Bændablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. mars 2019 43
Knowledge grows
Ert þú að reikna með
búfjáráburði?
Markviss nýting á búfjáráburði skiptir miklu máli þegar kemur að því að hámarka
nýtingu næringarefna úr tilbúnum áburði. Við gerð áburðaráætlana er gjarnan
stuðst við leiðbeinandi gildi varðandi efnainnihald búfjáráburðar. Rannsóknir
hafa hins vegar sýnt að það getur verið mikill breytileiki milli bæja á efnainnihald
og þurrefni búfjáráburðar. Með því að láta greina efnainnihald búfjáráburðar
má fá mikilvægar upplýsingar um styrk næringarefna og þurrefni. Þannig
má velja rétta áburðartegund og réttan áburðarskammt í samræmi við magn
næringarefna sem borin eru á með búfjáráburði.
Sláturfélag Suðurlands svf. | Sími 575 6000 | yara@yara.is | www.yara.is
Á gröfunum hér að ofan má sjá niðurstöður efnamælinga á búfjáráburði hjá nokkrum
viðskiptavinum Yara árið 2017. Rauðu línurnar sýna leiðbeinandi efnainnihald við
6,2% þurrefni.
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0
Kg
/t
on
n
Þurrefni
N-NH4
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0
Kg
/t
on
n
Þurrefni
Fosfór
Í töflunni eru dæmi frá tveimur bændum. Gert er ráð fyrir að báðir bera á sama
magn af búfjáráburði eða 20 tonn/ha. Skoðaður er munur á magni næringarefna, út
frá efnamælingu búfjáráburðar. Munur á þurrefni skýrir hluta þess breytileika sem
fram kemur í niðurstöðum. Hjá bónda A var þurrefnið 3,6% og hjá bónda B 8,1%.
Bóndi A Bóndi B Munur
Magn í
búfjáráburði Áborið magn
Magn í
búfjáráburði Áborið magn
Áborið
magn
N 2,1 kg/tonn 42 kg/ha 3,4 kg/tonn 68 kg/ha 26 kg/ha
P 0,2 kg/tonn 4 kg/ha 0,9 kg/tonn 18 kg/ha 14 kg/ha
K 0,7 kg/tonn 14 kg/ha 3,3 kg/tonn 66 kg/ha 52 kg/ha
- Bóndi A - Bóndi B
á þessu. Þannig náðu t.d. 19 bú að
vera með vegið meðaltal líftölu
undir 15 þúsundum á síðasta ári
og það lægsta var með að jafnaði
8.375/ml. Vegið meðaltal allra búa
sem voru í fullri framleiðslu og
stóðu ekki í breytingum á árinu var
33.996/ml.
Líkt og undanfarin ár áttu nokkur
bú í vandræðum með líftölu á
síðasta ári en hlutfall búa með svona
vandamál hefur þó farið lækkandi á
liðnum árum. Í fyrra voru 21 bú með
hærri líftölu að jafnaði en 50.000/
ml og það hæsta þeirra var með að
jafnaði 151 þúsund/ml. Sem fyrr
sýna þessar niðurstöður að mikill
breytileiki er á milli einstakra búa
sem þó eru að nota afar áþekka
tækni og bendir það til þess að
stór hluti af þessum mun skýrist
af bústjórnarlegum og mannlegum
þáttum, þ.e. umgengni og almennu
reglubundnu viðhaldi þó svo að
vissulega sé ekki hægt að útiloka
að bilanir á mjaltatækninni geti skýrt
hátt meðaltal. Skýringin felst í því
að bilanir leiða oft til líftöluskota,
sem geta gjörbreytt meðaltalinu þó
svo að vegið sé.
Samantekt þessi byggir á upplýs
ingum frá Auðhumlu, Mjólkur
afurðastöð KS og RML, auk þess
að byggja á upplýsingum frá öllum
innflytjendum mjaltaþjóna á Íslandi.
LÍF&STARF
Mikil umskipti í hafnarstarfsemi á Húsavík:
Sprenging í skipakomum og flestar tengjast þær PCC á Bakka
Sprenging hefur orðið í komum
flutningaskipa til Húsavíkur, en
árið 2013 komu þrjú slík skip í
Húsavíkurhöfn, í fyrra voru þau
64. Samkvæmt upplýsingum frá
Húsavíkurhöfn er reiknað með
frekari aukningu á þessu ári, eða
um 80 flutningaskipum. Flestar
komur flutningaskipa tengjast
starfsemi PCC á Bakka.
