Bændablaðið - 14.02.2019, Side 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201910
FRÉTTIR
Logi Sigurðsson tók nýverið við
bústjórn á Hesti, sem er tilrauna- og
kennslubú Landbúnaðarháskóla
Íslands í sauðfjárrækt í Andakíl
í Borgarfirði.
Hann er ættaður úr Reykjavík
en fjölskylda hans fluttist í
Borgarfjörðinn þegar hann var sex
ára. Fyrst bjuggu þau að Hvítárbakka
í Bæjarsveit, en fluttust síðan í
Steinahlíð í Lundarreykjadal árið
2008 þar sem foreldrar hans byggðu
sér hús.
„Ég og kona mín, Lára
Lárusdóttir, byggðum okkur síðan
hús á jörðinni árið 2017 og búum
við þar ásamt dóttur okkar.
Í draumastarfinu
Logi segir að starfið leggist vel í sig
og hann er mjög spenntur að takast á
við verkefnið. „Ég hef mjög mikinn
áhuga á sauðfjárrækt og er þetta því
draumastarf mitt. Ég tek við góðu
búi af þeim Helga Elí og Snædísi
sem ráku búið áður.
Staðan var auglýst og ég sótti
um, en alls bárust níu umsóknir
um stöðuna. Gerð var krafa um
búfræðipróf og voru allir sem það
höfðu kallaðir í viðtöl. Mér lánaðist
svo að vera valinn úr þeim hópi.
Hestur er merkilegt sauðfjárbú.
Þar hafa verið stundaðar afkvæma-
rannsóknir síðan 1957. Gríðarlegu
magni upplýsinga hefur því verið
safnað í gegnum tíðina á þessu búi
og eru þær upplýsingar gríðarlega
verðmætar fyrir sauðfjárræktina og
rannsóknir í tengslum við hana.
Margir góðir hrútar hafa komið
frá Hesti á sæðingarstöðvarnar,
svo sem Raftur og Kveikur en þeir
eiga enn þann dag í dag töluverða
erfðahlutdeild í stofninum.
Nemendur Landbúnaðarháskólans
koma að Hesti í verklega kennslu
svo sem í gegningar og umhirðu
sauðfjár. Einnig eru stundaðar
ýmsar rannsóknir að Hesti en það
er mismunandi milli missera hve
mikið er um slíkt,“ segir Logi en
hann starfaði sem sumarstarfsmaður
á Hesti á árunum 2010 til 2013.
Stefnir að því að gera starfið
sýnilegra
Spurður um hvort hann sjái fyrir
breytingar á búrekstrinum í nánustu
framtíð segir Logi að hann sé enn þá
að koma sér inn í starfið. „Þó er stefnt
að því að efla búið enn frekar og gera
starfið sem þar fer fram sýnilegra.“
Hestur er staðsettur í 5 mínútna
fjarlægð frá Hvanneyri og er
fjárfjöldi um 650 vetrarfóðraðar
kindur. /smh
Í desember síðastliðnum sögðum
við hér í blaðinu frá lokaverkefni
Evu Margrétar Jónudóttur, við
auðlinda- og umhverfisdeild
Landbúnaðarháskóla Íslands, um
viðhorf íslenskra neytenda gagnvart
hrossakjöti og kauphegðun þeirra
á slíku kjöti. Þar kom fram að
hrossakjöt virðist ekki vera nógu
áberandi í verslunum og vegna
tilfinningaraka virðast margir
ekki vilja smakka slíkt kjöt. Sveinn
Steinarsson, formaður Félags
hrossabænda, segir að ákveðin
vinna sé nú í gangi til að bæta stöðu
hrossakjöts á mörkuðum.
„Það hófst markaðsátak í Japan
haustið 2016 þegar mjög illa gekk að
afsetja hross og er átakið enn í gangi.
Í upphafi var um valda vöðva að ræða
sem fluttir voru ferskir til Japans en
síðan hefur verkefnið undið upp á sig
og má segja að nú séu nær allir hlutar
hrossaskrokksins nýttir og mikill
áhugi sé fyrir því að koma folaldakjöti
einnig á Japansmarkað,“ segir Sveinn.
