Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 37 birgðahaldi eða verslun er minnst á sesamfræ. Fundist hafa fræ í Mesapótamíu sem talin eru vera frá því um 2000 fyrir Krist og talið að þau hafi verið ræktuð af Pólemeum, ríki Kleópötru, í Egyptalandi 305 til 30 fyrir upphaf okkar tímatals. Egyptar kölluðu sesamfræ sesemt og er fjallað um lækningamátt þeirra í Ebers papírusrollunum sem sagðar eru vera um 3600 ára gamlar. Auk þess sem minjar sýna að sesamfræ til olíugerðar voru ræktuð í Tyrklandi fyrir hartnær 3000 árum. Talið er að þrælar frá vesturströnd Afríku hafi flutt með sér sesamfræ til suðurríkja Bandaríkjanna á sautjándu öld. Nafnaspeki Ættkvíslarheiti sesamplöntunnar er dregið af latneska heitinu sesamum eða gríska heiti plöntunnar og fræinu sēsamon sem er skylt semsem á arabísku sem þýðir olía eða fljótandi fita. Tegundarheitið indicum vísar til þess að plantan sé upprunnin á Indlandi. Á ensku þekkist heitið benne yfir sesamfræ og sesamolíu en það heiti er komið frá Nígeríu þar sem plantan og fræin kallast beni. Í Mexíkó kallast þau ajonjolí. Heitið sesam er svo gott sem alþjóðlegt heiti á plöntunni, fræjunum og olíunni sem unnin er úr henni. Ræktun Sesamplantan er harðgerð og nægjusöm tegund sem kýs sólríkan stað og getur vaxið og séð að mestu um sig sjálf þar sem aðrar ræktunarplöntur eiga erfitt uppdráttar. Jurtin hefur því breiðst út við jaðra eyðimarka þar sem þurrkar og hiti er mikill en raki takmarkaður. Þrátt fyrir að sesamplöntur þrífist í margs konar jarðvegi, bæði söltum og vatnsósa, kýs hún frjósama, þurra og sandblendna jörð með pH í kringum 7. Til að mynda þroskuð fræ þarf plantan 90 til 120 frostlausa daga og helst meðalhita yfir 22° á Celsíus. Skortur á vatni tefur fyrir því að fræ áli og dregur úr vexti ungplantna. Ólík yrki sesamfræja í ræktun skipta þúsundum. Yrki sem bera dökk fræ eru mest ræktuð í Kína og Suðaustur-Asíu en yrki með ljósum fræjum í Evrópu, Bandaríkjunum Norður-Ameríku, Indlandi og Asíu vestanverðri. 1001 nótt Í arabíska þjóðsagnasafninu 1001 nótt má meðal annars lesa um skógarhöggmanninn Alí Baba, sem finnur helli sem fjörutíu þjófar notuðu til að geyma í þýfi. Líkt og unga bóndakonan í sögunni um Gilitrutt sem heyrði nafn tröllkonunnar var Alí Baba svo lánsamur að heyra leyniorðin, „opnist sesam“, sem opnuðu huldar dyr hellisins. Alí Baba gat ekki á sér setið og gekk í þjófagullið sem endaði í átökum við þjófana en með hjálp ambáttar sat Alí einn að góssinu ásamt syni sínum sem kvæntist ambáttinni. Bókmenntaspekúlantar segja líklegast að leyniorðin „opnist sesam“ vísi til fræhulsturs sesamfræja sem opnast auðveldlega þegar fræin hafa náð fullum þroska eða þess að fræin gefa frá sér smell líkt og lás sé opnaður þegar þau eru ristuð. Á tungumáli Urda, sem eiga uppruna sinn á Indlandi norðanverðu, eru til málshættir sem segja að til séu staðir sem eru svo þéttsetnir að ekki sé pláss fyrir eitt sesamfræ og að fólk sem virðist hjálplegt í fyrstu en eigingjarnt þegar á reynir sé eins og sesamfræ án olíu. Uppskera og nytjar Til skamms tíma var ræktun á sesam bundið við litla reiti og uppskorið með höndum. Frá náttúrunnar hendi opnast fræbelgirnir þegar þeir ná fullum þroska og fræin falla auðveldlega úr þeim við snertingu og í vindi. Stráin voru því skorin áður en fræið náði fullum þroska og þeim safnað saman í knippi og látin standa upp á endann og fræið síðan hrist úr knippunum eftir að það hafði náð þroska. Þrátt fyrir að uppskeruaðferðir í dag séu tæknivæddari er enn talsvert um afföll fræjanna við uppskeru. Smæð og lögun fræjanna gerir það að verkum að þurrkun þeirra er vandasöm. Fræin liggja þétt saman og þarf loftraki við þurrkun að fara niður fyrir 6% því annars getur hitnað í fræjunum og þau myglað. Eftir þurrkun eru fræin vélflokkuð eftir þroska, stærð, lögun og gæðum og fræ sem ekki þykja hæf til átu notuð til olíugerðar. Sesamfræ og olía eru með sterku hnetubragði og mikið notuð í bakstur og matargerð víða um heim og ekki síst í Austurlöndum. Fræin eru algeng á beyglum, hrökk- og hamborgarabrauði og Frakkar og Grikkir nota þau meðal annars á brauðstangir og í kökur. Ystalag sesamfræja er stundum fjarlægt með völsun og slík fræ gjarnan notuð sem skraut á brauð. Um 75% af öllum sesamfræjum sem ræktuð eru í Mexíkó fara á hamborgarabrauð McDonalds