Ljóst er að verksmiðja PCC á
Bakka hefur haft mjög jákvæð áhrif
á atvinnulífið á svæðinu, ekki síst
þar sem ferðaþjónustan hefur verið
að gefa aðeins eftir segir í umfjöllun
á heimasíðu Framsýnar á Húsavík.
Þar kemur fram að 140 manns
starfi á Bakka auk þess sem
fjöldinn allur af afleiddum
störfum hafi skapast á ýmsum
sviðum atvinnulífsins.
Yfir sama tímabil hefur
komum skemmtiferðaskipa
einnig fjölgað. Árið 2013
komu 6 skemmtiferðaskip
til Húsavíkur en árið 2018
kom 41 skemmtiferðaskip
en heldur dregur úr á
þessu ári, búist er við að
skemmtiferðaskipin verði um
30 talsins í ár. Á árinu 2020 er spáð
að skemmtiferðaskipum muni fjölga
og þegar hafa 33 skip boðað komu
sína, m.a. stærri skip en áður hafa
komið til Húsavíkur. Eitt þeirra
er 231 metri að lengd og um
45.000 brúttótonn.
Ekki er talið ólíklegt að
opnun Dettifossvegar með
bundnu slitlagi eigi eftir
að fjölga skipakomum til
Húsavíkur enn frekar enda
opnast þá einn fallegasti
hringur landsins hvað
náttúrufegurð varðar „og
þá skemmir ekki fyrir að
fallegasta fólkið á Íslandi býr
í Þingeyjarsýslum,“ svo vitnað
sé orðrétt í frétt á vef Framsýnar.
/MÞÞ
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur,
þau voru 64 í fyrra. Mynd / Framsýn
Byggðastofnun:
Styrkir rekstur
í strjálbýlinu
Byggðastofnun hefur nú
undirritað samninga vegna sex
verslunarverkefna á starfssvæði
sínu á grundvelli stefnumótandi
byggðaáætlunar fyrir árin
2018–2024 þar sem m.a. er
kveðið á um framlög til að styðja
verslun í strjálbýli. Alls eru gefin
fyrirheit um styrki að upphæð
25,7 milljónir króna á árunum
fram til ársins 2021.
Markmið með framlögunum
er að styðja verslun í skilgreindu
strjálbýli fjarri stórum þjónustu
kjörnum, þar sem verslun hefur átt
erfitt uppdráttar.
Borgarfjörður og Árneshreppur
Eitt þeirra verkefna sem hlaut
styrk er Gusa ehf. sem hlaut eina
milljón króna vegna Búðarinnar
í Borgarfirði, en hún var opnuð
síðastliðið sumar. Styrkur verður
m.a. notaður í að fullgera húsnæði
og auka þjónustu. Þá hlaut
Árneshreppur styrk að upphæð 7,2
milljónir króna fyrir árin 2019 til
2021 vegna verslunar í Norðurfirði,
en hún hefur verið lokuð frá því
síðasta haust.
Hrísey og Hólmavík
Hríseyjarbúðin fékk 6,3 milljónir
í styrki fram til ársins 2021 vegna
verslunar í Hrísey. Matvöruverslun
hefur verið í eyjunni frá 2015 og í
eigu 52 hluthafa. Þar er fjölbreytt
þjónusta, auk sölu á matvöru
er þar bankaþjónusta, pósthús
og kaffiveitingar. Kaupfélag
Steingrímsfjarðar hlýtur styrk að
upphæð 3,3 milljónir króna vegna
Strandakjarna í Hólmavík. Byggja
á KSH upp sem þjónustukjarna
og verður gerð þarfa og
kostnaðargreining.
Grímsey og Raufarhöfn
Þá fær verslunin Urð á Raufarhöfn
5,5 milljónir króna til að tryggja
áframhaldandi verslun með dagvöru
í sveitarfélaginu. Að lokum má nefna
að Kríuveitingar ehf. hljóta styrk að
upphæð 2,4 milljónir króna vegna
verkefnisins um verslunarrekstur í
Grímsey. Markmiðið er að tryggja
að áfram verði verslun í Grímey og
halda á versluninni opinni allt árið
um kring. /MÞÞ