Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 38

Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201938 LANDGRÆÐSLAN Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda í samstarfsverkefni um sjálfbæra nýtingu beitarlands: Tæplega 50 aðilar taka þátt í Hagagæðum – Gott landlæsi er grundvöllur sjálfbærrar landnýtingar Árið 2017 stofnuðu Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda, verkefnið „Hagagæði“. Megin­ tilgangur verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og um leið tryggja velferð hrossa. Gott landlæsi landnotenda er grundvöllur sjálfbærrar land­ nýtingar. Þátttaka í verkefninu er valfrjáls. Standist beitarland þátttakenda sett úttektarviðmið, fá þátttakendur viðurkenningarskjal því til staðfestingar. Þátttakendur geta orðið hrossabændur og aðrir, sem halda hross í atvinnuskyni og/ eða til brúkunar í tómstundum. Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar annast úttektir beitarlanda og hafa umsjón með „Hagagæðum“. Haustið 2017 var fyrsta starfsár „Hagagæða“ og hlutu þá 44 bú viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. Árið 2018 héldu þau bú öll áfram í verkefninu og 4 ný bú bættust við og urðu þátttökubú þá 48 talsins. Þátttaka og kynning Árið 2018 var fjöldi þátttökubúa mestur á Norðurlandi vestra, 22 talsins. Þar af eru 14 bú í Skagafirði. Á Norðurlandi eystra eru sjö bú, fimm vestanlands og 14 á Suðurlandi. Búunum fjölgaði um 4 frá árinu 2017. Gert var logo fyrir „Hagagæði“ og útbúið viðurkenningarskjal til þátttakenda í verkefninu. Einnig fengu þátttakendur merki (límmiða) „Hagagæða“, sem þeir geta notað til að merkja bíla, hestakerrur eða annað, sem þeim þykir henta. Ferðaþjónustubú hafa hag af þátttöku Eftirsóknarvert er fyrir þá, sem halda hross í atvinnuskyni, s.s. hestaleigur og ferðaþjónustur, að öðlast þá viðurkenningu sem felst í þátttöku í „Hagagæðum“. Fyrsta ferðaþjónustubúið hóf þátttöku 2018. Sama gildir um sveitarfélög, hestamannafélög og aðra, sem eiga eða hafa umsjón með hrossabeitarhólfum. Ekki er sjálfgefið að beitarland allra standist ástandskröfur Hagagæða en þá er mjög brýnt að viðkomandi geri þær úrbætur, sem þarf til að landnýting þeirra sé með sómasamlegum hætti. Enn finnast víða um land dæmi um ofbeit af völdum hrossa. Oftast er vankunnáttu og skussahætti landnotenda um að kenna. Héraðsfulltrúar Landgræðslu ríkisins bjóða upp á ráðgjöf um landbætur og beitarstýringu til þeirra landnotenda er þess óska. Bjarni Maronsson, verkefnisstjóri Hagagæða Hagagæði 2018. Árið 2018 stóðust eftirtalin hrossabú úttektir vegna landnýtingar Nafn jarðar Bóndi Sýsla 1. Sauðanes Ágúst M. Ágústsson/Steinunn Halldórsdóttir Norður-Þingeyjarsýsla 2. Bakki, Svarfaðardal Þór Ingvason Eyjafjarðarsýsla 3. Bringa Bringa ehf. Sverrir Reynir/Guðbjörg Jóna Eyjafjarðarsýsla 4. Hólsgerði Brynjar Skúlason/Sigríður Bjarnadóttir Eyjafjarðarsýsla 5. Jarðbrú Þorsteinn Hólm Stefánsson/Þröstur Karlsson Eyjafjarðarsýsla 6. Litla-Brekka Vignir Sigurðsson Eyjafjarðarsýsla 7. Litli-Dalur Kristín Thorberg Eyjafjarðarsýsla 8. Ásgeirsbrekka Jóhann Ingi Haraldsson Skagafjarðarsýsla 9. Bær Höfðaströnd ehf/Sigmar Bragason Skagafjarðarsýsla 10. Enni Haraldur þ. Jóhannsson/Eindís Kristjánsdóttir Skagafjarðarsýsla 11. Flugumýri II Flugumýri ehf. Anna Sigurðardóttir Skagafjarðarsýsla 12. Hafsteinsstaðir Skapti Steinbjörnsson/Hildur Claessen Skagafjarðarsýsla 13. Hólar í Hjaltadal Hólaskóli Skagafjarðarsýsla 14. Hverhólar Freysteinn Traustason/Birna S. Hafsteinsdóttir Skagafjarðarsýsla 15. Íbishóll Íbishóll ehf, Magnús Bragi/Elisabeth Jansen. Skagafjarðarsýsla 16. Kálfsstaðir Ólafur Sigurgeirsson/Sigríður Björnsdóttir Skagafjarðarsýsla 17. Nautabú Karen Steindórsdóttir/Eyjólfur Þórarinsson Skagafjarðarsýsla 18. Tunguháls II Líney Hjálmarsdóttir Skagafjarðarsýsla 19. Víðidalur/Kirkjuhóll Pétur Stefánsson Skagafjarðarsýsla 20. Ytra-Skörðugil Ingimar Ingimarsson Skagafjarðarsýsla 21. Ytra-Vallholt Vallholt ehf. Björn og Harpa Skagafjarðarsýsla 22. Geitaskarð Íslensk hrossarækt Austur-Húnavatnss. 23. Hof í Vatnsdal Jón Gíslason/Eline Schrijver Austur-Húnavatnss. 24. Hólabak Björn Magnússon Austur-Húnavatnss. 25. Steinnes Magnús Jósefsson Austur-Húnavatnss. 26. Auðunnarstaðir I Júlíus G. Antonsson Vestur-Húnavatnss. 