Bændablaðið - 14.03.2019, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 201942
Rétt eins og undanfarin ár hélt
þróun íslenskrar mjólkur
framleiðslu áfram í sömu átt á
liðnu ári með fjölgun kúabúa sem
nota mjaltaþjóna. Um áramótin
20172018 var fjöldi slíkra búa hér
á landi 180 en um nýliðin áramót
var fjöldinn kominn í 198 og nam
fjölgunin því 10% á einu ári.
Á árinu hætti eitt mjaltaþjónabú
í framleiðslu. Árið á undan fjölgaði
mjaltaþjónabúunum um 23% svo
heldur hefur hægst á þróuninni,
þó svo að hún sé enn hröð og
umtalsvert meiri en við sjáum í
nágrannalöndum okkar. Á sama
tímabili fjölgaði mjaltaþjónunum
úr 222 í 245 eða um 10,4% og voru
um áramótin fjórar mismunandi
tegundir mjaltaþjóna í notkun
hérlends þ.e. frá Lely, DeLaval,
GEA og Fullwood.
Hvert bú með 424 þúsund lítra
að jafnaði
Að jafnaði var hvert mjaltaþjónabú
sem lagði inn mjólk allt síðasta ár,
þ.e. tók ekki tæknina í notkun á árinu,
að leggja inn 424 þúsund lítra sem
er heldur minna en mjaltaþjónabú
í fullri framleiðslu allt árið 2017
lögðu inn. Eðlilega var töluverður
munur á milli mjaltaþjónabúanna og
þannig lögðu t.d. þrjú bú inn meira
en 1 milljón lítra hvert og 36 bú inn
meira en hálfa milljón lítra.
Hver mjaltaþjónn með 341
þúsund lítra
Sé einungis horft til gagna um þau
bú sem voru með mjaltaþjóna í
notkun allt síðasta ár þá nam innlögð
mjólk frá hverjum mjaltaþjóni
341 þúsund lítrum að jafnaði sem
er tvö þúsund lítrum minna en
meðalinnlögnin árið 2017. Líkt og
undanfarin ár munar afar miklu á
nýtingu mjaltaþjónanna á milli búa
en mesta magn, og nýtt Íslandsmet
eftir því sem greinarhöfundur veit
best, að baki einum mjaltaþjóni fór
í 590 þúsund lítra! Eins og mörg
undanfarin ár eru ekki mörg bú að
leggja inn meira en hálfa milljón
lítra, eftir einn mjaltaþjón en á árinu
2018 voru alls fjögur bú sem náðu
að framleiða meira en 500.000 lítra
með hverjum mjaltaþjóni.
Minnsta innlagða magnið á árinu
eftir einn mjaltaþjón voru 112 þúsund
lítrar og alls var meðalinnlögn 11
búa undir 200 þúsund lítrum að
jafnaði eftir hvern mjaltaþjón.
Reiknuð framleiðslugeta
mjaltaþjóna
Sé tekið mið af meðalframleiðslu
mjaltaþjónanna árið 2018 og
sú geta uppreiknuð á alla 245
mjaltaþjónana sem voru í notkun á
Íslandi um áramótin þá nemur ætluð
framleiðsla þeirra 83,5 milljónum
lítra sem væri þá um 55% af
landsframleiðslunni eins og hún
var á síðasta ári. Að sama skapi má
reikna út tæknilega framleiðslugetu
þessarar mjaltatækni miðað við bestu
íslensku aðstæður og hið nýsetta
Íslandsmet. Ef öll mjaltaþjónabúin
á Íslandi gætu nýtt mjaltaþjóna sína
jafn vel og það bú sem náði mestum
afurðum eftir sinn mjaltaþjón þá
gætu þau tæknilega séð lagt inn 145
milljónir lítra sem er um 95% af allri
ársframleiðslu mjólkur á Íslandi!
Auðvitað er óraunhæft að svo verði
raunin, þ.e. að hægt sé að nýta alla
mjaltaþjóna jafn vel enda aðstæður
ólíkar á milli búa en áhugaverð
staðreynd engu að síður að tæknileg
geta þessara 198 kúabúa sé svona
mikil. Dagljóst er að í ár, miðað
við þær tölur sem þegar hafa sést
um nýfjárfestingar í mjaltaþjónum
hérlendis á þessu ári, að tæknileg
framleiðslugeta mun verða í árslok
meiri en ársframleiðsla mjólkur allra
kúabúa landsins.
Átta bú með lægri frumutölu
en 125 þúsund
Undanfarin ár hafa margir íslenskir
kúabændur sýnt það og sannað að
með því að nota mjaltaþjónatæknina
er hægt að ná einstaklega
góðum árangri þegar horft er til
mjólkurgæða og árið í fyrra var
þar engin undantekning og í raun
bæting á árangri frá fyrri árum. Alls
náðu 8 kúabú þeim magnaða árangri
að vera með lægra vegið meðaltal
frumutölu en 125.000 frumur/ml og
lægsta vegna meðaltalið var 87.516
sem er afar góður árangur svo ekki
sé tekið dýpra í árinni!
