Bændablaðið - 14.03.2019, Page 9

Bændablaðið - 14.03.2019, Page 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 9 Rekstur Búnaðarsambands Eyja­ fjarðar er í ágætu jafnvægi, niður­ staða ársreiknings fyrir árið 2018 er jákvæð um 1,8 milljónir króna eftir að reiknuð hafði verið jákvæð skattaleg tekjufærsla vegna endurmats eigna. Þetta kom fram á aðalfundi BSE sem haldinn var í Hlíðarbæ í liðinni viku. Stjórn félagsins er óbreytt og Gunnhildur Gylfadóttir, Steindyrum var endurkosin sem formaður. Guðmundur Bjarnason, Svalbarði, sem hefur verið búnaðarþingsfulltrúi í áratug, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Hermann Ingi Gunnarsson í Klauf kosinn í hans stað. Erindi á fundinum héldu Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður BÍ, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Baldur H. Benjamínsson, sem voru með kynningu á störfum nefndar skipaðri af BÍ um endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins. Einar Ófeigur fór yfir það sem hefur verið efst á baugi hjá sam­ tökunum. Þar má nefna vinnu við samninga við ríkið sem verið er að endurskoða þessa dagana, baráttu um að standa vörð um búfjár­ og lýðheilsu vegna fyrirhugaðs afnáms frystiskyldu ásamt fleiru. Einnig kom fram hjá Einari að fjárhagur BÍ er þungur, m.a. vegna þess að það vantar nokkuð upp á að bændur séu allir að standa undir hagsmunabaráttunni með félagsaðild að BÍ. Jóna Björg og Baldur Helgi greindu frá að við vinnu félagsmála­ nefndarinnar væri í upphafi verið að skoða hvernig danskur landbúnaður byggir upp sitt félagskerfi, en þar eiga afurðastöðvar og fleiri hagsmunaaðilar aðild að heildar sam­ tökunum gegn ákveðinni greiðslu. Á fundinum voru lagðar fram og samþykktar 10 tillögur auk fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. /MÞÞ MEIRIHÁTTAR MARS Í FÓÐURBLÖNDUNNI 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR25% ÚTSALA AFSLÁTTUR 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR 15% ÚTSALA AFSLÁTTUR ALL MIN STEINEFNABLANDA STALDREN OG SAG 18 KG STEINAR & STAMPAR ALLIR STAMPAR OG SALT- STEINAR SEM VIÐ BJÓÐUM UPP Á ERU Á TILBOÐI HJÁ OKKUR 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR LÝSI OG KETOGLYK EINNIG VERÐA AFSLÆTTIR Á EFTIRTÖLDUM VÖRUM: 20% JÚGURSMYRSL JÚGURSMYRSL M. JOÐI 35% HALAMID SÓTTHREINSIDUFT NÝTT AFSLÁTTUR 10% MILLJÓNABLANDA SAUÐFJÁRBLANDA AFSLÁTTUR FB Selfoss Austurvegur 64a 5709840 FB Hella Suðurlandsvegur 4 5709870 FB Hvolsvöllur Ormsvöllur 2 5709850 FB Reykjavík Korngarðar 12 5709800 www.fodur.is ÖLL TILBOÐ GILDA EINNIG Í VEFVERSLUN HNOKKI OG ÞOKKI HUNDA OG KATTAMATUR LIFELINE Tilboðið gildir út 29.mars 2019 Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Gunnhildur Gylfadóttir endurkjörin formaður Gunnhildur Gylfadóttir, Steindyrum var endurkjörin sem formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Fjármunum til kolefnisbindingar verði fundinn farvegur í rammasamningi um landbúnað Á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var í liðinni viku, var því beint til samningsaðila rammasamnings um landbúnað, að fjármunum til átaks í kolefnisbindingu verði fundinn farvegur í framan­ greindum samningi. Aðgerðaáætlun í loftslags­ málum var kynnt í september síðastliðnum og í henni kemur fram að í fjármálaáætlun 2019­2023 hafi verið tryggðir 6,8 milljarðar króna sem verði varið til aðgerða í þágu loftslagsmála. Aðgerðaáætlunin skiptist í fjóra kafla: orkuskipti í vegasamgöngum, orkuskipti í öðrum geirum en vegasamgöngum, átak í kolefnisbindingu og bættri landnotkun og aðrar aðgerðir. Átak í kolefnisbindingu snýr nær alfarið að landbúnaði; skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Aðrar aðgerðir til að draga úr losun snerta landbúnaðinn einnig í gegnum minni notkun á tilbúnum áburði og bætta nýtingu búfjáráburðar. Skilvirkasta meðferð fjármuna til þessara verkefna er að þeim verði alfarið fundinn farvegur í gegnum rammasamning um landbúnað við endurskoðun hans sem fara skal fram á yfirstandandi ári, skv. 20. gr. samningsins. /MÞÞ Aðgerðaráætlun til að minnka plast notkun Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar beindi því til Bændasamtaka Íslands að á vettvangi samtakanna verði unnin aðgerðaráætlun sem hafi að markmiði að draga verulega úr plastnotkun í landbúnaði á Íslandi. Fram kemur í ályktun frá fundinum á liðnu ári, 2018 hafi verið flutt inn tæplega 1.700 tonn af rúlluplasti, sem er uppistaðan í plastnotkun landbúnaðarins. Til samanburðar voru á síðasta ári flutt inn rúmlega 180 tonn af einnota burðarpokum, sem mikil áhersla er lögð á að hætta notkun á. Ýmis afurðasölufélög landbúnaðarins hafa einnig gert breytingar á umbúðum til að draga úr plastnotkun. Á skömmum tíma hefur umræða um umhverfismál um allan heim snúist mjög öndverð gegn plasti sem einni mestu umhverfisvá samtímans. Því er mikilvægt að samtök bænda marki skýra stefnu um að draga verulega úr notkun þess og kanni hvaða leiðir séu vænlegastar í því efni. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.