Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 21
til ræktunar á nytjaplöntum. Það
eru þó til aðrar aðferðir við að gera
verðmæti úr sorpi.
Framleiðsla á olíu
og margvíslegum efnum til
iðnaðar vel þekkt
Ein leið til að gera verðmæti úr sorpi
og öðrum úrgangi er að framleiða
úr því olíu sem eldsneyti, kolefnis-
svertu og gas. Slíkur tækjabúnaður
hefur það fram yfir sorpbrennslurnar
að geta verið smærri í sniðum, þar
sem ekki þarf að tryggja stöðugan
bruna allan sólarhringinn.
Kínverska fyrirtækið Hauayin
Group er eitt þeirra fyrirtækja sem
er leiðandi í framleiðslu á búnaði
til að umbreyta sorpi í olíu. Kalla
þeir þetta endurnýjanlega græna
olíuendurvinnslu. Þetta fyrirtæki
var stofnað í Xingxuang í Kína árið
1993 og er í eigu Xinxiang Huayin
Renewable Energy Equipment Co.
Ltd.
Aðferðin við að umbreyta sorpi
með kolun (pyrolysis) í olíu er vel
þekkt og hefur verið mikið notuð
víða um heim áratugum saman,
m.a. við að umbreyta lífmassa eins
og hálmi og timbri í olíu. Reyndar
á orðið „pyrolysis“ uppruna sinn
í grísku, og var aðferðin þekkt á
blómatíma Grikklands. Pyro þýðir
einfaldlega eldur og „lysis“ að leysa
í sundur. Þýska hernaðarveldi Hitlers
notaði líka þessa aðferð í stórum stíl
í seinni heimsstyrjöldinni til að búa
til dísilolíu á sínar vígvélar.
Búnaður til í mjög litlum
einingum
Tækjabúnaðurinn til að umbreyta
sorpi í olíu þarf ekki endilega að
vera ýkja stór og Kínverjar eru mjög
öflugir á því sviði. Á heimasíðu
Hauayin Group má sjá tæki sem
getur unnið úr 10 kg af dekkjaúrgangi
í einu og skilar um 85% af olíu úr
slíkum massa. Sem dæmi er nefnt
að í þennan kolunarofn var sett 4,6
kg af plastrusli sem skilaði 3,8 kg
af olíu. Það er því alveg ljóst að í
ruslinu liggja gríðarleg verðmæti ef
menn hafa rænu á að endurnýta það.
Tilvalið í endurnýtingu á
dekkjum og plasti
Í svona framleiðslu hentar vel að
nota notuð dekk og plast sem á að
mestu uppruna sinn að rekja í olíu.
Það er þó hægt að nýta ýmislegt fleira
eins og mengaðan jarðveg, ýmiss
konar olíuúrgang og lífmassa. Mór
sem til er í miklu magni á Íslandi er
t.d. mjög ákjósanlegt hráefni fyrir
svona vinnslu og þá væri í raun
hægt að slá tvær flugur í einu höggi
og koma í veg fyrir losun mómýra
á gróðurhúsalofttegundum og
framleiða þannig kolefnishlutlausa
olíu. Hafa sérfræðingar reyndar
bent á slíkan möguleika hér á landi
árum saman en við afar dræmar
undirtektir.
Olía sem framleidd er úr sorpi
þarf þó ekki að vera lokaafurð.
Hægt er að hengja við slíka
framleiðslu nær endalausa keðju
af úrvinnslumöguleikum, t.d.
við að framleiða plast, græðandi
smyrsl, lyf og ýmiss konar
iðnaðarvörur sem m.a. má finna
í flestum matvöruverslunum og
lyfjaverslunum á Íslandi. Það er í
raun sama efnaferli og víða er notað
í tengslum við olíuhreinsistöðvar.
100% mengunarlaus
dekkjaendurvinnsla
Hauayin Group framleiðir tækja-
búnað í ýmsum stærðum til
olíuframleiðslu úr plasti og ónýtum
dekkjum. Þær geta t.d. verið með
afkastagetu upp á 3 til 10 tonn á
sólarhring og afurðirnar eru þá
eldsneytisolía, kolefnissverta, stálvír
og gas. Undir slíka stöð þarf ekki
nema 300 til 400 fermetra pláss.
Slík stöð er með CE, ISO, SGS
og BV vottanir og er sögð vottuð
af Evrópusambandinu sem 100%
mengunarlaus dekkjaendurvinnsla,
enda er nýtingin á hráefninu 100%.
Sem dæmi um olíu sem fæst
úr mismunandi úrgangsefnum þá
gefur sæstrengur um 75% af olíu
úr hverju kílói. Gúmmíkaplar gefa
35%. Dekk af stórum vinnuvélum
gefa um 45–50% og fólksbíladekk
um 35–40% af olíu.
Kolefnissvertan eða sótduftið sem
til fellur úr slíkri endurvinnslu er
hægt að steypa í arinkubba. Einnig
er það mikið notað við framleiðslu
á nýjum dekkjum og sem litarefni
og í plastiðnaði.
Stálvírinn sem til fellur úr
dekkjaendurvinnslunni er m.a.
seldur í stálbræðslur.
Við efnaferlið í kolun á
dekkjunum verður til um 8–10% gas
sem m.a. má selja til að framleiða
hita í kyndistöðvum og hluti af því
er svo nýttur aftur í vinnsluferlinu.
Annað kínverskt fyrirtæki sem
framleiðir tækjabúnað í ýmsum
stærðum til endurvinnslu á
notuðum dekkjum er Henan, eða
Beston Group Ltd. Þeir framleiða
líka búnað til að endurvinna sorp
með niðurbroti við hátt hitastig
sem þeir kalla „anaerobic heating
technology“. Er verksmiðja af
þessum toga sögð ódýr og fljót
að borga sig upp með framleiðslu
á verðmætum efnum eins og olíu.
Slíkar verksmiðjur hafa verið seldar
víða um heim.
Enn eitt fyrirtækið er Yongle
Group í Kína sem framleiðir stöðvar
til endurnýtingar á margvíslegum
úrgangsefnum og sorpi. Þeir hafa
m.a. selt búnað í Bandaríkjunum,
Bretlandi og víðar í Evrópu og Asíu.
Til eru fjölmargar rannsóknir
á raunkostnaði við byggingu og
rekstur sorpendurvinnslustöðva af
ýmsu tagi með tilliti til kostnaðar og
verðmæta sem verða til, ýmist við
bruna eða við efnaumbreytingu. Þar
þarf því heldur ekki að leggjast lengi
undir feld til að finna út slíka hluti
sem víða ætti að vera hægt að nálgast
með lítilli fyrirhöfn. Hér á Íslandi
snýst spurningin kannski fyrst og
fremst um vilja og framtakssemi til
að taka á þessum málum.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Sorporkustöð sem brennir sorpi við háan hita og eyðir þannig hættulegum eiturefnum úr reyknum. Hún framleiðir
um leið hita- og raforku og askan er notuð í steypu.
Lítill endurvinnsluofn sem breytir notuðum dekkjum og plasti í olíu.
Dekkjaendurvinnslustöð í Bretlandi sem umbreytir dekkjum í eldsneyti.
Úrgangi er umbreytt í hráolíu. Hana má síðan vinna áfram í dísilolíu eða
önnur efni.
Í endurvinnslunni verður m.a. til
kolefnissverta sem nýta má í margs
konar iðnaðarvörur.