Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201922 Í Amazon Go verslunum geta viðskiptavinir ekki greitt fyrir vörur með venjulegum peningum. Þar er einungis hægt að stunda viðskipti með því að skanna síma viðkomandi sem þá verður að vera tengdur bankareikningi þegar komið er inn og farið út úr verslununum. Myndir / Thesar Borgin Philadelphia í Bandaríkjunum: Fyrst borga til að banna peningalausar verslanir – Vill ekki mismuna íbúum sem ekki eru með bankareikninga eða greiðslukort Borgaryfirvöld í Philadelphiu í Bandaríkjunum hafa riðið á vaðið að bannað verslunum að stunda algjörlega peningalaus viðskipti. Ástæðan er mismunun borgaranna sem hafa ekki allir aðgang að bankareikningum eða kreditkortum. Peningalausum verslunum hefur verið að fjölga ört á liðnum misserum. Netverslunarkeðjan Amazon hefur t.d. verið að fjölga peningalausum verslunum sínum og sett upp fjölda Amazon Go outlets útsöluverslana víða um Bandaríkin. Þar er ekki hægt að versla nema með rafrænum millifærslum í gegnum síma. Hefur þessi rafeindaverslunarrisi opnað búðir í Seattle, San Francisco, í Chicago og fleiri borgum og fyrirhugað er að opna slíkar verslanir líka í New York. Viðskiptin í Amazon Go fara þannig fram að viðskiptavinir láta skanna símana sína um leið og þeir koma inn í verslanirnar og aftur þegar þeir fara út. Síðan velja þeir þær vörur sem hugurinn girnist og labba með þær út. Inni í versluninni fylgjast myndavélar með hvað viðskiptavinirnir taka úr hillunum og eru þeir síðan rukkaðir rafrænt þegar þeir skanna símann að nýju þegar þeir yfirgefa verslunina. Mikil óvissa er um hvort Amazon Go takist að opna slíka verslun í Philadelphiu eftir að þar voru samþykktar reglur eða lög sem undirritaðar voru af Jim Kenny borgarstjóra um síðustu mánaðamót. Eiga nýju reglurnar að taka gildi 1. júlí næstkomandi. Þau fyrirtæki sem brjóta þessar reglur verða umsvifalaust sektuð um 2.000 dollara. Nokkrir greiðslustaðir verða þó undanþegnir nýju reglunum. Það eru bílastæðasjálfsalar, bílastæðahús, fyrirtæki sem byggja á sölu til aðildarkorthafa [eins og t.d. Costco], tryggingagreiðslur vegna leigu, rafrænar millifærslur og vegna vara sem aðeins eru seldar til starfsfólks. /HKr Borgaryfirvöld í Philadelphiu segja að verið sé að mismuna borgurunum með því að neita þeim um að greiða fyrir vörur með löggildum peningum. Þannig fá einungis þeir að versla sem eru með bankareikinga og rafrænt aðgengi að þeim í gegnum síma. Fjöldi peningalausra Amazon Go verslana hefur verið opnaður í Bandaríkjunum. UTAN ÚR HEIMI Dalabyggð óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa til starfa. Auk Dalabyggðar sinnir skipulagsfulltrúi verkefnum vegna skipulagsmála fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt lögum og samþykktum sveitarfélaganna hverju sinni á sviðum skipulagsmála, samgöngumála, umhverfismála og veitukerfa. SKIPULAGSFULLTRÚI Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði byggingarmála skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 • Þekking og reynsla á þeim málaflokkum sem falla undir sviðið • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti Starfssvið • Yfirumsjón með skipulagsmálum á svæðinu • Ábyrgð á að framfylgja stefnu sveitarfélaganna í málaflokkum sem undir hann heyra • Framkvæmd skipulagsmála og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar • Undirbúningur og eftirfylgni funda nefnda sveitarfélaganna varðandi skipulagsmál • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála • Önnur verkefni SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Nánari upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða 100% starf. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk. SAMGÖNGUMÁL Markaðsskrifstofa Norðurlands: Snjómokstur verði á Dettifossvegi Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu. Það segir stjórn Markaðsskrifstofu Norðurlands óviðunandi, en ítrekað hafi verið bent á mikilvægi snjómoksturs á þessum vegi á undanförnum árum. Lítið hefur hins vegar breyst og enn sé staðan sú að vegurinn er ófær öðrum en þeim sem keyra um á breyttum jeppum. Dettifoss er eitt helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda fossinn sá aflmesti í Evrópu. Bara breyttir jeppar komast að Ferðir að Dettifossi ættu ekki að vera erfiðar, því búið er að kosta miklu til við að leggja malbikaðan veg og bílastæði við fossinn. Það er hins vegar svo að aðeins ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa breytta jeppa geta boðið upp á ferðir að fossinum, en rekstur á slíkum bílum er sérhæfður og dýr. Það kemur ekki síst til af því að bílarnir þurfa aukið viðhald og verða fyrir skemmdum á þessum kafla sem mætti kannski frekar búast við í þeim ferðum sem þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir, hálendis- og jöklaferðum. Ferð að vetrarlagi að Dettifossi ætti ekki að falla í þann flokk miðað við þá innviði sem eru til staðar. S t jó rn Markaðss to fu Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til þjónustu allt árið um kring við Dettifossveg. Sú þjónusta verður enn mikilvægari þegar búið verður að klára veginn frá Dettifossi og að Ásbyrgi. Ekki verður við það unað að sá vegur verði ekki mokaður yfir vetrartímann, enda sú framkvæmd til þess gerð að tryggja og efla samgöngur um Norðurland allan ársins hring. /MÞÞ Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu. Útdauð dýr ganga aftur: Fimm tegundir hafa snúið aftur Dýr sem talin hafa verið útdauð finnast öðru hverju. Sum dýranna hafa verið talin útdauð í milljónir ára. Meðal þessara dýra eru hyrndur froskur og tegund villihunda. Fyrr í þessum mánuði fann líffræðingur sem var að störfum í regnskógi í Suður-Ameríku sérkennilegan hyrndan frosk sem kominn var á skrá yfir útdauð dýr vegna skógareyðingar. Á síðasta ári römbuðu menn á skjaldbökutegund sem ekki hefur sést í rúma öld. Um var að ræða eitt kvendýr sem flutt hefur verið á afdrep fyrir skjaldbökur í von um að það finnist fyrir hana maki. Árið 1938 veiddist fiskur út af strönd Suður-Afríku sem talið var að hefði dáið fyrir 65 milljónum ára. Við nánari leit fundust fleiri slíkir fiskar, sem ná allt að tveggja metra lengd, á svipuðum slóðum. Náttúruverndarsinnar óttast að tegundinni sé veruleg hætta búin vegna væntanlegrar olíuleitar út af ströndum S-Afríku. Fyrir tveimur árum fannst hópur af villtum hundum í Indónesíu en tegundin hefur verið talin útdauð í meira en hálfa öld. Talið er að hundarnir séu síðust leifa af frumstæðustu tegund hunda sem til er í heiminum. Skömmu eftir síðustu aldamót fannst eðlutegund, eða skinka, sem lengi hafði verið talin útdauð. Skinkan fannst ekki á Selfossi eins og margir gætu haldið heldur í Nýju Kaledóníu. Talsvert hefur fundist af einstaklingum af tegundinni síðan þá. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.