Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 34

Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201934 UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI Stærsta vökvaknúna beltagrafa í heimi er Bucyrus RH400 sem nú heitir reyndar Caterpillar. Slíkar gröfur er meðal annars að finna við uppmokstur á olíusandi í Alberta-ríki í Kanada. Þar setti ein slík grafa heimsmet í mokstri með því að moka upp 9.000 tonnum af olíusandi á einni klukkustund. Fyrirtækið Bucyrus hét upphaflega Bucyrus Foundry and Manufacturing Company og var stofnað í Ohio árið 1880. Fyrirtækið flutti svo höfuðstöðvar sínar til Suður-Milwaukee í Wisconsin árið 1893. Árið 1927 sameinaðist það fyrirtækinu Erie Steam Shovel Company og hét eftir það Bucyrus-Erie. Það skipti síðan aftur um nafn 1997 og hét þá Bucyrus International. Árið 1930 sameinaðist fyrirtækið enska félaginu Ruston & Hornsby Ltd í Lincoln og úr varð Ruston-Bucyrus Ltd., en á bak við fjárfestinguna stóð Ruston&Hornsby Ltd. Það fyrirtæki seldi sig svo út úr Ruston-Bucyrus árið 1985 á miklu samdráttarskeiði hjá félaginu. Árið 1994 var fyrirtækið nánast komið í þrot og fór í eins konar greiðslustöðvun 18. febrúar það ár og var úrskurðað gjaldþrota 14. desember 1994. Fyrirtækið var svo endurreist sem Bucyrus International Inc. árið 1997. Fyrirtækið átti í hörðum slag við helsta keppinautinn, Marion Power Shovel. Endaði það með því að Bucyrus International keypti Marion Power Shovel það sama ár. Bucyrus yfirtók síðan DBT Group í Lunen í Þýskalandi í febrúar 2007. Í febrúar 2010 lauk Bucyrus svo við yfirtöku á námuvélahluta Terex Corporation fyrir 1,3 milljarða dollara. Það var svo samþykkt 15. nóvember 2010 að selja fyrirtækið til Caterpillar fyrir 8,6 milljarða dollara. Því yfirtökuferli lauk um mitt ár 2011. Í framhaldinu var ákveðið að markaðssetja Bucyrus námuvinnsluvélarnar undir merkjum Caterpillar. 980 tonna flykki Bucyrus RH400 er byggð fyrir mikla og stöðuga vinnu og myndi því varla henta í eitthvert garðasnatt. Enda eru beltin nærri 11 metrar á lengd, 2,94 á hæð og 2 metrar á breidd. Heildarlengd með gálga og skóflu í ystu stöðu er nálægt 23,6 metrar. Heildarbreidd á vélinni er 9,07 metrar og hæð upp á þak stýrishús er 9,9 metrar. Venjulegur maður gætur hæglega athafnað sig undir vélinni því undir lægsta punkti er rúmlega 1,1 metri. Skóflan tekur allt að 94 tonn í einu en skóflan er með því sem nefnt er samlokuhönnun þar sem losun fer fram með því að opna bakstykkið í skóflunni, en það flýtir verulega fyrir losun. Vinnuþyngd Bucyrus RH400 er 980 tonn og þyngdarþrýstingur á jarðveg nemur 25,8 N/cm2. Beltagrafa þessi er knúin áfram af tveim 16 strokka mótorum sem skila samanlagt 4.500 hestöflum. Það dugar vel til bæði að keyra og snúa vélinni og til að knýja 14 vökvatjakka. Í vökvakerfið fara 3.400 gallon af glussa, eða 12.886 lítrar, sem dygði ágætlega í litla sundlaug. Vökvadælur vélarinnar eru bæði til í dísilknúinni útgáfu og rafknúinni. Sú dísilknúna dælir 4x975 lítrum á mínútu, en sú rafknúna dælir 4x992 lítrum á mínútu. Eldsneytistankurinn tekur 15,1 tonn af dísilolíu. Sjálfvirkt smurkerfi er á vélinni sem sparar gröfustjóra ómælda vinnu. /HKr RH400 beltagrafan hefur verið seld undir