27. Stóra-Ásgeirsá Elías Guðmundsson/Magnús Á. Elíasson Vestur-Húnavatnssýsla 28. Ytri-Þóreyjarnúpur Þórey ehf/ Gerður Hauksdóttir Vestur-Húnavatnssýsla 29. Þóreyjarnúpur Þóreyjarnúpshestar ehf/Halldór G.Guðnason Vestur-Húnavatnssýsla 30. Hjarðarholt Þorvaldur T. Jónsson/Hrefna B. Jónsdóttir Mýra-og Borgarfjarðars. 31. Lundar II Sigbjörn Björnsson Mýra-og Borgarfjarðars. 32. Oddsstaðir I Sigurður O. Ragnarsson/Guðbjörg Ólafsdóttir Mýra-og Borgarfjarðars. 33. Ölvaldsstaðir IV Guðrún Fjeldsted Mýra-og Borgarfjarðars. 34. Hömluholt Gísli Guðmundsson Snæfellsnessýsla 35. Auðsholtshjáleiga/Grænhóll Gunnar Arnarson Árnessýsla 36. Hólar í Árborg Ímastaðir ehf/Einar Hallsson Árnessýsla 37. Hraun I Hrafnkell Karlsson Árnessýsla 38. Hvoll I Ólafur H. Einarsson Árnessýsla 39. Kjóastaðir II Geysir hestar/Hjalti og Ása Árnessýsla 40. Litlaland Sveinn Steinarsson Árnessýsla 41. Árbæjarhjáleiga Kristinn Guðnason/Marjolijn Tiepen Rangárvallasýsla 42. Ásborg Eydís Þ. Indriðadóttir Rangárvallasýsla 43. Fet/Lindarbær Fet ehf Rangárvallasýsla 44. Gunnarsholt Ágústa Helgadóttir Rangárvallasýsla 45. Hemla Vignir Siggeirsson/Lovísa Ragnarsdóttir Rangárvallasýsla 46. Kirkjubær Kirkjubæjarbúið/Ágúst Sigurðsson Rangárvallasýsla 47. Oddhóll Sigurbjörn Bárðarson Rangárvallasýsla 48. Vakursstaðir Valdimar Bergstað/Halldóra Baldvinsdóttir Rangárvallasýsla Bjarni Maronsson. Hross í haga. Mynd / HKr. LESENDABÁS Pólitískan fallþunga í kjötmálið Landbúnaðarráðherra hefur nú kynnt frumvarp sitt um innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Að öllu óbreyttu mun það taka gildi 1. september nk. Frumvarpið er viðbrögð stjórnvalda við dómi EFTA­ dómstólsins og Hæstaréttar Íslands þess efnis að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutning á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmist ekki ákvæðum EES­ samningsins. Hér er á ferðinni stórmál sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir búfjárstofna okkar og þar með okkar hreina landbúnað, auk þess sem málið varðar lýðheilsu landsmanna. Forsaga málsins lýtur að matvælalöggjöf ESB sem var tekin upp í EES­samninginn árið 2007 en lögfest tveimur árum síðar með aukaákvæði um frystiskyldu. Ljóst má vera að í aðdraganda þess sváfu stjórnvöld á verðinum og hefðu átt að halda sérstöðu okkar á lofti með kröftugum hætti. Bændasamtökin hafa ályktað á þann veg að frumvarpið sé fullkomin uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar og skal hér tekið undir það. Slök hagsmunagæsla ríkisstjórnarinnar Á Alþingi í síðustu viku spurði ég utanríkisráðherra hvort hann hafi beitt sér pólitískt í málinu á vettvangi ESB. Kvaðst hann hafa hringt í utanríkismálastjóra ESB. Fyrir litla eyþjóð eins og Ísland eru hagsmunir málsins miklu stærri en svo að eitt símtal dugi til og verður þetta að teljast fremur slök hagsmunagæsla. Einnig spurði ég ráðherra hvort að málið hafi verið tekið upp í sameiginlegu EES­nefndinni en þar skal ræða deilumál sem geta komið upp í framkvæmd samningsins. Ráðherra svaraði spurningunni ekki enda veit hann sem er að málið hefur ekki verið rætt á vettvangi nefndarinnar og verður það að teljast einkennilegt. Að hálfu ESB er þetta mál rekið af öflugustu hagsmunaklíkunni innan Evrópusambandsins, embættismönnum landbúnaðar­ mála ESB. Ríkisstjórnin verður að setja allt sitt pólitíska vægi í málið. Forsætisráðherra verður að funda hið fyrsta með Jean Claude Junker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og óska eftir því að sérstaða Íslands verði viðurkennd. Annað væri uppgjöf. Landhelgisdeilan við Breta og kjötmálið Í landhelgisdeilunni við Breta lögðum við fram veigamikil gögn sem studdu okkar málstað. Gögn eins og skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ofveiði. Rökin voru okkar megin og við náðum að lokum sigri gegn heimsveldi. Hið sama á við í þessu máli. Sérstaða okkar er ótvíræð. Íslenskir búfjárstofnar hafa verið einangraðir um aldir og hafa aldrei komist í snertingu við smitefni margra búfjárstofna, sem eru landlægir í Evrópu og víðar. Rökin eru okkar megin. Hagnýting náttúruauðlinda í landbúnaði byggist á þekkingu rétt eins og hagnýting náttúruauðlinda í sjávarútvegi. Ólafur Jóhannesson forsætis­ ráðherra sagði í landhelgismálinu að samkomulag væri útilokað nema litið yrði með fyllstu sanngirni á aðstæður okkar. – Orð sem eiga sannarlega við í þessu máli. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Birgir Þórarinsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.