Bændablaðið - 14.02.2019, Page 14

Bændablaðið - 14.02.2019, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201914 Starfshópur um úthlutun tollkvóta landbúnaðarvara hefur skilað skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni leggur meirihluti hópsins til breytingar á núverandi útboðskerfi þar sem tollkvótum er úthlutað til hæstbjóðanda og í stað þess verði farin svokölluð „hollensk útboðsleið“. Reikna má með að samkvæmt þeirri útboðsleið gæti kostnaður vegna útboða tollkvóta lækkað talsvert og ávinningur neytenda aukast frá því sem nú er. Jafnframt leggur hópurinn til að allur úthlutunarferill tollkvóta verði nútímavæddur og fari fram með rafrænum hætti. Leggja til „hollenskt“ útboð Starfshópinn skipuðu eftirfarandi: Óli Björn Kárason alþingismaður, formaður, Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands og Tryggvi Másson, sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Erna Bjarnadóttir, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í starfshópnum, segir að ráðherra hafi skipað hópinn til að fara yfir núverandi framkvæmd á útboði tollkvóta og benda á leiðir til úrbóta. „Starfshópurinn tók til starfa í sumar og var fulltrúum hagsmunasamtaka boðið að koma og kynna sín sjónarmið fyrir hópnum. Auk þess sem hópurinn viðaði að sér ýmiss konar gögnum um málið frá mörgum hliðum og gagnrýni á fyrirkomulagið. Niðurstaða meirihluta starfshópsins var að leggja til svokallað hollenskt útboð, til að koma til móts við þá gagnrýni að núverandi fyrirkomulag skili ekki ávinningi af tollfrjálsum tollkvótum til neytenda. Útboðsverð með þessu fyrirkomulagi verður jafnt lægsta samþykkta tilboði sem jafnframt ákvarðar sama verð fyrir allt magn þess tollkvóta sem í boði er. Þessi breyting mun að öllum líkindum leiða til þess að útboðsverð verður talsvert lægra en nú er. Erna segir að hópurinn hafi klofnað í afstöðu sinni. „Fulltrúi neytenda, Brynhildur Pétursdóttir, skilaði séráliti þar sem lagt er til að 50% kvótans verði úthlutað með hlutkesti og 50% kvótans verði úthlutað á grunni sögulegra viðskipta (markaðshlutdeild). Þessar tillögur eru í takt við hugmyndir sem komið hafa fram m.a. frá FA og SVÞ, sem kom mér frekar á óvart. Aðrir í hópnum skiluðu sameiginlegu áliti um útboð á kvótunum í nýju formi og telja það líklegast til að skila sér til neytenda.“ Ávinningur komist til neytenda í formi lægra vöruverðs Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði starfshópinn í júní 2018 og var hlutverk hans að endurskoða núverandi fyrirkomulag um úthlutun tollkvóta og finna leiðir til þess að koma ávinningnum sem skapast með þessum takmörkuðu gæðum í meira mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Lægra útboðsverð Meirihluti starfshópsins leggur til að tollkvótum verði úthlutað með útboði en stuðst verði við svokallað hollenskt útboð (e. Dutch auction). Útboðsverð innan þess fyrirkomulags yrði jafnt lægsta samþykkta tilboði sem jafnframt ákvarðar sama verð fyrir allt magn þess tollkvóta sem í boði er. Meginbreytingin sem fælist í þeirri úthlutunaraðferð er að útboðsverð tollkvóta yrði að öllum líkindum talsvert lægra en nú er. Þá telur starfshópurinn forgangs- mál að umsýsla og úthlutun tollkvóta verði færð sem mest á rafrænt form og að upplýsingar um verð og magn verði gerðar aðgengilegar. Jafnframt er lagt til að heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Þess í stað yrði byggt á sögulegri reynslu um opna tollkvóta, en algengt er að veittir séu tímabundnir tollkvótar, til dæmis vegna árstíðabundinna landbúnaðarvara. Myndist skortur á öðrum landbúnaðarvörum verða tollkvótar boðnir út með sama hætti og samningsbundnir kvótar. Markmiðið að skila ávinningnum til neytenda Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra segir í fréttatilkynningu um niðurstöðu samstarfshópsins að meginmarkmið þessarar vinnu hafi verið að finna leiðir til að koma ávinningnum sem skapast með þessum tollkvótum í ríkari mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. „Mér virðist sem sú tillaga sem hópurinn leggur til vera í góðu samræmi við þetta markmið og líst því heilt yfir vel á hana. Næsta skref er að vinna áfram með þessar niðurstöður hér í ráðuneytinu og vonandi kynna mögulegar breytingar á núgildandi regluverki síðar á þessu ári.“ /VH Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Erna Bjarnadóttir, fulltrúi Bænda- samtaka Íslands í starfshópi um endurskoðun tollkvóta landbúnaðar- vara. Skýrsla starfshóps um úthlutun tollkvóta: Núverandi útfærsla í raun skattur Í nýrri skýrslu um endurskoðun tollkvóta í landbúnaði er lögð til þar sem tollkvótum er úthlutað til hæstbjóðanda og í stað þess verði farið eftir svokallaðri hollenskri útboðsleið. Skógræktin og Vatnajökulsþjóðgarður gera samning um Ásbyrgi Samningur á milli Skógræktar- innar og Vatnajökuls þjóðgarðs um umsjón með Ásbyrgi í Kelduhverfi var undirritaður fyrir skömmu. Samkvæmt honum færist formleg umsjón jarðarinnar og allra mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs. Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar. Þrös tur Eyste insson skógræktar stjóri segir að einkum sé um tæknilegt atriði að ræða, þ.e. hvaða ríkisstofnun hafi opinbera umsjón með landi í eigu ríkisins og hefur til að mynda að gera með það hver sér um að greiða fasteignagjöld, viðhalda húsum og þess háttar. Samningurinn hefur ekki í för með sér neinar grundvallarbreytingar fyrir starfsemi í Ásbyrgi. Þó er viðbúið að hann muni einfalda ýmsa ferla, svo sem vegna gerðar nýs deiliskipulags sem hefur verið í pípunum í þó nokkurn tíma. „Í þessu tilviki var verið að færa opinbera umsjón frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs og réði þar mestu að þjóðgarðurinn notar húsin sem fylgja jörðinni en Skógræktin ekki. Samningurinn var staðfesting á að áfram verði samstarf beggja stofnana um skóginn í Ásbyrgi og að Skógræktin hafi áfram umsjón með landi Ásbyrgis sem er utan Þjóðgarðsins, norðan þjóðvegar,“ segir Þröstur. /MÞÞ FRÉTTIR Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast Mynd / HÓ Þrífösun rafmagns flýtt – Skaftárhreppur og Mýrar í fyrsta áfanga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020–2024. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um að flýta áformum um þrífösun. Átakið hefur einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar þar sem áhersla er lögð á þrífösun. Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Skaftárhreppur og Mýrar Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár, eða árið 2035. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020–2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum, Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps. /MHH Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. 28. eb úa adnæB f r r

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.