Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 17

Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 17 verðmæti vöruútflutnings þeirra árið 2017 voru sjávarafurðir samanborið við 38% á Íslandi. Alls voru á árinu 2017 fluttar út vörur frá Grænlandi fyrir 66 milljarða íslenskra króna, þar af voru 63 milljarðar fyrir sjávarafurðir. Skiptingin var þannig að rækjan gaf 44% af heildinni, grálúða 23%, þorskur 10% og afgangurinn aðrar fisktegundir. Á Íslandi nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 197 milljörðum króna sama ár, þar af 44% fyrir þorskafurðir. Grænlendingar eru með gagnkvæma fiskveiðisamninga við aðrar þjóðir, svo sem Færeyinga, Norðmenn og Rússa, en einnig við Evrópusambandið sem fær fiskveiðiheimildir gegn því að veita Grænlendingum tollfríðindi. Þessi samningur gefur Grænlendingum samtals jafnvirði 6,3 milljarða íslenskra króna árlega, þar af er þriðjungur eyrnamerktur sem greiðsla fyrir fiskveiðiréttindin en tveir þriðju styrkur til menntamála. Veiðigjöld stórhækka Loks er svo að nefna að stjórnvöld í Grænlandi innheimta veiðigjöld af fiskafla sem eru mun hærri en tíðkast á Íslandi. Hinn 1. janúar 2018 tók gildi nýtt veiðigjaldakerfi sem gerir það að verkum að tekjur ríkisins af veiðigjöldum hafa stóraukist, að sögn Hilmars Ögmundssonar. Á árinu 2017 námu veiðigjöldin á Grænlandi rétt um 4,5 milljörðum íslenskra króna en bráðabirgðatölur fyrir árið 2018 gera ráð fyrir tæpum 7,3 milljörðum ISK. Að sögn Hilmars eru nú flestar fisktegundir gjaldskyldar sem hlutfall af útflutnings- og löndunarverðmæti, nema hvað veiðigjöld fyrir uppsjávarveiðar á makríl, loðnu, síld, kolmunna og gulllaxi eru enn þá föst krónutala fyrir hvert kíló. Verðdæmi Kverneland AD 5 skeri. Lokuð moldveri no. 28 .................. Verðdæmi Kverneland AD 5 skeri. Opin moldverpi no. 30 .................. Verðdæmi Kverneland 150S 4 skeri Variomat. Opin moldverpi ......... Verðdæmi Kverneland 150S 5 skeri Variomat. Opin moldverpi ......... verð án vsk verð án vsk verð án vsk verð án vsk 2,149,000 kr. 2,269,000 kr. 3,280,000 kr. 3,960,000 kr. FR U M - w w w .f ru m .is Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • Frostagata 2a • 600 Akureyri VERKIN TALA Þú nýtur góðs gengis Hafið samband við sölumenn Vélfangs og kynnið ykkur markvissar uppfærslur á búnaði Kverneland plóga. Bændur – verktakar – búnaðarfélög. Nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri. Nánari upplýsingar veita sölumenn Vélfangs Reykjavík og Akureyri AFMÆL IS AFSLÁT TUR Í tilefni af 140 ára afmæli Kverneland bjóðum við frábært tilboð á völdum Kverneland plógum. Sérbúnir plógar hlaðnir helstu nýjungum – Opin moldverpi – knock on oddar – hálmsköfur. Allir plógar afhentir samsettir á afgreiðslustað flutningsaðila í þinni heimabyggð. Til afhendingar nú þegar. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Sérpantanir í boði. • • • •

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.