vörumerkinu Bucyrus einnig undir merkinu O&K og síðast Caterpillar. Bucyrus RH400, stærsta vökvaknúna beltagrafa í heimi: Setti heimsmet og skóflaði upp 9.000 tonnum á einum klukkutíma Caterpillar eignaðist Bucyrus að fullu árið 2011. Þetta er sannarlega engin teskeið því skóflan tekur 94 tonn. Hún hentar sennilega ekki vel í eitthvert garðasnatt. Skipaskurðurinn sem um ræðir er rúmlega 88 kílómetra langur og auðvelda pólska sjóhernum aðgang að Balkanhafi. Pólland: Skipaskurður grafinn í gegnum eina frumskóg Evrópu Białowieża-skógur í Póllandi er síðasti upp- runalegi frumskógur Evrópu. Undanfarin ár hafa stjórnvöld í landinu staðið fyrir stórfelldu skógarhöggi í skóginum í þeim tilgangi að ryðja leið fyrir skipaskurð sem ætluð er fyrir pólska sjóherinn. Að sögn náttúru verndar- sinna er um hernað gegn landinu að ræða og að með sama áframhaldi fellinga skóga í Evrópu muni um 125 milljón tonn af koltvísýringi tapast út í andrúmsloftið fyrir árið 2030. Skipaskurðurinn sem um ræðir er rúmlega 88 kílómetra langur og auðveldar pólska sjó- hernum aðganga að Balkanhafi. Rússnesk stjórnvöld hafa mótmælt framkvæmdunum og sagt þau hvoru tveggja í senn ógna umhverfinu og vera stríðsbrölt. Białowieża-skógur er friðaður samkvæmt reglum Evrópu- sambandsins en stjórnvöld í Póllandi hafa til þessa hunsað ávítanir sambandsins vegna skógarhöggsins og lönd í Evrópu haldið áfram að kaupa við og kol frá Póllandi. Stjórnvöld í Póllandi hafa einnig verið gagnrýnd fyrir að fella friðaða skóga víðar í landinu. Svipaða sögu er að segja frá Rúmeníu og talið að skógarhögg þar í landi sé tvöfalt meira en opinberar tölur segja og öll lög um verndun skóga þverbrotin. /VH Białowieża-skógur er friðaður samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar. Perlur Möltu: Hvítar ólífur Áhugi á staðbundnum yrkjum er sífellt að aukast og vilji til að halda þeim við vex ár frá ári. Gamalt yrki af hvítum ólífum sem var þekkt og eftirsótt við hirðir í Evrópu á miðöldum er nú orðið eftirsótt aftur. Í dag eru hvítar ólífur að mestu bundnar við staðbundna ræktun á eyjunni Möltu. Algengasta yrkið kallast 'bajada' og er mun sætara en venjulegar olíur og hentar því betur til átu en olíugerðar. Talið er að hvítar ólífur hafi orðið til við stökkbreytingu þannig að aldin ólífutrjáa hafi hætt að framleiða grænukorn og ræktendur tekið greinar af þeim trjám og grætt á venjuleg ólífutré til áframræktunar. Heimildir eru um að tré með hvítum ólífum hafi auk Möltu vaxið á Grikklandi, Ítalíu og Norður-Afríku en að þær hafi verið minni en á Möltu. Talið er að hvítar ólífur hafi borist til Möltu frá Ítalíu á miðöldum og þá hugsanlega sem skrautplanta. Sagt er að fyrr á öldum hafi hvítar ólífur verið eftirsóttar í hirðveislum miðaldaaðalsins í Evrópu og að franskur læknir hafi haft atvinnu af því að ferðast milli halla- og klausturgarða og græða greinar af trjám sem gáfu af sér hvítar ólífur á hefðbundin ólífutré. Einnig segir sagan að olía hvítra ólífa hafi verið eftirsótt sem smurningsolía við kirkjulegar athafnir. Uppi eru hugmyndir um að reyna ræktun á hvítum maltverskum ólífum víðar um heim, til dæmis suðurríkjum Bandaríkjanna og Nýja- Sjálandi. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.