Bændablaðið - 14.02.2019, Side 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201928
Skaftárhreppur varð til árið 1990
við sameiningu fimm hreppa;
Hörgslands-, Kirkjubæjar-,
Leiðvalla-, Skaftártungu- og
Álftavershrepps. Hann er
austurhluti Vestur-Skaftafellssýslu
og afmarkast af Blautukvísl
á Mýrdalssandi í vestri og
Sandgígjukvísl á Skeiðarársandi
í austri. Hreppurinn dregur
nafn sitt af ánni Skaftá, sem á
aðalupptök sín undir Skaftárjökli
í vestanverðum Vatnajökli og
rennur til sjávar í Veiðiósi og
Kúðaósi, en lengd árinnar frá
upptökum til ósa er um 115 km.
Aðalatvinnuvegir svæðisins eru
landbúnaður og ferðaþjónusta, en
fiskeldi skipar einnig stóran sess. Eini
þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu er
Kirkjubæjarklaustur, eða „Klaustur“
eins og staðurinn er gjarnan nefndur
í daglegu tali. Á Klaustri er stunduð
verslun, margvísleg þjónusta og
iðnaður. Sandra Brá Jóhannsdóttir
er sveitarstjóri Skaftárhrepps. Það
var gott hljóðið í henni þegar slegið
var á þráðinn til hennar og hún
fengin til að fara yfir helstu málefni
sveitarfélagsins.
Þorrablótsandinn
svífur yfir vötnum
„Það er allt gott að frétta úr
Skaftárhreppi. Við erum full bjartsýni
og jákvæðni svo árið fer vel af stað.
Þorrablótsandinn svífur yfir vötnum
þessa dagana með tilheyrandi glensi
og gríni,“ sagði Sandra þegar hún
var spurð hvað væri að frétta. Íbúum
sveitarfélagsins hefur fjölgað mikið
síðustu ár en núna um 590 talsins
og hefur fjölgað um ríflega 20%
síðustu ár.
„Ástæðan er fyrst og fremst
náttúrufegurðin, kyrrðin og einstakt
samfélag, hér líður fólki vel og vill
eiga heima,“ segir Sandra.
Ferðaþjónustan skapar
mörg störf
Ferðaþjónusta er áberandi í
Skaftárhreppi enda margir fallegir
staðir í sveitarfélaginu og margir
í ferðaþjónustu. Sandra segir
ferðaþjónustuna mjög mikilvæga.
„Já, ferðaþjónustan er önnur af
tveimur undirstöðuatvinnugreinum
sveitarfélagsins og hefur því mikið
vogarafl þegar kemur að öllum
sveiflum. Mikill fjöldi ferðamanna
á leið um sveitarfélagið okkar þar
sem þjóðvegur 1 liggur í gegnum
mitt svæðið. Ferðaþjónustan hefur
því skapað mörg tækifæri og
heilsársstörf undanfarin ár. Við
finnum ekki fyrir neinni fækkun
ferðamanna. Yfir vetrartímann er
fólk mikið að koma til að skoða
Eldhraunið og Fjaðrárgljúfur en yfir
sumartímann bætist svo hálendið
við.“
Vegirnir í skötulíki
Íbúar í Skaftárhreppi og ferðamenn
sem eiga þar leið um komast ekki
hjá því að aka um lélega vegi,
það þekkir Sandra. „Já, viðhald
vega í sveitarfélaginu öllu er mjög
ábótavant. Mikið vantar upp á að
vegkantar á þjóðveginum séu í lagi
og enn eru nokkrar einbreiðar brýr
á leiðinni. Þetta þyrfti að laga ásamt
því að huga þyrfti betur að mokstri
og hálkuvörnum að vetri til.“
100% fjölgun í leikskólanum
Samhliða mikilli íbúafjölgun í
Skaftárhreppi hefur börnum á
leikskólanum á Kirkjubæjarklaustri
fjölgað mikið enda nýbúið að
byggja við skólann.
„Það er rétt, börnum á
leikskólanum hefur fjölgað í takt
við stækkunina sem var tekin í
notkun í nóvember á síðasta ári.
Fjöldi barna er orðinn 25 sem er
mjög ánægjulegt en það er um 100%
fjölgun frá 2013. Í grunnskólanum
á Klaustri eru 43 börn á aldrinum
LÍF&STARF
Íbúum Skaftárhrepps hefur fjölgað
um 20% á síðustu tveimur árum
– Mikið byggt á Kirkjubæjarklaustri og 100% fjölgun í leikskólanum
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, á skrifstofunni sinni á Kirkjubæjarklaustri. Hún segir uppáhaldsmáltækið sitt þessa dagana vera
„Dropinn holar steininn“. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Margar nýjar íbúðir hafa verið byggðar á Kirkjubæjarklaustri á síðustu árum, hér er eitt af nýju parhúsunum á staðnum.
Börnum á leikskólanum Kærabæ á Klaustri fjölgar og fjölgar samhliða íbúafjölguninni í sveitarfélaginu. Hér er
verið í söngstund.
Skaftárhreppur er sveitarfélag sem
að Mýrdalshreppi undanskildum.
Flatarmál sveitarfélagsins er 6.946
km². Kirkjubæjarklaustur stendur
markverða staði eins og Systrafoss,
Systrastapa og Stjórnarfoss.
Börnum í leikskólanum
á Kirkjubæjarklaustri
hefur fjölgað um 100%
frá árinu 2013