Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 29
sem þeki einn vegg í sýningarrýminu.
Stigi verður svo gerður upp á loft
í skemmunni þar sem þegar getur
að líta fjölda gamalla muna ásamt
fundargerðarbókum sveitarinnar.
„Við teljum mikils virði að
varðveita söguna“
„Fyrst vorum við svo stórhuga að
ætla okkur að taka þarna á móti ferða
mönnum, en ég held að við gerum
þetta bara á okkar hraða og á okkar
forsendum. Auðvitað væri svo gaman
ef þarna kæmu svo einhverjir að skoða
þetta sem hefðu áhuga á sögunni.
Við teljum mikils virði að varðveita
söguna um bændasamfélagið sem
þróaðist inn í iðnbyltinguna og
viljum ekki að þetta týnist. Sem
dæmi þá þurftu feður okkar beggja
að byrja á því á hverjum morgni að
reyna að koma í gang ljósavél, koma
svo í gang traktor til að fara með
mjólkurbrúsana út á brúsapall og
sækja þá notuðu og fara að þvo þá
áður en hægt var að byrja að mjólka.
Nú förum við bara á fætur grútsyfjuð
með stírurnar í augunum og ýtum á
nokkra takka,“ segir Eyberg.
Tímaþjófar nútímatækni hafa
breytt miklu í samskiptum fólks
„Breytingin á þessum tíma er því
gríðarleg. Samt er það svo merkilegt
að mamma, sem var fædd 1923,
sagði að hún skildi ekki alveg þær
breytingar sem hún hefði upplifað.
Í gamla daga þá hafi fólk alltaf getað
gefið sér tíma til að fara á milli bæja
til að spjalla. Í dag virðist enginn
tími vera til slíks. Sennilega eru það
þó bara tímaþjófar nútíma tækni
sem gera þetta að verkum og taka
af manni tíma sem annars færi í að
blanda geði við annað fólk.“
Áhugamaður í að gera upp
gamlar dráttarvélar
Eyberg er mikill áhugamaður um að
gera upp gamlar dráttarvélar. Liggur
það greinilega vel fyrir honum
og hvort sem vantar húddlok eða
varahluti í vél, þá vefst það ekkert
fyrir honum að smíða það ef það fæst
ekki með öðrum hætti.
Fyrsta dráttarvélin á Hraunhálsi
var Ferguson TE20
Ein þeirra dráttarvéla sem þarna
er að finna er fyrsta dráttarvélin
sem kom á Hraunháls. Hún er
af gerðinni Ferguson og kom að
Hraunhálsi vorið 1964. Hún er af
árgerð 1952 og ber tegundarheitið
Ferguson TE20 og var hönnuð af
Harry Ferguson. Er þetta talin ein
best heppnaða hönnunin hans og
var framleidd frá 1946 til 1956. Var
traktorinn á ensku gjarnan kallaður
„Little Grey Fergie,“ enda alltaf
grár að lit. Var þetta talin meiri
háttar framför í dráttarvélahönnun
sökum léttleika og þess hve lítil
hún var og lipur í meðhöndlun. Þá
hefur aflúrtakið og þriggja punkta
tengibúnaður fyrir heyvinnutæki
aftan á vélinni „hydraulicthree
point hitch“ orðið að fyrirmynd í
dráttarvélarframleiðslu allt fram á
þennan dag.
Var fyrst í Svefneyjum
„Þessi traktor var fyrst keyptur út
í Svefneyjar á Breiðafirði og fékk
þá númerið BD19. Pabbi (Ragnar
Hannesson) kaupir þennan traktor af
Sveinbirni Daníelssyni, sem kallaður
var Bjössi Dan, sem var þá að hætta
búskap, en þeir voru góðir vinir. Á
þessum traktor var greiðusláttuvél
og ég er að gera hana upp núna.“
Við hliðina á fyrstu dráttarvélinni
á Hraunhálsi er forláta Willisjeppi
sem Eyberg er að gera upp. Hann er
frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á
sunnanverðu Snæfellsnesi.
„Júlíus Kristjánsson bóndi
keypti þennan bíl nýjan 1946 og
hann er skráður 11. maí það ár. Við
fengum hann úr dánarbúi Júlíusar.
Hugmyndin er að gera hann færan
til kirkjuferða.“
Meðal gripa sem er að finna í
skemmu þeirra Hraunhálsbænda
er fyrsta dráttarvélin sem kom á
Snæfellsnes. Hún er af gerðinni
International 1020 McCormick
Deering, árgerð 1929 og var á
stálhjólum. Búnaðarfélag Eyja og
Miklaholtshrepps keyptu þennan
traktor 1929 og aftan í honum var
þá hengt herfi.
Eyberg segir að Búnaðarfélags
menn hafi lent í erfiðleikum
með þennan traktor og bræddu
úr mótornum auk þess sem hann
frostsprakk. Bæði var um að kenna
lélegum smurefnum og skorti
á kunnáttu í meðhöndlun véla.
Búnaðarsamband Snæfellsness og
Dala kaupa þá vélina 1934 og gera
hana upp. Hann var síðan í notkun til
1949 er hann var sendur á bæinn Foss
í Staðarsveit. Þar var hann notaður í
nokkur ár og síðan lagt og var grafinn
í jörðu að mestu.
„Fyrir einum sex eða sjö árum
fáum við Lauga að grafa traktorinn
upp. Þá var hann kominn að stórum
hluta á kaf í mold og búið að grafa
herfið að öllu leyti. Við grófum
herfið líka upp og er það nú til, en
ég þarf að laga það svolítið svo hægt
sé að sýna það. Þessi traktor verður
þó ekki gerður upp og verður aldrei
annað en minnisvarði um sögu.
