Bændablaðið - 14.03.2019, Page 36

Bændablaðið - 14.03.2019, Page 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201936 Sesam er talin fyrsta plantan sem maðurinn tók til ræktunar til framleiðslu á matarolíu. Fræin eru notuð í bakstur og úr þeim er unnin olía sem mikið er notuð í austurlenskri matargerð. Sagt er að fólk sem virðist hjálplegt í fyrstu en eigingjarnt þegar á reynir sé eins og sesamfræ án olíu. Samkvæmt tölum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heimsframleiðsla á sesamfræjum rúmlega 6,1 milljón tonn árið 2016 en var 2,5 milljón tonn árið 1985. Árið 2016 var framleiðslan mest í Tansaníu, ríflega 940 þúsund kíló, Mjanmar, sem áður kallaðist Burma, var í öðru sæti og framleiddi rétt tæp 813 þúsund kíló og Indland var í þriðja sæti með tæp 800 þúsund kíló. Í fjórða til sjötta sæti voru Súdan, Kína og Nígería með um 721, 638 og 461 þúsund tonna framleiðslu af sesamfræi árið 2016. Stærstu framleiðendur sesam- fræja eru jafnframt stærstu útflytjendur þeirra auk þess sem talsvert er flutt út frá Eþíópíu og Mexíkó. Japan er það land í heiminum sem mest flytur inn af sesamfræjum og Kína fylgir þar á eftir. Jafnframt því að flytja inn mikið af sesamfræjum flytur Kína talsvert út af fræjum sem notuð eru til að búa til sesamolíu. Auk þess flytja Bandaríki Norður-Ameríku, Kanada, Holland, Tyrkland og Frakkland inn mikið af sesamfræjum. Sesamfræ sem verslað er með á alþjóðavísu eru mjög misjöfn að gæðum og í misjöfnum verðflokkum eftir því hvort þau eru ætluð til átu eða olíugerðar. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rúmlega 95 tonn af sesamfræjum árið 2018, rúm 9,2 tonn af sesamolíu til matargerðar og rúm 1,8 tonn af því sem kallað er önnur sesamolía. Árið 2018 var flutt inn mest af sesamfræjum frá Indlandi, tæp 47 tonn, 19 tonn frá Hollandi og tæp 15 tonn frá Danmörku. Dæmi um önnur lönd þaðan sem sesamfræ eru flutt inn frá eru Bólivía, Japan, Kína Slóvakía og Þýskaland. Mest kemur af sesamolíu til matargerðar frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, rúm 2,7 tonn og Hollandi, rúmlega 1,1 tonn. Af öðrum löndum sem sesamolía til matargerðar er flutt inn frá eru Srí Lanka, Mexíkó og Sviss. Af því sem kallast önnur sesamolía kom mest frá Hollandi og Taívan, 874 og 713 kíló og restin frá Mexíkó. Ættkvíslin Sesamum og tegundin indicum Þeir sem láta sig slíkt varða telja tegundir innan ættkvíslarinnar Sesamum vera um tuttugu, eftir því hvernig skil tegunda eru skilgreind. Ættkvíslin er af sesamjurtaaætt og ættbálki varablóma og eru flestar tegundir ættkvíslarinnar upprunnar í Afríku, Srí Lanka og Kína. Mismunandi er milli tegunda hvort þær eru ein- eða tvíærar en allar bera þær æt fræ. Sesamum indicum er sú tegund sem mest er ræktuð og við þekkjum sem sesamfræ og er notuð í sesam- olíu. S. indicum eða sesamjurtin er einær og verður milli 50 og 100 sentímetrar að hæð og með djúpa og víðfeðma trefjarót. Blöðin gagnstæð á stuttum blaðstöngli, lensulaga, heilrennd og oddmjó, 4 til 14 sentímetrar að lengd og allt að 5 sentímetrar að breidd. Krónublöðin fjögur og mynda þriggja til fimm sentímetra löng bjöllulaga blóm sem eru sjálf- og skordýrafrjóvgandi. Blómin yfirleitt gul en til í mörgum litum, hvít, blá og lillablá bæði ljós og dökk eftir yrkjum. Fræin mörg saman í hærðum, ílöngum og þunnum belg sem er tveir til átta sentímetrar að lengd. Að innan skiptist belgurinn í fjögur til tólf hólf og í hverju þeirra þroskast eitt slétt eða hrufótt fræ eftir yrkjum. Litur fræja er breytilegur eftir yrkjum, hvít, ljós- eða dökkbrún, rauð, grá eða svört og til eru afbrigði sem gefa af sér gulllituð fræ. Sesamfræ eru egglaga og eilítið flöt. Þau eru fremur lítil, þrír til fjórir millimetrar að lengd og einn til tveir að þykkt og 20 til 40 milligrömm að þyngd. Geymsluþol sesamfræja er gott og olían endist vel án þess að þrána. Uppruni og saga Sesam er talin fyrsta planta sem maðurinn tók til ræktunar til olíugerðar. Í dag er S. indicum einungis til sem ræktunartegund og ekki er vitað fyrir víst af hvaða villtri sesamplöntu ræktunartegundin er komið. Talið er að náttúruleg heimkenni forvera S. indicum sé í Eþíópíu en eins og tegundarheitið gefur til kynna er ræktun þess kennd við Indlandsskaga. Fornleifarannsóknir benda til þess að ræktun sesamplöntunnar til átu og olíugerðar á Indlandi nái allt að 5500 ár aftur í tímann og hafa leifar brenndra eða ristaðra sesamfræja frá því milli 3500 og 3000 fyrir Krist fundist þar. Á fjögur þúsund ára gömlum steintöflum með fleygrúnum sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í Babýlon og Asseríu og greina líklegast frá HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Sesam, 1001 nótt og smjörlíki Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sesamolía, ljós og dökk fræ. Sesamjurtin er einær og verður milli 50 og 100 sentímetrar að hæð. Blöðin gagnstæð á stuttum blaðstöngli, lensulaga, heilrennd og oddmjó. Fornleifarannsóknir benda til þess að ræktun sesamplöntunnar til átu og olíugerðar á Indlandi nái fimm aldir aftur í tímann.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.