Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 20198
FRÉTTIR
Sauðfjárbændur samþykktu
ný verið breytingarnar á samn
ingnum sínum við ríkið með
68,12% greiddra atkvæða. Alls
voru 2.297 á kjörskrá en atkvæði
greiddu 1.035, eða 45%, 705
aðilar samþykktu en 313 höfnuðu
samkomulaginu. 17 tóku ekki
afstöðu.
Oddný Steina Valsdóttir,
fyrrverandi formaður Lands
sambands sauðfjárbænda, segir
gott að samningunum sé lokið og
jákvætt að niðurstaðan hafi verið
afgerandi og þeirri óvissu eytt og
nú sé hægt að fara að vinna eftir
niðurstöðunni. „Í samningnum eru
ýmis atriði sem skipta okkur máli
inn í framtíðina eins og liðurinn um
framleiðslujafnvægi. Ef við notum
ákvæðið rétt getur það komið í
veg fyrir krappar markaðsdýfur
eða að minnsta kosti dregið úr
þeim og haldið meira jafnvægi í
afkomu sauðfjárbænda og tryggt
rekstraröryggi þeirra til framtíðar.“
Tilfærsla á greiðslum
„Í samningnum er dregið úr
framleiðsluhvata. Skoðanir bænda
voru hvað skiptastar um tilfærslu á
fjármagni á milli liða og það er svo
sem ekki nýtt deiluefni. Ég tel í því
sambandi að við þurfum áfram að
horfa til þess og einbeita okkur að því
að jafna stöðu sauðfjárbænda. Gert
er ráð fyrir því í samkomulaginu.“
Oddný segist trúa því að í gegnum
samninginn sé hægt að vinna að
auknum jöfnuði og mikilvægt að
stefnt verði að því hvar sem bændur
standa innan kerfisins.
Nauðsynlegt að hagræða í
afurðakerfinu
„Helsti ókostur samningsins er að
í honum er hvergi talað inn í eða
tekið beint á stöðunni eins og hún
er í dag eða því afleita afurðaverði
sem bændur búa við. Við fengum til
dæmis ekki í gegn aðgerðir sem snúa
að afurðageiranum þrátt fyrir að það
séverið að vinna í því máli áfram.
Að mínu mati verða afurða
stöðvarnar að fara á undan í því máli
og horfa betur til þess hvernig má
hagræða frekar á þeim vígstöðvum
því afurðakerfið er sá hluti sem er
óhagkvæmastur í framleiðsluferlinu
í dag.“
Byggja þarf upp
samkeppnishæfni
afurðastöðvanna
„Bændur hafa lengi verið samkeppnis
hæfir gagnvart heimsmarkaðsverði.
Afurðastöðvarnar hér á landi eru
mjög lítil fyrirtæki sem núna standa
frammi fyrir samkeppni við mjög
stór erlend fyrirtæki sem búa við allt
aðrar aðstæður en eru hér á landi.
Stjórnvöld verða því að koma til
móts við og bæta þann jarðveg sem
afurðastöðvarnar búa við á sama
tíma og stöðvarnar byggja upp sína
samkeppnishæfni sem að mínu
mati byggir á gæðum og sérstöðu
íslenskra landbúnaðarvara,“ segir
Oddný Steina Valsdóttir, fráfarandi
formaður Landssambands
sauðfjárbænda. /VH
Kosið um breyttan sauðfjársamning við ríkið:
Niðurstaðan afgerandi
og eyðir óvissu
– segir Oddný Steina Valsdóttir, fráfarandi formaður
Nærri helmingur af heyinu
sem sent var frá Íslandi til
Noregs í haust er enn óselt og
hafa innflutningsaðilar í Noregi
áhyggjur af stöðu mála.
Vegna mikilla þurrka síðasta
sumar í Noregi, sem leiddi til
fóðurkrísu þar í landi, var ákveðið
að flytja inn hey frá Íslandi til
bænda í SuðurNoregi. Sam
vinnufélög bænda þar í landi,
Tine, Felleskjøpet Agri og Nortura,
fluttu inn 30 þúsund heyrúllur með
gróffóðri frá Íslandi en nú þurfa
félögin að bregðast við heldur minni
sölu en áætlað var. Um 13 þúsund
heyrúllur liggja nú enn óseldar við
hafnarsvæði í Mæri og Raumsdal.
Heyið sagt gott að gæðum
Svæðisstjóri Felleskjøpet Agri
í Mæri og Raumsdal segir að
ákveðið hafi verið að kaupa heyið
af öruggu svæði og sem hefur
álíkt dýraheilbrigði og í Noregi.
Undanfarnar vikur hafi selst
töluvert af heyinu sem sé gott að
gæðum.
Á samfélagsmiðlum hafa margir
látið gamminn geisa og hafði einn
hestaeigandi á orði í innleggi á
dögunum:
„Það er ótrúlega sorglegt að
heyið hafi ekki komist til þeirra
sem þurfa mest á því að halda. Þetta
hjálpar lítið fyrir bændur í Norður
og SuðurNoregi þegar fóðrið
liggur við höfn á vesturlandinu.“
Hestaeigandinn hefur þá skoðun
að verðið á fóðrinu sé aðalástæða
dræmrar sölu því það sé töluvert
dýrara en að kaupa það beint af
bændum á Íslandi.
