Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201928 LÍF&STARF Hjónin Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Auk þess að reka þar kúabú og stunda sauðfjárbúskap sér til gamans, sem þau hafa reyndar fengið aragrúa verðlauna fyrir, þá hafa þau mikinn metnað fyrir að varðveita sögu sveitarinnar. Hafa þau lagt í þetta áhugamál sitt gríðarlega vinnu og peninga og eru hægt og bítandi að koma upp söguminjasafni á bænum, algjörlega að eigin frumkvæði. Myndir / Hörður Kristjánsson Hjónin Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson á Hraunhálsi í Helgafellssveit reka þar kúabú með 26 mjólkandi kúm og eru að auki með um 80 fjár. Þar fyrir utan hafa þau ýmis áhugamál er lýtur að sögu búskapar á svæðinu. Árið 2015 byggðu þau stóra skemmu við heimreiðina að bænum. Er hún að hálfu nýtt undir hey­ vinnutæki og dráttarvélar búsins. Aðspurður um stóru skemmuna verður Eyberg örlítið sposkur á svip, því henni er ætlað að verða annað og meira en bara vélageymsla. Vélageymslan er dótakassi þeirra hjóna „Þetta er dótakassinn okkar,“ segir Eyberg og ekki laust við að léttist enn brúnin á þessum glaðlynda bónda. „Í helmingnum eru brúkvélarnar okkar, traktorar og heyvinnuvélar. Svo kemur áhugamálið okkar í hinum endanum.“ Virðing við forfeðurna „Ég hef mjög gaman af að gera upp gamla traktora og þeir eru reyndar að verða of margir. Svo erum við með það að áhugamáli sem heitir okkar á milli: „Virðing við forfeður okkar.“ Þá erum við að skrifa sögu Helgafellssveitar með óformlegum hætti. Við erum búin að skrifa upp íbúaskrá frá árunum 1870–1880. Það er að segja nöfn allra þeirra sem staðið hafa fyrir búi, bændur og húsfreyjur, en ekki enn börn þeirra og afkomendur. Svo erum við að skrifa upp hvenær síminn kom eða fjarskiptin, hvenær rafmagnið kom, fyrstu bílarnir og fyrstu traktorarnir. Það hafa líka ótrúlega margir orðið úti hér í sveitinni og í Kerlingarskarði sem við reynum líka að skrá. Einnig erum við að skrá huldufólkssögur, draugasögur og ýmis atvik úr daglegu amstri frá liðnum tíma.“ Þau hjón eru því að standsetja á eigin spýtur söguminjasafn sem flestir hefðu trúlega talið í verkahring sveitarfélags fremur en einstaklinga. Þetta verkefni mun svo væntanlega gleðja augu sveitunga og áhugasamra ferðamanna þegar fram líða stundir. Hafa safnað miklum heimildum, myndum og ýmsum hlutum Eyberg segir að þau séu búin að safna saman myndum af öllum bæjum sem voru í byggð 1956. Eitthvað sé líka til af bæjum frá eldri tíð. Þá séu þau að reyna að finna myndir af einstaklingum sem hafi staðið fyrir þessum búum. Sú skrá er komin í um 470 manns og eiga þau myndir af um 150 þeirra. „Þá erum við að reyna að fá einn hlut með einhverja sögu frá hverjum bæ sem við viljum geyma í skemmunni til að geta sýnt. Þannig hyggjumst við reyna að púsla þessu saman í íbúð í skemmunni sem væri uppsett líkt og hún sé frá um 1930 með eldhúsi og stofu. Þá gætum við líka verið með myndasýningu á staðnum á 100 tommu flatskjá. Við eigum orðið dálítið safn af gömlum myndum, bæði af fólki, bæjum og landslagi í sveitinni.“ Þá er hugmynd hjá þeim hjónum að setja upp mynd af Helgafellssveitinni Hér er horft yfir hluta skemmunnar sem geymir tækjabúnað búsins og nokkrar dráttarvélar, jeppa og tæki sem Eyberg er að gera upp. Skemman vinstra megin á myndinni er dótakassi hjónanna á Hraunhálsi og verðandi söguminjasafn sveitarinnar. Á loftinu sem er yfir um helming skemmunnar hafa þau hjón safnað fjölda sögulegra muna frá bæjum í sveitinni og ýmis merkileg skjöl og fundargerðarbækur. Hér er Eyberg með tréspaðann af rafmagns- vindmyllunni sem eitt sinn var á Hraunhálsi. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Bændur á Hraunhálsi í Helgafellssveit í jaðri Berserkjahrauns: Byggja upp söguminjasafn á eigin spýtur af virðingu við forfeður sína – Húsbóndinn er auk þess á kafi í að gera upp gamlar dráttarvélar úr sveitinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.