Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 10

Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201910 FRÉTTIR Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi eins og hann hét þá var stofnaður á sumardaginn 1939. Á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019, verða því 80 ár liðin frá því að garðyrkjumenntun hófst formlega í landinu. Í dag er Garðyrkjuskólinn hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Starfsmannafélag Garðyrkjuskólans ætlar að blása í herlúðra á opnum degi í skólanum sumardaginn fyrsta. „Við segjum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það koma nánast allir sem tengjast garðyrkju á einn eða annan hátt í heimsókn til okkar sumardaginn fyrsta, hvort sem það er 80 ára afmæli eða ekki. Sumardagurinn fyrsti í ár verður auðvitað sérstaklega hátíðlegur núna út af afmælinu, forseti Íslands hefur t.d. boðið komu sína með alla fjölskylduna og svo eigum við von á einhverjum ráðherrum og fleira og fleira af góðu fólki,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. Miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum í Garðyrkjuskólanum í sumar því það á að endurbyggja garðskálann, sem er hjarta skólans. Þegar þeim framkvæmdum verður lokið í haust stendur til að boða til afmælissráðstefnu og meiri hátíðarhalda. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum, hluti í fjarnámi. /MHH Frá fjalli að gæðamatvöru – um meðferð sláturlamba og lambakjöts: Bæklingur sem stuðlar að betri lambakjötsafurðum Á opnum fagfundi sauðfjár­ ræktarinnar í Bændahöllinni þann 1. mars kynntu þeir Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, og Óli Þór Hilmarsson frá Matís, nýjan fræðslubækling um meðferð sláturlamba og lambakjöts. Tilgangurinn með útgáfunni var að taka saman atriði sem teljast til góðra framleiðsluhátta lambakjötsafurða; frá búi að sláturhúsi og í verslanir. Bæklingurinn er hugsaður fyrst og fremst fyrir bændur, en ætti að vera mjög gagnlegur neytendum líka og þeim sem koma að vinnslu og sölu lambakjöts. Óli Þór sagði við kynningu á bæklingnum á fagfundinum að bæklingurinn þyrfti að vera gagn sem gæti hjálpað fagfólki, sem kemur að þessum málum úr mismunandi áttum, að eiga betri samskipti sín á milli. Kemur í kjölfar umræðu í fagráðinu Eyþór segir að tilurð bæklingsins sé framhald af umræðu sem hefur verið í gangi í fagráði í sauðfjárrækt. „Við höfum viljað leggja áherslu á að standa vörð um kjötgæði í víðum skilningi og fagráð hefur ýtt af stað verkefnum í samstarfi við Matís sem ganga út á að fylgjast með stöðu mála er varða bragðgæði, bæði í tengslum við kynbætur og meðferð. Óli Þór hjá Matís hefur komið að mörgum svona verkefnum og hann átti í raun hugmynd að því að við tækjum saman fróðleik um góða framleiðsluhætti og kæmum því í aðgengilegt form. Hér förum við því yfir ferilinn frá því lambið kemur að fjalli og þar til varan er tilbúin til að fara í verslanir. Markmiðið er að leggja áherslu á góða framleiðsluhætti sem stuðla að því að hámarka gæðin. Það er mikilvægt að allir sem koma að þessari framleiðslukeðju hafi sem bestan skilning á öllu ferlinu því það þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef endaafurðin á að vera úrvalsvara, sem lambakjötið er jú að upplagi.“ Bæklinginn má nálgast hjá þeim Óla Þór hjá Matís, Eyþóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Unnsteini Snorra Snorrasyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. /smh Óli Þór Hilmarsson og Eyþór Einarsson kynna bæklinginn á fagfundi sauðfjárræktarinnar. Mynd / smh Forsíða bæklingsins. Farið yfir mat á fitustigi og flokkun lamba að hausti. Fitustig lamba má meta með átaki á síðu. Við flokkun lamba að hausti er æskilegt að bændur fari í gegnum lambahópinn þegar hann kemur heim og flokki lömbin. „Hægt er að fara ótal leiðir til að setja upp hindranir sem tryggja lýðheilsu og búfjárheilbrigði. Til dæmis með sölubanni á landbúnaðarvörum sem framleiddar eru við lakari aðbúnað en íslensk framleiðsla býr við,“ segir í greinargerð með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ í liðinni viku. Fundurinn skoraði á landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að herða enn frekar þær varnir sem Ísland mun beita vegna fyrirhugaðs afnáms frystiskyldu á innflutt kjöt. Tollaeftirlit og tollvernd verður að herða til muna og eðlilegt að við tökum það föstum tökum eins og önnur eylönd með góða sjúkdómastöðu, segir í ályktun BSE. Skýrt verði kveðið á um að aðbúnaður dýra og kröfur um sláturhús og kjötvinnslur ásamt sýnatökum verði ekki minni en hér á landi. „Mikilvægt er að farið verði af fullum þunga í þær aðgerðir sem tilgreindar eru í 12 liðum í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru,“ segir enn fremur. Einnig að unnið verði eftir skýrslu starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Matvælastofnun verði tryggt nægt fjármagn til að sinna öllu því aukna eftirliti sem innflutningur á landbúnaðarafurðum kallar á og almenningur á rétt á. Samkvæmt nýjum tölum frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu og Sóttvarnarstofnun Evrópu kemur fram að aukið sýklalyfjaónæmi mælist í bakteríum sem smitast á milli manna og dýra eins og salmonella og campylobacter. /MÞÞ Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Herða þarf varnir vegna afnáms frystiskyldu á innflutt kjöt 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar fagnað á Reykjum sumardaginn fyrsta „Hver er sérstaða íslensks land­ búnaðar?“ er yfirskrift opinnar ráðstefnu sem haldin verður í kjölfar ársfundar Bændasamtakanna á Hótel Örk í Hveragerði, föstu­ daginn 15. mars milli klukkan 13 og 16. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og um kvöldið verður Bændahátíð á Örkinni. Á ráðstefnunni mun Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, ræða um einstaka stöðu íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi. Á eftir honum kemur Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, sem fjallar um það hvernig talað er um lýðheilsu og matvælaframleiðslu. Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, fjallar um hvert lífræn framleiðsla er að stefna en á eftir henni koma þrír bændur og segja frá nýsköpun sem gengur út að markaðssetja sérstöðu okkar. Það eru þau Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli, sem framleiðir meðal annars repjuolíu og hafra og Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna. Í lokin mun Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi og bóndi í Gautavík, segja frá hvernig hefur gengið að selja búvörur beint til neytenda undir merkjum REKO. Tímarit Bændablaðsins Samhliða ársfundi BÍ gefa samtökin út Tímarit Bændablaðsins. Því er dreift til allra bænda í landinu og annarra áskrifenda í 8 þúsund eintökum. Í ritinu er fjallað um fjölbreytt mál sem tengjast landbúnaði, viðtöl, kynningar og annað efni. Bændahátíð um kvöldið Um kvöldið verður haldin bændahátíð þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi og dansað fram á nótt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, stýrir veislunni en meðal skemmtikrafta eru Sólmundur Hólm og Hjörtur Benediktsson. Feðginin Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinsson taka lagið og hljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. Hátíðin hefst kl. 20.00 en þeir sem eiga eftir að útvega sér miða eru beðnir að hafa hraðar hendur og skrá sig á vefsíðunni bondi.is eða hringja í síma 563-0300. /TB Ársfundur Bændasamtakanna haldinn á föstudag: Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.