Bændablaðið - 14.02.2019, Side 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201922
SÝKLALYFJANOTKUN&ÁHÆTTUÞÆTTIR
Talað er um sýklalyfjaónæmi
þegar bakteríur geta varist
áhrifum lyfja sem áður voru
notuð til að meðhöndla sjúkdóma
af völdum viðkomandi bakteríu.
Um er að ræða mjög vaxandi
vandamál og eina mestu ógn
sem mannkynið þarf að glíma
við næstu áratugi. Árið 2017
dóu t.d. 33.000 manns í Evrópu
einni af völdum baktería sem
engin sýklalyf réðu við og hafði
sú tala hækkað um 8 þúsund
frá árinu áður. Óþarfi er að
nefna að fjárhagslegt tjón er
gríðarlegt og fer ört vaxandi.
Hvernig mynda bakteríur
ónæmi fyrir sýklalyfjum?
Náttúrulegar stökkbreytingar í
erfðaefni baktería gerast ótt og
títt og eru aðalástæðan fyrir því
að bakteríur verða ónæmar fyrir
sýklalyfjum. Í nærveru sýklalyfja
lifa ónæmar bakteríur af og þannig
er hægt að segja að í hvert skipti
sem sýklalyf er notað er hætta á að
þá sé verið að auka hlut ónæmra
baktería í lífríkinu.
Vandamálið eykst með
óábyrgri notkun sýklalyfja,
notkun sýklalyfja í fyrirbyggjandi
tilgangi og dreifingu ónæmra
baktería milli landa með vaxandi
heimsviðskiptum matvæla og
auknum straumi ferðamanna.
Enginn er eyland í þessu sambandi.
Í nútímaheimi þar sem samskipti
á öllum sviðum eru bæði mikil
og hröð þarf alþjóðlegt átak til
að takast á við þetta vandamál.
Staðan er mjög breytileg milli
landa og sem betur fer er staða
Íslands góð, sýklalyfjanotkun
í landbúnaði er með því lægsta
sem gerist í heiminum og einnig er
tíðni ónæmra stofna baktería lág.
Sýklalyfjanotkun hjá mönnum
er hins vegar óþægilega mikil á
Íslandi, sérstaklega hjá ungum
börnum og öldruðum.
Okkur ber skylda til að
verja stöðu Íslands og bæta
okkur þar sem úrbóta er þörf.
Dýralæknafélag Íslands setti
fram stefnu um ábyrga notkun
sýklalyfja árið 2001, og í lögum
um dýralækna nr. 66/1998
stendur: „Dýralækni er einungis
heimilt að afhenda eða ávísa
lyfseðilsskyldum lyfjum handa
dýri þegar hann hefur greint
sjúkdóminn“. Þetta hefur leitt
til minni og ábyrgrar notkunar
sýklalyfja hjá dýrum hérlendis.
Því miður er ekki hægt segja það
sama um mörg lönd í Evrópu
og ekkert útlit fyrir að það verði
mikil breyting á því næstu árin.
Sjúkdómsgreiningar þar eru oft
á ábyrgð dýraeigenda og þeir
hafa í mörgum tilfellum býsna
frjálst aðgengi að sýklalyfjum.
Þetta leiðir til óhóflegar notkunar
sýklalyfja, allt að áttatíufaldrar
notkunar samanborið við notkun
hérlendis. Í þessum löndum fylgist
líka oft að mikil sýklalyfjanotkun
hjá mönnum og ónæmi baktería
er mjög mikið bæði hjá mönnum
og dýrum.
Óhjákvæmilega stafar
okkur hætta af því að ónæmar
bakteríur berist með mönnum
og matvælum frá löndum
þar sem sýklalyfjanotkun er
mikil. Spítalarnir þurfa að gæta
sérstakrar varúðar þegar sinna
þarf ferðamönnum. Einnig
er mikilvægt að huga vel að
salernismálum ferðamanna til
að draga úr hættu á að ónæmir
stofnar berist inn í lífríki okkar
og smiti dýr og menn. Þá er
innflutningur matvæla frá þessum
löndum, menguðum ónæmum
bakteríum, bein ógn við lýðheilsu
okkar. Í nýlegri skýrslu stofnana
Evrópusambandsins sem fjalla
um lyfja- og heilbrigðismál
(JIACRA report 2017), eru m.a.
skoðuð áhrif sýklalyfjanotkunar
í landbúnaði á menn. Þar kemur
fram að fylgni er á milli ónæmra
stofna í matvælum og algengi
þeirra í neytendum. Nú þegar
rýmri reglur gilda um innflutning
matvæla er mjög mikilvægt að
íslenskum neytendum sé gert
kleift að forðast slíkar vörur.
Þetta er e.t.v. hægt að gera með
því að setja ítarlegri reglur um
upprunamerkingar matvæla en nú
eru, ekki bara í verslunum heldur
einnig á veitingastöðum. Þá er
einnig mögulegt að setja strangari
reglur um vinnslu innfluttra
matvæla og krefjast aðskilnaðar
við íslensk matvæli til að tryggja
að krossmengun eigi sér ekki stað.
Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin
hefur nýverið ákveðið að hrinda af
stað átaki til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra baktería á
Íslandi. Við þurfum aðgerðir strax
til að minnka aðsteðjandi hættu.
Grétar Hrafn Harðarson
dýralæknir.
Sýklalyfjaónæmi er
dauðans alvara
Grétar Hrafn Harðarson.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 28. febrúar
LESENDABÁS
Er líf án kvótakerfis?
Þessa dagana stendur yfir
atkvæðagreiðsla meðal mjólkur-
framleiðenda um hvort þeim
hugnist að núverandi kvótakerfi
í mjólkurframleiðslu verði lagt af
eða ekki. Sitt hefur hverjum sýnst
í því efni og sjálfsagt hafa margir
nú þegar greitt atkvæði sitt um
þetta mál.
Í síðasta Bændablaði var birt
samantekt um málið sem unnin
var af Bændasamtökum Íslands og
Landssambandi kúabænda. Þar voru
dregnar upp lítils háttar sviðsmyndir
af því hvað þessi atkvæðagreiðsla
gæti haft í för með sér, eftir því hver
niðurstaðan yrði. Í samantektinni
skortir því miður mjög á að dregnar
séu upp með viðhlítandi hætti þær
aðstæður sem við blasa, hvor leiðin
sem valin er, né þær úrlausnir sem í
samningnum felast.
Í fundargerð stjórnar LK frá
11. desember sl. vakti formaður
samtakanna athygli á að, „mjög
skiptar skoðanir eru meðal bænda
um hvaða leiðir skal fara, því
þurfa sviðsmyndirnar að vera eins
skýrar og hægt er á þeim tíma sem
atkvæðagreiðslan mun eiga sér
stað“.
Við höfum nefnt það áður
í skrifum okkar hér, að eigi
atkvæðagreiðslan að vera grunnur
sátta verði að rýna af alvöru kosti og
galla núverandi kvótakerfis, en um
leið kynna og útfæra aðra valkosti.
Nú er hins vegar orðið ljóst að í
þeim efnum hafa forsvarsmenn
greinarinnar skilað auðu, þrátt fyrir
fögur fyrirheit.
Framleiðslujafnvægi
Samkvæmt samningnum mun
niðurtröppun „Greiðslna út á
greiðslumark“, hér eftir kallaðar
A-greiðslur, hefjast árið 2020 og
þeir fjármunir renna til annarra
liða samningsins. Þetta er markviss
aðgerð í þeim anda að hverfa frá
framsali stuðnings ríkisins við
greinina manna á milli. Samtals
nema A-greiðslurnar nú rúmum
2 milljörðum króna og gerir
samningurinn ráð fyrir að nokkur
hluti þeirra fjármuna renni til
aukningar gripagreiðslna á fyrsta ári,
en stærstur hluti fari þó í „Greiðslur
út á innvegna mjólk“, hér eftir
kallaðar B-greiðslur. Í samningnum
er heimild til að færa 20% fjárhæða
milli liða, teljist þörf á að breyta
þar áherslum. Eftir þessari heimild
mætti því ráðstafa af B-greiðslum til
annarra liða, um 500 milljónum kr
árið 2020 og liðlega 900 milljónum
kr árið 2026, í lok samnings. Þetta
er reiknað út frá núverandi verðgildi
samningsins miðað við fjárlög 2019.
Ef ekki kvóti?
Því hefur ranglega verið haldið fram
af forsvarsmönnum greinarinnar,
að kvótakosningin snúist annars
vegar um framleiðslustýringu
með kvótakerfi eða hins vegar
óhefta framleiðslu án nokkurar
framleiðslustýringar. Enn fremur
virðast margir aðrir eiga erfitt að sjá
fyrir sér annað en óhefta framleiðslu,
verðfall og byggðaröskun, verði
fallið frá núverandi kvótakerfi.
Það verður að teljast nokkuð
þröngt sjónarhorn, þar sem horft er
framhjá þróun kvótakerfisins síðustu
áratugi og þeim möguleikum sem
stuðningsgreiðslurnar bjóða upp á í
núverandi samningi, sé þeim beitt.
Áður hefur verið nefnd sú heimild
samningsins að flytja milli liða allt
að 20% fjármuna í hverjum lið og
jafnframt hversu mikla fjámuni
er unnt að færa af B-greiðslunum
eingöngu. Þessa fjármuni mætti alla
flytja yfir í Framleiðslujafnvægislið
samningsins og sá liður gæti allt að
því nífaldast ef millifærsluheimildir
eru nýttar til ýtrasta og liðurinn
þannig orðið að öflugu stjórntæki
sem tryggði greininni nauðsynlegt
jafnvægi, en innan hans eru leiðir
sem beita má til að hafa áhrif á
framleiðsluhvata.
• Greiða má sláturuppbætur á kýr
og þannig draga með skilvirkum
hætti úr kúafjölda, sé þess þörf.
Sú aðgerð ætti að hafa jákvætt
umhverfispor auk þess sem þeir
bændur sem axla ábyrgð með
að draga úr framleiðslu, njóta
þessara greiðslna.