Hollusta og gæði hrossakjöts
Hann segir að félagið sé ekki með
beinum hætti í markaðssetningu á
hrossakjöti á Íslandi en alveg sé ljóst
að mikið meira megi gera og betur í
markaðsmálum og í framsetningu á
hrossa- og folaldakjöti. „Það liggja
fyrir upplýsingar sem staðfesta
hollustu og gæði hrossakjöts en
mér finnst vanta upp á vöruþróun
og síðan stöðugt framboð.
Við ætlum afurðastöðvum,
kjötvinnslum og verslunum að gera
betur, það eru klárlega heilmikil
tækifæri hérlendis með hrossakjötið.
Auðvitað vitum við að mörgum
reynist erfitt að borða hrossakjöt
vegna tenginga við hestinn sem vin
og félaga en það breytir því ekki
að hross þarf að fella ýmissa hluta
vegna og það verður ekki gert með
öðrum hætti en gegnum afsetningu
og úrvinnslu,“ segir Sveinn.
Nýting á frampartinum
vandamál
Sendar voru fyrirspurnir til
Sláturfélags Suðurlands og
Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skag-
firðinga varðandi hlutfall hrossa
og fjölda í heildarsláturfjölda og
hvað verði um það kjöt sem kemur
inn til þeirra. Í svari Benedikts
Benediktssonar, framleiðslustjóra
Sláturfélags Suðurlands, kemur
fram að hlutfall hrossa hjá þeim
sé um átta prósent og folalda um
fjögur prósent í heildarsláturmagni
(þyngd). „Hrossin eru um 320 tonn
(2.061 gripir) og folöld (1.709
gripir) um 163 tonn. Hrossin fara
í þurrpylsuframleiðslu, saltkjöt og
bjúgu. Mikið er selt af lærvöðvum
í kjötborð. Þá flytjum við í hverri
viku ferskt hrossakjöt til Sviss, um
20 hross á viku.
Nýtingin á frampartinum hefur
verið vandamál, en hann er fluttur
út í dýrafóður á mjög lágu verði.
En með honum náum við einnig
að selja mikið af „aukafurðum“;
lifur, þindar, hálsæðar, fitu, bein,
lungu og hjörtu,“ segir Benedikt.
Vöðvar af folöldum á
innlendan markað en
vinnsluefni út
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
Kjötafurðastöðvar Kaupfélags
Skagfirðinga, segir að á síðasta ári
hafi hlutur hrossa verið rúm 101
tonn (572 gripir) og folalda rúm
52 tonn (646 gripir), samtals rúm
16,3 prósent í heildarsláturmagni
(þyngd) Kjötafurðastöðvarinnar.
„Við kaupum svo til viðbótar frá
kjötvinnslum B. Jensen og Esju
og sláturhúsinu á Hellu.
Vöðvar af folöldum fara á
innlendan markað, en vinnsluefni
á erlendan markað.“
Vöruþróunarverkefni í Japan
„Við erum í vöruþróunarverkefni
með folaldakjöt til Japans, með
framparta og síður í samstarfi
við þarlenda kaupendur, Erlend
Garðarsson og hrossabændur.
Varðandi kjöt af fullorðnu,
þá fara lundir, hryggvöðvar og
innralæri á innlendan markað.
Blandaðir vöðvar á Ítalíu.
Fitusprengdir vöðvar og fleiri
bitar, til dæmis úr síðu og innmat,
fara á Japansmarkað.
Það er vöruþróun í gangi sem
lýtur að framleiðslu hráfóðurs
fyrir hunda. Þá erum við að skoða
kaup á pökkunarvél til pökkunar á
skammtaskornum steikum,“ segir
Ágúst. /smh
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda og Erlendur Á.
Garðarsson, sem hefur unnið að markaðssetningu á hrossakjöti í Japan
með íslenskum hrossabændum. Mynd / HKr.
Ragnheiður Þórarinsdóttir, sem er nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands,
skoðar fjárhúsin á Hesti með Loga á dögunum. Mynd / LbhÍ
Logi Sigurðsson er nýr
bústjóri á Hesti
– Segist vera kominn í draumastarfið
Uppbyggingarsjóður Austurlands:
60 milljónir í ríflega 60 verkefni
Ríflega 60 milljónum króna
hefur verið úthlutað úr Upp-
byggingarsjóði Austurlands til
verkefna sem efla atvinnuþróun
og menningu í landshlutanum.