Rúllan á 24.200 krónur
til bænda í Noregi
Verðið á heyrúllu afhent við höfn á
Íslandi var 12.600 krónur íslenskar
en Felleskjøpet Agri selur rúlluna
til bænda í Noregi á 24.220 krónur
íslenskar. /Bondebladet - ehg
Erfitt að selja íslenskar heyrúllur
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar
gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu
í fyrstu. Mynd / Felleskjøpet Agri
Afkoma landbúnaðarins 2016-2018 Á verðlagi hvers árs, millj.kr.
% breyting milli
2017 og 2018
Virði afurða nytjaplönturæktar 16.121 16.691 16.282 -2,5
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt 118 604 651 7,8
Virði afurða búfjárræktar 42.538 42.039 42.241 0,5
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt 10.574 11.598 11.734 1,2
Tekjur af landbúnaðarþjónustu 334 293 303 3,4
Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi 4.084 3.749 3.855 2,8
Heildarframleiðsluvirði 63.077 62.772 62.680 -0,1
Kostnaður við aðfanganotkun 40.674 40.342 40.604 0,6
Vergt vinnsluvirði 22.403 22.430 22.076 -1,6
Afskriftir fastafjármuna 5.554 6.275 6.275 0
Hreint vinnsluvirði 16.849 16.154 15.801 -2,2
Aðrir framleiðslustyrkir 186 205 189 -7,8
Aðrir framleiðsluskattar 0 0 0 ..
Þáttatekjur 17.035 16.359 15.989 -2,3
Launakostnaður 6.186 6.511 6.661 2,3
Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur 10.849 9.848 9.328 -5,3
Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða 235 169 .. ..
Fjármagnsgjöld 4.469 4.303 .. ..
Fjáreignatekjur 184 198 .. ..
*Áætlað
Tafla / Hagstofa Íslands
2016 2017 2018*
Framleiðsluvirði landbúnaðarins
helst nær óbreytt milli ára
Hagstofa Íslands hefur gefið út
tölur um afkomu landbúnaðarins
fyrir síðasta ár og borið saman
við síðustu tvö ár þar á undan.
Um áætlaðar tölur er að ræða.
Heildarframleiðsluvirði greina
landbúnaðarins stendur í stað á
milli áranna 2017 og 2018, áætlað
er að það hafi lækkað um 0,1
prósent.
Framleiðsluvirði landbúnaðarins
er samkvæmt áætluninni 62,7
milljarðar á grunnverði á síðasta
ári, að meðtöldum vörustyrkjum en
frátöldum vörusköttum. Lækkunina
segir Hagstofan að rekja megi til 3,3
prósenta minna framleiðslumagns
og 3,3 prósenta verðhækkunar
miðað við árið á undan.
Virði afurða búfjárræktar
hækkaði örlítið á síðasta ári og er
áætlað 42,2 milljarðar króna, þar
af vörutengdir styrkir og skattar
um 11,7 milljarðar króna. Virði
afurða nytjaplönturæktar lækkar
hins vegar lítillega samkvæmt
áætluninni og er 16,3 milljarðar,
þar af vörutengdir styrkir og skattar
651 milljón króna. Aðfanganotkun
landbúnaðarins í heild er áætluð
40,6 milljarðar árið 2018 sem
þýðir aukningu um 0,6 prósent
frá fyrra ári. Breytingu á notkun
aðfanga má rekja til 5,7 prósenta
magnlækkunar og 6,8 prósenta
hækkunar á verði.
Ítarlegra talnaefni um fjárhags
lega afkomu landbúnaðarins má
finna á vef Hagstofu Íslands, undir
talnaefni. /smh
Virði afurða búfjárræktar hækkaði örlítið á síðasta ári og er áætlað 42,2
milljarðar króna. Mynd / smh
Já, ég samþykki samkomulagið
68%
Nei, ég hafna
samkomulaginu
30%
Ég tek ekki
afstöðu 2%
Atkvæðagreiðsla um breytingar á sauðfjársamningi
Sauðfjárbændur samþykktu nýverið breytingarnar á samningnum sínum
við ríkið með 68,12% greiddra atkvæða.
Oddný Steina Valsdóttir, fráfarandi
formaður Landssambands sauðfjár-
bænda. Mynd / HKr.
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar:
Skólamötuneyti noti íslenskt hráefni
Aðalfundur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar sem haldinn var
í Hlíðarbæ nýverið skoraði á
allar bæjar og sveitarstjórnir
í Eyjafirði að beita sér fyrir að
mötuneyti grunn og leikskóla á
þeirra vegum noti sem mest af
íslensku hráefni.
Í greinargerð með áskorun BSE
segir að eðlilegt sé að sveitarfélög
setji sér þá stefnu að nota sem mest af
íslensku hráefni í skólamötuneytum.
Þannig fái nemendurnir hollan mat
og um leið sé hægt að auka vitund
þeirra á íslenskri framleiðslu og
gildi hennar fyrir samfélagið, hollu
mataræði og síðast en ekki síst
umhverfismálum. Matur úr heima
héraði/landi sem ræktaður er með
heilnæmum hætti, án allra hormóna
og eiturefna, fer mun betur með
umhverfið, svo ekki sé talað um
fótsporið sem flutningurinn skilur
eftir sig á innfluttum matvælum.
„Við Eyjafjörð er mjög öflugur
landbúnaður sem og sjávarútvegur
og því ætti þetta að vera keppikefli
og það eflir um leið samfélagið
að matarinnkaup séu sem mest
úr heimahéraði,“ segir í áskorun
BSE til bæjar og sveitarstjórna í
Eyjafirði. /MÞÞ