• Með þessum lið má einnig
styðja við breytta búskaparhætti
þeirra sem kjósa að hverfa frá
framleiðslu.
• Sá möguleiki er einnig til staðar
að greiða um lengri eða skemmri
tíma býlisgreiðslur óháð magni
framleiðslu og þannig draga
verulega úr framleiðsluhvata,
en styðja á sama tíma þéttar
við smærri framleiðendur en
stærri og viðhalda með því
fjölbreytileika greinarinnar.
Kvóti, hvað svo?
Í hinni mjög svo naumu
sviðsmyndagreiningu BÍ og LK
kemur fram að verði kvótinn
kosinn áfram, verði niðurtröppun
A-greiðslnanna endurskoðuð
ásamt annarri skiptingu milli liða
samningsins. Þetta er ekki frekar
útskýrt, en ef marka má ummæli
ýmissa forystumanna greinarinnar
er svo að sjá að auka eigi vægi
A-greiðslanna; þess ríkisstuðnings
sem fylgir greiðslumarkinu og
gengið hefur kaupum og sölum milli
bænda. Þetta er einkar athyglisvert
þar sem á sama tíma hafa sömu
forystumenn mjög á orði að koma
þurfi á virkum viðskiptum með
kvóta, eða eins og formaður LK
orðið það í áramótleiðara:
„Það er nauðsynlegt að
greiðslumark geti leitað þangað
sem það vill vera ef svo má segja“.
Vissulega þarf framsal að eiga
sér stað með kvóta, eigi hann að
vera áfram við lýði. En hver hefur
raunveruleg samfélagsþróun verið
innan greinarinnar undir þessu
fyrirkomulagi? Margir bændur,
jafnvel félög, hafa dregið til sín
mikinn kvóta undangengin ár
og áratugi, sumir með verulegri
skuldsetningu, og þannig tryggt
sér forgang að markaði. Þessum
búum á nú sérstaklega að hygla
með því að tryggja þeim jafnframt
áfram ríkulegan forgang að
stuðningsgreiðslum.
Ungt fólk og aðrir áhugasamir
bændur sem á komandi árum vilja
byggja upp á sínum búum verða
hins vegar að sýna biðlund meðan
kvótaviðskiptafyrirkomulagið nær
að ryðja nógu mörgum úr greininni
til að skapa þeim rými. Kostnaðinum
er síðan hlaðið á efnahagsreikning
búanna um alla fyrirsjáanlega
framtíð.
Í dag eru kúabændur um 560
talsins og meðal bústærð um 270.000
lítrar. Ef framleiðslueiningar
framtíðarinnar eiga að vera með
tvo mjaltaþjóna, eins og sumum
þykir nauðsynlegt, þurfa þau bú að
framleiða að lágmarki 750.000 lítra.
Miðað við núverandi stærð markaðar,
þarf 200 slík bú til að uppfylla þarfir
hans. Það er beinlínis rangt þegar
haldið er fram að í kvótakerfinu
felist einhvers konar trygging gegn
samþjöppun eða byggðaröskun.
Kerfið innifelur engar slíkar kvaðir
og hefur ekki gert í langan tíma,
hvorki um hámarksbústærð eða
annað. Slíkt er enda löngu orðið
félagslega ófært, hafi það nokkurn
tímann verið gerlegt, auk þess sem
ólíklegt er að aðgerðir af slíku tagi
muni halda lagalega.
Ef forsvarsmönnum greinarinnar
er hins vegar einhver alvara með
að fjölbreytileiki í bústærð sem
og dreifing framleiðslueininga vítt
og breitt um landið skipti miklu
máli, þá hlýtur þess að sjá stað
í áherslum samtakanna við þá
endurskoðunarvinnu á samningunum
sem fram undan er.
Horft til framtíðar
Hver sem niðurstaða þessarar
atkvæðagreiðslu verður, er afar
brýnt að við þessa endurskoðun verði
horft til þess hvar við stöndum í lok
samnings, eftir rúm sjö ár.
Er líklegt að stjórnvöld verði
tilbúin að styðja greinina áfram
ef stór hluti stuðningsins gengur
kaupum og sölum, verði jafnvel að
miklu leyti orðin fastur í veðandlagi
einstakra banka og kaupfélaga, eða
tengdra aðila?
Eins þurfum við að ná að
stoppa niðurtröppun stuðningsins
(vatnshallann), annars verður
stuðningurinn um síðir einskis virði.
Er líklegt að okkur takist það
án þess að formið taki mið af
tíðarandanum?
Innan samningsins eru í dag
talsverðir möguleikar á tilfærslum
sem stutt geta sjónarmið um
umhverfisvernd, búsetu og til að
takmarka að stuðningurinn færist á
of fárra hendur. Sjónarmið sem miklu
munu skipta um framtíðarviðhorf til
greinarinnar. Þeim möguleikum má
ekki glata.
Sigurður Loftsson
Jóhann Nikulásson
Baldur Helgi Benjamínsson
Baldur Helgi Benjamínsson.
Sigurður Loftsson.
Jóhann Nikulásson.