Innar í skemmunni stendur
fallegur rauður og nýuppgerður
traktor. Hann er af gerðinni Massey
Ferguson 35X af árgerð 1963.
„Þetta er dráttarvél sem Sigurður
Hjartarson, tengdafaðir minn, flytur
að Staðarbakka 1964. Fékk hann þá
þessa vél nýja með jörðinni og var
ég að klára að gera hana upp núna
um síðustu jól.“
Þar við hliðina stendur fagur
grænn traktor sem vekur forvitni
blaðamanns.
„Þessi hérna er aftur á móti frá
bænum Kljá í Helgafellssveit, Deutze
D30. Þar bjó Magnús, föðurbróðir
minn. Hann fékk þessa vél árið 1965
og er þetta fyrsta dráttarvélin sem ég
geri upp. Nú er ég búinn að gera upp
átta vélar og sú níunda er í uppgerð.
Þegar ég byrjaði á að gera upp
dráttarvélar áttaði ég mig á því hvað
þetta er í raun kostnaðarsamt. Ég
gerði því upp vélina frá Kljá og gerði
svo upp nokkuð margar fyrir aðra
bara til að fá aura til að geta leyft mér
að gera upp fleiri fyrir sjálfan mig.
Traktorinn sem er núna í uppgerð
er heima í litla vélaskúrnum og er
númer níu í röðinni. Það er gamall
Nalli B275, 60 módelið, frá Gríshóli
í Helgafellssveit. Allar þessar vélar
hafa sögu sem gerir þær verðmætari
en ella.“
– Hvað með varahluti í svo
gamlar vélar. Er ekki erfitt að fá
slíkt?
„Nei, það er mjög einfalt og það
sem maður fær ekki, það smíðar
maður bara. Það er til dæmis ekki
hægt að fá blikkverk á gamlar Deutze
dráttarvélar, eins og húdd og bretti.
Þá þarf maður bara að ná í suðuvélina
og smíða.
Ég passa mig þó á því að reyna
að halda í eins mikið af því gamla og
hægt er. Þannig er þetta upphaflega
stýrið á vélinni hans Magnúsar sem
forfeður mínir héldu um. Sætið
er einnig upprunalegt, þó í það sé
komin ný seta. Sama er með vélina
hans pabba.“
„Harðar deilur“ um eitt R
í nafni hlutafélags
Frændurnir Eyberg og synir Magn
úsar bónda á Kljá eiga eina gamla
Deutze D15 dráttarvél, árgerð 1959
í félagi.
„Við stofnuðum um hana
hlutafélag og nú er kominn upp
ágreiningur í félaginu,“ segir Eyberg
og hlær. Ágreiningurinn snýst um
það hvað félagið eigi að heita
þannig að við frændurnir tölumst
helst ekki við. Spurningin er hvort
það eigi að heita Kljámunafélagið
eða Kljármunafélagið. Deilan snýst
því um eitt ERR,“ segir Eyberg og
glottir.
Bæjarnafnið Kljár dregur nafn
sitt af kljásteini, en slíkir steinar
voru notaðir sem lóð í gömlum
vefstólum. Þegar verið var að vinna
í slíkum vefstól slógust steinarnir
gjarnan saman og mynduðu
þá skemmtileg hljóð og var þá
talað um að þeir væru að kljást. Í
Helgafellssveit eru mörg örnefni
sem draga nöfn af slíkum steinum,
eins og Kljáá sem er aðeins austan
við Hrunháls.
Eyberg segir að í dráttarvél
ónefnda hlutafélagsins vanti stýri
af réttri gerð sem og ljós. Þá séu ekki
réttar felgur undir henni heldur og
nafnið vanti og nösina á húddið. Að
öðru leyti segir hann að vélin hafi
varðveist nokkuð vel.
Ein önnur reisuleg dráttarvél
stendur þar við hliðina sem er af
gerðinni Ford 4100. Þessi vél
bíður uppgerðar, en hún er af sömu
gerð og fyrsta vélin sem Guðlaug
húsfreyja ók á sínum unglingsárum
heima á Staðarbakka.
Meðal gripa sem er að finna í skemmu
þeirra Hraunhálsbænda er fyrsta
dráttarvélin sem kom á Snæfellsnes.
Hún er af gerðinni International 1020
McCormick Deering, árgerð 1929 og
var á stálhjólum. Búnaðarfélag Eyja-
og Miklaholtshrepps keyptu þennan
traktor 1929 og aftan í honum var þá
hengt herfi.
International 1020 McCormick
Deering. Svona litu þessar vélar út.
Eyberg við fyrstu dráttarvélina sem kom á Hraunháls. Hún er af gerðinni Ferguson og kom að Hraunhálsi vorið 1964 og var keypt frá Svefneyjum. Hún er
af árgerð 1952 og ber tegundarheitið Ferguson TE20 og var hönnuð af Harry Ferguson. – Við hliðina er Willis-jeppi, árgerð 1946, sem Eyberg er að gera
upp. Hann er frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Guðlaug Sigurðardóttir við Ford 4100. Þessi vél bíður uppgerðar, en hún
er af sömu gerð og fyrsta vélin sem hún ók á sínum unglingsárum heima
á Staðarbakka.
Nýuppgerður Massey Ferguson
35X af árgerð 1963. Dráttarvél
sem Sigurður Hjartarson, faðir
Guðlaugar, fékk með jörðinni þegar
hann keypti Staðarbakka 1964.