Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 39

Bændablaðið - 14.03.2019, Síða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 39 Draghálsi 14 - 16 · S ími 4 12 12 00 www.isleifur.is Ný og handhæg kaldavatnsdæla Scala2 er að fullu sambyggð vatnsdæla sem skilar jöfnum vatnsþrýsting í alla krana. Einföld lögun og lausn sem er auðveld í uppsetningu. Með forstilltri dælu, stýrir Scala2 afköstum miðað við rennsli. Skala2 er með vatnskældum mótor, sem gerir hana afar hljóðláta. Niðurstaðan er hámarks þægindi með lámarks fyrirhöfn. Scala2 3-45 Straumhvörf í neysluvatnsdælum Scala2 3-45 Toyota Land Crusier 150 sameinar betur en flestir bílar eiginleika rúmgóðs fjölskyldubíls og dugandi fjallabíls. Með AT33 lausninni getur Arctic Trucks gert bílinn þinn að öflugum ferðabíl sem opnar þér nýja möguleika til ferðalaga og veitir þér tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru á þægilegri máta. Ekki skemmir fyrir að bíllinn verður bæði glæsilegri og kraftalegri útlits! Ert þú ferðafær? EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is Arctic Trucks býður einnig stærri lausnir fyrir Land Cruiser 150, svo sem AT35, AT38 og AT44. Nánar á www.arctictrucks.is. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður Maríulyklar (Primula) eru stór ættkvísl blómfagurra plantna sem hafa verið vinsælar garðplöntur í aldanna rás. Eftirsóknarverð blómin eru gríðarlega fjölbreytt á litinn og margir safna ólíkum litbrigðum tegunda innan ættkvíslarinnar. Yfir 500 tegundir eru í ættkvíslinni og mikill áhugi víða á kynbótum til að búa til ný yrki. Nú þegar vorið er að nálgast færast þessi fallegu blóm úr uppeldi í íslenskum gróðrarstöðvum yfir í híbýli landsmanna. Einkum og sér í lagi er það tegundin laufeyjarlykill, Primula vulgaris, og yrki af honum sem koma á markað mjög snemma á vorin, sem vetrarblómstrandi maríulyklar eða prímúlur. Uppruni laufeyjarlykils Laufeyjarlykill er evrópsk tegund og sá maríulykill sem byrjar einna fyrst að blómstra á vorin, jafnvel í mars-apríl. Tegundin sjálf er gulblómstrandi. Nokkrar undirtegundir laufeyjarlykils er að finna austur um og yfir í Asíu og koma þar inn fleiri blómlitir. Laufeyjarlykillinn þrífst best í hæfilega rökum jarðvegi, hvorki of blautum né þurrum. Hann þarf ekki sól allan daginn og líður vel í hálfskugga. Heiti ættkvíslarinnar, Primula, er dregið af latneska orðinu primus sem þýðir að vera fyrstur, í tilfelli maríulykla að þeir eru fyrstir til að blómstra snemma vors. Ein smágerð tegund af maríulykilsætt, maríulykill (Primula stricta) lifir villt á Íslandi en er afar sjaldgæf og talin í hættu á að hverfa úr íslenskri náttúru. Önnur tegund, Davíðslykill (Primula egalikensis), hefur fundist á Íslandi en er nú talin útdauð hér. Útlitseinkenni Laufeyjarlykill er með heil, aflöng laufblöð sem sitja í jarðlægri hvirfingu og blómin koma upp á 10–15 cm háum stilkum, nokkur blóm í knippi á hverjum stöngli. Blómin geta verið einlit eða í fleiri litum, blómlitir skærir og á hverju ári koma fram ný og skemmtileg yrki sem heilla garðeigendur. Góð bæði inni og úti Yfirleitt tengir fólk að laufeyjarlykill sé útiblóm en hann má einnig nota sem inniplöntu. Hann er þá í sölu á útmánuðum og fram á sumar. Laufeyjarlykillinn verður yfirleitt aðeins einær sem inniplanta en gefur mikla gleði í lok vetrar með sínum marglitu blómum. Það getur verið erfitt að halda honum á lífi eftir að blómin hafa sölnað og því tilvalið að gróðursetja hann úti að því loknu, þá er hann líklegur til að tækla aðstæðurnar sjálfur sem útiplanta. Inniprímúlur verða endingar- betri ef þær eru hafðar á svölum stað í vægum skugga, td. á borði í stofu eða eldhúsi fremur en í gluggakistu yfir ofni og ekki látnar þorna, þá verða þær litrík síðvetrarblóm í heimahúsum. Laufeyjarlykill nær sjaldnast að lifa af veturinn nema í allra skjólbestu görðum og verður þá yfirleitt ekki langlífur. Hins vegar nýtist hann mjög vel eins og sumarblóm í ker og potta snemma vors, þegar fáar aðrar tegundir eru farnar að huga að blómgun og garðeigendur orðnir langeygir eftir blómum. Það er því tilvalið að gleðja augun og andann með laufeyjarlykli, þessum litríku síðvetrarblómum. Sigríður Embla Heiðmarsdóttir, nemandi á Garðplöntuframleiðslubraut Garðyrkjuskóla LbhÍ, Reykjum. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Maríulyklar, litríkt síðvetrarskraut Primula plöntur í Garðheimum. Myndir / Guðríður Helgadóttir. Gul Primula. Bleik Primula.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.