunum. „Við fögnum þessu, en það er svo margt annað sem þarf að laga. Það eru til dæmis margar einbreiðar brýr í sveitarfélaginu, og sú umferðarmesta á landsvísu eru á Tungufljóti á milli Gullfoss og Geysis. Það væri ekki mikill vandi að eyða einhverjum milljörðum í vegabætur hér í uppsveitunum.“ Vilja ekki þjóðgarð á miðhálendinu Nú berst tal okkar Ástu að hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu, sem hafa verið kynntar, þar kæmi Bláskógabyggð að málum. Hvernig líst henni og íbúum sveitarfélagsins á hugmyndina? „Það verður að segjast eins og er að við erum ekki mjög hrifin af þessum áformum. Bændur hér um slóðir hafa lagt mikinn metnað í að huga vel að afréttinum sínum. Þeir hafa t.d. unnið að uppgræðslu um árabil, kortlagt og merkt reiðleiðir, allt í sjálfboðavinnu, og óttast það að miðstýring „að sunnan“ verði ekki til góðs fyrir svæðið. Það hefur líka ekki verið að öllu leyti góð reynsla af fyrirkomulaginu í Vatnajökulsþjóðgarði og ekki fýsilegt að taka það upp fyrir svona gríðarlega stórt svæði, allt að 40% af flatarmáli Íslands, ef hugmyndir ná fram að ganga.“ Sveitastelpa alin upp í sveit Ásta er alin upp í sveit því foreldrar hennar búa á Vestri­Grund, rétt austan við Stokkseyri, og þar bjuggu líka föðurforeldrar hennar en þau voru með blandaðan búskap, en nú er þar sauðfjárbúskapur. „Móðurforeldrar mínir bjuggu á Löngumýri á Skeiðum og þangað var ég sveitastelpan send í sveit, þar var líka blandaður búskapur og útiræktun, ræktað grænmeti og sumarblóm. Afi keypti garðyrkjustöð við Selfoss þegar ég var tæpra 10 ára, og ég hætti þá að fara í sveit að Löngumýri, en vann hjá honum á sumrin og í páskafríum,“ rifjar Ásta upp. Hún segist vera búin að hitta marga bændur í nýja starfinu og á eftir að hitta fleiri, það sé mikilvægt fyrir samfélag eins og í Bláskógabyggð að landbúnaðurinn sé öflugur. „Svo er það líka mikilvægt fyrir okkur öll sem búum í þessu landi að hér séu framleiddar heilnæmar landbúnaðarvörur,“ segir hún. Fullt af tækifærum fram undan Að lokum er Ásta spurð hvernig sumarið leggist í hana og íbúa Bláskógabyggðar? „ Við erum mjög bjartsýn, sjáum fullt af tækifærum fram undan. Eitt af því sem er á döfinni í sumar er að hefja lagningu á ljósleiðara. Við erum reyndar með mörg verkefni á framkvæmdaáætlun hjá sveitarfélaginu, til dæmis er fram undan talsverð fjárfesting hjá öllum veitum sveitarfélagsins, auk gatnagerðar sem áður er getið og leikskólabyggingarinnar. Við munum líka fara í talsvert átak í frágangi göngustíga og sinna viðhaldi fasteigna. Áætluð nettófjárfesting í innviðum sveitarfélagsins á árinu 2019 er fyrir um 488 milljónir króna, sem gerir um 437 þúsund á íbúa. Það er mun hærra en í nokkru sveitarfélagi í Árnessýslu, flest eru með fjárfestingar fyrir um 115–195 þúsund á íbúa, nema Árborg sem áætlar að fjárfesta fyrir um 240 þúsund á íbúa, sem er þó nærri tvöfalt lægra en Bláskógabyggð. Það verður því í nógu að snúast hjá okkur.“ /MHH „Tvær úr tungunum“ er skemmtileg sveitahátíð sem haldin er í Bláskógabyggð á hverju sumri. Hér er Helgi Kjartansson, núverandi oddviti, að reyna sig í mjólkurbrúsaþraut 25. ágúst 2012. Fimmtudaginn 7. mars síðastliðinn var stór stund á Laugarvatni en þá skrifuðu oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson (t.v.) og Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands, undir 10 ára samning um starfsemi ungmenna og tómstundabúða UMFÍ á Laugarvatni. Búðirnar voru áður á Laugum í Sælingsdal í 14 ár en samningurinn var útrunninn og ákvað UMFÍ að færa starfsemina á Laugarvatn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.