Athöfnin fór fram fyrir nokkru í
Valaskjálf á Egilsstöðum.
Til úthlutunar að þessu sinni
voru 60.316.000 kr. og veittur
61 styrkur: 30 til menningarmála
upp á 27,9 milljónir og 25 styrkir
til atvinnuþróunar upp á alls 24
milljónir. Að auki voru veittar 8,2
milljónir til stofn- og rekstrarstyrkja
á sviði menningar. Alls bárust 116
umsóknir sem er svipaður fjöldi og
á síðasta ári.
Kallað eftir verkefnum sem
tengdust mat
Mikill fjölbreytileiki er í
verkefnunum eins og áður. Í ár var
sérstaklega kallað eftir verkefnum
sem tengdust mataruppbyggingu
og matarmenningu og hlutu 13
verkefni sem lúta að nýsköpun
í matvælaframleiðslu styrki.
Má þar nefna hæsta styrk til
einstaklings sem ætlaður er til
þróunar á vörum úr sauðamjólk,
matarleikhús Óbyggðaseturs og
matarupplifunarferðamennsku
Adventura.
Skaftfell, sjálfseignarstofnun fékk
hæsta styrkinn, 3,2 milljónir króna,
Sinfóníuhljómsveit Austurlands fékk
3 milljónir, Lunga, listahátíð unga
fólksins, fékk einnig 3 milljónir.
Uppbyggingarsjóður Austurlands
hefur það hlutverk að styrkja
menningar-, nýsköpunar- og
atvinnuþróunarverkefni í samræmi
við sóknaráætlun landshlutans.
/MÞÞ
Gera þarf mikið meira og betur í markaðssetningu á hrossakjöti á Íslandi:
Upplýsingar liggja fyrir um
hollustu og gæði kjötsins
Styrkir úr Uppbyggingasjóði Austurlands voru afhentir við athöfn í Valaskjálf nýverið. Mynd / Austurbrú
Bæjarstjórn Akureyrar:
Möguleg jarðgöng undir Tröllaskaga
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
skorað á stjórnvöld að tryggja
í nýrri samgönguáætlun fjár-
mögnun grunnrannsókna og
samanburð á bestu kostum á
legu mögulegra jarðganga undir
Tröllaskaga, auk rannsóknar á
samfélags- og efnahagslegum
áhrifum sem leiða af nýjum
Trölla skagagöngum.
Tröllaskagagöng munu ótvírætt
hafa mikinn ávinning í för með
sér í formi styttingar vegalengda
á milli allra stærstu þéttbýlisstaða
á Norðurlandi, aukins öryggis
vegfarenda þar sem ný leið sem
sneiðir fram hjá hæstu fjallvegum yrði
til, stækkunar vinnusóknarsvæða,
styrkingar almennrar þjónustu og
eflingar ferðaþjónustu auk bættrar
samkeppnisstöðu landshlutans, segir
í bókun með áskorun bæjarstjórnar.
Slík jarðgöng myndu breyta
það miklu á stóru svæði að
örðugt er að sjá áhrifin fyrir án
ítarlegrar og faglegrar athugunar.
Bæjarstjórn Akureyrar leggur
þunga áherslu á að nauðsynlegur
undirbúningur og frumrannsóknir
vegna nýrra Tröllaskagaganga
hljóti fjármögnun innan nýrrar
samgönguáætlunar. /MÞÞ
Skagafjörður:
Vilja reisa fjölskyldugarð
Kiwanisklúbburinn Freyja í
Skagafirði hefur óskað eftir
samstarfi við Sveitarfélagið
Skagafjörð um að koma
upp Freyju-fjölskyldugarði
Skagafjarðar.
Óskað er eftir samstarfi við
að finna góða staðsetningu
fyrir fjölskyldugarðinn fyrir
sumarið 2019. Klúbburinn mun
sjá um fjárfestingu í leiktækjum
en viðhald svæðisins verði
í höndum sveitarfélagsins.
Markmiðið með því að reisa
garð af þessu tagi er að hlúa
að fjölskyldum, efla útiveru og
hreyfingu og stuðla um leið að
ánægjulegri samveru foreldra
og barna.
Bæjarráð Sveitarfélagsins
Skagafjarðar tók jákvætt í
erindið. /MÞÞ