Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 31

Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 31 og systur. Auk þess erum við með fræðasetur, Svartárkot menning – náttúra, en þar stöndum við fyrir ýmiss konar námskeiðahaldi um tengls manns og náttúru í víðum skilningi fyrir háskólanema, einkum erlenda, í samstarfi við Viðar Hreinsson bókmenntafræðing og fjölda annarra fræðimanna hér heima og erlendis. Við erum einnig með matarvinnslu þar sem við erum meðal annars að reykja silung og selja.“ Félags- og trúnaðarstörf Guðrún segir að upphafið að þátttöku hennar í félagsmálum bænda hafi ekki verið undirbúið. „Ég fékk árið 2011 símtal þar sem ég var spurð hvort ég væri til að gefa mig fram í stjórn Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga. Það vantaði konu. Akkúrat á þeim tímapunkti var ekki allt of mikið að gera og ég sagði já án þess að vera viss um að það yrði meira úr því. Tveimur árum seinna var ég orðin formaður sambandsins og árið 2018 bauð ég mig fram í stjórn BÍ og hlaut kosningu. Ég var að sjálfsögðu alveg blaut á bak við eyrun og reynslulaus hvað varðar félagsstarf bænda þegar ég settist í stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga á sínum tíma en hef lært mikið og öðlast reynslu síðan þá sem á eftir að gagnast mér sem formaður BÍ.“ Sjálfboðaliði á sjúkrabíl í New York Guðrún gekk í Barnaskóla Bárðdæla fyrstu sex skólaárin en lauk grunnskóla í Stórutjarnaskóla. Því næst lá leiðin í Framhaldskólann á Laugum þar sem hún var í tvo vetur en kláraði svo námið við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Eftir að hafa lokið stúdentsprófi tók ég námshlé og fór til Bandaríkjanna. Þar starfaði ég meðal annars sem sjálfboðaliði á sjúkrabíl í Scarsdale í New York-ríki sem mér þótti mjög áhugavert starf. Síðan kom ég heim og tók eitt ár í hjúkrun áður en ég skipti yfir í kennaranám sem ég lauk frá Háskólanum á Akureyri og kenndi við grunnskóla í nokkur ár. Ég var ekkert endilega á leiðinni í sveitina og satt best að segja ákvað ég ekki að verða bóndi fyrr en ég kynntist manninum mínum, eða þá lá það endanlega fyrir.“ Forréttindi að búa á Íslandi Guðrún segir að hún líti svo á að tækifærin í íslenskum landbúnaði séu endalaus og að það séu forréttindi að búa á Íslandi. „Aðstæðurnar eru samt sem áður brothættar og við verðum að gæta þess að glata þeim ekki. Þess vegna er svo þýðingarmikið fyrir bændur að standa saman. Það er er svo miklu líklegra til árangurs að sameina krafta sína í stað þess að berjast í mörgum fylkingum og á mörgum vígstöðvum í einu. Ég tel að við þurfum að nýta fjármuni og mannauð sem er í félagskerfi bænda betur. Tekjur félaganna hafa minnkað eftir að búnaðargjaldið var lagt af og það er vandi sem við erum að kljást við. Af þeim sökum einum er nauðsynlegt að einstök félög vinni betur saman og jafnvel sameinist. Með því getum við unnið með mun skilvirkari hætti að bættum hag bænda. Við erum einfaldlega sterkari saman.“ www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.220.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.870.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fullkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.590.000 kr. Styrkir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018. Í nautgriparækt eru þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Í sauðfjárrækt eru hver þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt. Í garðyrkju eru styrkhæf -ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni og endur- menntunarverkefni. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/ þróunarfé. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins í síma 430 4300 og á netfangið thorhildur@fl.is. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is Fjölskyldan í Svartárkoti talið frá vinstri: Hlini Jón Gíslason og fyrir framan hann er Gísli Berg. Þá kemur Elín Heiða, Hafrún Huld, Sunneva Dögg (tengdadóttir), Tryggvi Snær og Guðrún Tryggvadóttir. Mynd / Úr einkasafni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.