Meðalfrumutalan 214 þúsund
frumur/ml
Að jafnaði var vegið meðaltal
frumutölu þeirra mjaltaþjónabúa
sem voru í fullri framleiðslu á síðasta
ári og stóðu ekki í breytingum, s.s.
stækkun með tilheyrandi mögulegu
raski, 214 þúsund frumur/ml. Ekkert
sérlega góður árangur að jafnaði
enda segir meðaltalið ekki allt eitt
og sér. Nokkur bú, 14 talsins, voru
nefninlega með allháa frumutölu eða
yfir 300.000 frumur/ml sem togar
meðaltalið vel upp og það hæsta
með 359 þúsund frumur/ml. Þessi
bú eiga augljóslega við alvarlegan
vanda að etja og þrjátíu til viðbótar,
sem lágu á bilinu 250.000 frumur/
ml til 300.000 frumur/ml, geta
bætt verulega reksturinn með því
að ná tökum á hinni háu frumutölu.
Há frumutala hefur margoft verið
beintengd við rekstrarafkomu
kúabúa vegna ýmissa þátta eins
og afurðataps, kostnaðar við
meðferðir kúa, lélegri endingar kúa
og margt fleira mætti tína til. Það
er því dagljóst að þau bú sem eru
að slást við svona háa frumutölu
geta stórbætt reksturinn með bættu
júgurheilbrigði og þessum árangri er
hægt að ná óháð því hvaða tegund
mjaltaþjóns er notuð, það sýna
okkar eigin tölur um búin sem ná
einna bestum árangri.
19 bú með meðaltal líftölu lægri
en 15 þúsund/ml
Líkt og með þróun frumutölu á
mjaltaþjónabúum þá hefur líftala
þessara búa einnig tekið verulegum
breytingum á liðnum árum og hefur
verið afar ánægjulegt að fylgjast
með þeirri þróun sem hefur átt sér
stað. Áður fyrr var það frekar oft
að líftala mjólkurinnar frá búum
með mjaltaþjóna átti það til að vera
í hærra lagi en bæði með aukinni
þekkingu á notkun mjaltaþjóna og
vissulega betri tækni í dag en áður
fyrr þá hafa orðið miklar breytingar
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Ólífutré eru viðkvæm fyrir snöggum og tíðum veðrabreytingum og slíkar
breytingar gera þau einnig viðkvæmari fyrir sýkingum.
Uppskerubrestur á ólífum:
Versta uppskera í 25 ár
Ólífubændur á Ítalíu standa
frammi fyrir því að uppskera
á ólífum í ár er 57% minni en í
meðalári og sú minnsta í 25 ár.
Ástæða uppskerubrestsins eru
sagðar vera breytingar á veðri sem
hafi leitt til þess að veðurfar á
stórum ólífuræktarsvæðum sé orðið
óhagstætt fyrir ólífutré. Hugsanlegt
er talið að Ítalía þurfi að flytja inn
ólífur þegar líða tekur á árið.
Breytingarnar á veðri sem
eru að valda ítölskum og öðrum
ólífuræktarbændum í kringum
Miðjarðarhafið vandræðum felast
í óvenju miklum rigningum,
óvenjulegum vorfrostum, hvössum
vindum og sumarþurrkum.
Sérfræðingar á vegum
Sameinuðu þjóðanna á sviði
loftslagsbreytinga segja að
breytingar á veðurfari við
Miðjarðarhafið sem dregið hafa
úr ólífuuppskeru séu upphafið að
enn meiri breytingum í veðri þar
um slóðir.
Ólífutré eru viðkvæm fyrir
snöggum og tíðum veðrabreytingum
og slíkar breytingar gera þau
einnig viðkvæmari fyrir sýkingu
og ekki síst bakteríu sem kallast
xylella fastidiosa og herjað hefur
á ólífutrjáalundi í löndunum við
Miðjarðarhaf undanfarin ár.
Yfirvöld á Ítalíu hafa lofað að
hlaupa undir bagga með bændum
en tap þeirra er metið í hundruðum
milljóna evra.
Samkvæmt spám kommisara
Evrópusambandsins má búast við
að uppskera á ólífum á þessu ári
verði að minnsta kosti 20% minni í
Portúgal og 42% minni í Grikklandi
en í meðalári. /VH
Dauður albatrosi á langlínubeitu.
Fiskveiðar og meðafli:
Albatrosum fækkar
Fuglaáhugamenn og aðrir um
hverfis sinnar segja að af 22
tegundum albatrosa í heiminum
séu 15 í útrýmingarhættu. Megin
ástæða þess er sögð vera að
fuglarnir veiðist sem meðafli lang
línubáta.
Upplýsingar frá gervihnöttum
sýna að albratrosum í heiminum
fækkar stöðugt og að fjöldi fuglanna
veiðist á línu túnfiskveiðibáta og
annarra langlínubáta. Talið er að
innann við 15% langlínubáta geri
þær varúðarráðstafanir sem taldar
eru nauðsynlegar til að koma í veg
fyrir að fuglarnir veiðist á línu.
Áætlað er að tugþúsundir
albatrosa drepist á hverju ári eftir
að hafa steypt sér í hafið eftir beitu
langlínubáta og fest á öngli. Auk
albatrosa er beita eftirsótt af öðrum
tegundum sjófugla, skjaldbökum og
smáum hvölum.
Samkvæmt Global Fishing Watch
eru nútímafiskveiðar ástæða þess að
stofnum albatrosa í heiminum hefur
fækkað um þrjá fjórðu undanfarna
áratugi. /VH
Bænda
28. mars
Um áramótin 2017–2018 var fjöldi mjaltaþjónabúa hér á landi 180. Um nýliðin áramót var fjöldinn kominn í 198 og
nam fjölgunin því 10% á einu ári.
Mjaltaþjónabúum fjölgar jafnt
og þétt hér á landi