hamborgarakeðjunnar. Í Japan og Asíu er algengt að strá sesamfræjum yfir salat og suma sushi-rétti og olían mikið notuð til slá endahnútinn á rétti sem steiktir eru á wok-pönnu. Í Tógó í Afríku eru fræin höfð í súpur og í Kongó og Angóla með reyktum fiski eða humar. Indverjar blanda sesamfræjum saman við bráðinn sykur og búa úr því litlar kúlur sem borðaðar eru sem snakk. Á suðurodda Indlands eru sesamfræ mulin ásamt chili og hnoðuð með sesamolíu og bakaðar eins konar vöfflur úr deiginu. Fyrsta pressun sesamfræja og sú verðmætasta er olía sem kallast tahina og hefur hún svipaða áferð og hunang. Sesamfræ og olía eru mikið notuð í hummus sem upprunninn er í Mið-Austurlöndum og sem sósugrunnur í Mexíkó. Í 100 grömum af sesamfræjum eru sagðar vera 573 kalóríur sem er talsvert mikið. Að innihaldi eru fræin allt að 55% olía, 23% kolvetni, 18% prótein og 5% vatn. Auk þess sem þau innihalda B-vítamín, járn, magnesíum, kalsíum, fosfór og sink. Lauf sesamplöntunnar eru vel æt og talsvert notuð í sósur í Austurlöndum fjær eða sem húsdýrafóður. Fræhrat sem til verður við pressun er notað sem húsdýrafóður. Auk þess að vera neytt til matar er sesamolía notuð til að búa til sápur og snyrtivörur, sem ljósmeti, smurefni, sólarvörn, málningu, í lyfjaiðnaði og sem skordýraeitur. Líkt og með hnetur geta sesamfræ og sesamolía valdið ofnæmisviðbrögðum hjá fólki með hnetuofnæmi. Alþýðulækningar Í Japan og Austurlöndum fjær eru sesamfræ og olía sögð ástarörvandi. Laufblöðin gefa frá sér gúmmíkennt efni sem er sagt stemmandi gegn niðurgangi og gott við vandamálum í þvagblöðrunni sé það drukkið með vatni. Fræin eru sögð hægja á gránun hársins og góð við hárlosi. Neysla á sesamolíu er sögð drífandi og mýkja stífa liði og þurran hósta. Of mikið af sesamfræjum og olíu er sögð skaðleg lifur og nýrum. Sesam á Íslandi Í Norðurfara frá 1867 er vísað til leyniorðsins sesam í 1001 nótt í grein þar sem Arnljótur Ólafsson gagnrýnir fjármál ríkisins. Greinin sýnir að umræðan um launakjör hefur lítið breyst í þau 153 ár síðan hún var skrifuð. „Stjórnin hefur svarað þessu sem fjárhaldsmaður ríkisins. Buddan þín er tóm, góurinn minn; eigi get jeg verið að borga fyrir þig, sjáðu þar fyrir. Þessi skollaleikur þingsins við stjórnina hefir sannarlega eigi verið neinn gamanleikur fyrir hvern þann þingmann, er hugsar um eitthvað gagnlegt, um framfarir landsins, en eigi um eintómt orðagjálfur. Þetta gjörsamlega fjeleysi hefir þinginu orði æ tilfinnanlegra; því fyrst þóttist þingið finna fje fólgið í jörðu, það er að segja, því þótti fært að leggja skatt á jarðeigendur, en nú er það búið. Fyrir því hefir það annað hvort orðið að þegja hreint, eður syngja sína gömlu vögguvísu: Sesam, Sesam (ríkissjóður, ríkissjóður) opna þig. Stundum hefir þetta kall að vísu bergmálað aftur til vor, en þó varla nema í launamálum embættismanna.“ Í Verslunartíðindum 1923 er getið um flutning og verslun danska Austurasíufjelagsins með sesamfræ frá Kína til Evrópu og Ameríku. Samkvæmt Hagskýrslu um utanríkisverslun frá 1923 voru flutt inn 4.274 kíló af sesamolíu frá Danmörku það ár. Hið ágæta ár 1959 segir frá því í öllum helstu fjölmiðlum landsins að í Indónesíu séu framleidd milli 200 og 300 tonn af jurtamjólk eða þurrmjólk og að hráefnið sé sojabaunir og sesamfræ. Sama ár eru birt lög í Búnaðarritinu um tilbúning og verslum með smjörlíki og líkar iðnaðarvörur og þar segir í 6. grein „Í öllu smjörlíki, hvort heldur það er framleitt hjer eða flutt hingað frá útlöndum, skal að minnsta kosti 10% feitinnar vera sesamolía. Sömu ákvæði gilda um rjómalíki og mjólkurlíki. Í ostalíki skal 5% feitinnar vera sesamolía.“ Það er svo ekki fyrr en undir lok síðustu aldar að farið er að auglýsa sesamfræ sem sérstaka heilsuvöru. Heimsframleiðsla á sesamfræjum var rúmlega 6,1 milljón tonn árið 2016. Stráum sesamplöntunnar er safnað saman í knippi sem standa upp á endann. Fræin eru hrist úr knippunum eftir að þau hafa náð þroska. Sesamum indicum er sú tegund sem mest er ræktuð og við þekkjum sem sesamfræ og er notuð í sesamolíu. Sesambeygla. Vélvædd sesamuppskera. Vegg- og þakklæðningar | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | S t a n g a r h y l 7 | s í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Við finnum lausn sem hentar Þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.