Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 35 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is UTAN ÚR HEIMI Hitamet í heimshöfunum Mælingar frá 1950 sýna að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá þeim tíma og að hitamet hafa verið slegin síðastliðin fimm ár og að 2018 er það heitasta síðan mælingar hófust. Hafið bindur meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því einn mælikvarði á hlýnun jarðar að mæla hita sjávar. Mælingar sýna að hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra en síðustu fimm ár og að hlýnun sjávar hefur aukist hratt frá síðustu aldamótum þótt hún hafi verið að mælast allt frá því um miðja þarsíðustu öld. Í grein um hitametið sem birtist í Journal Advances in Atmospheric Sciences segir meðal annars að mælingarnar sýni svo ekki verði um villst að hlýnun sjávar sé staðreynd og að afleiðingar eigi eftir að verða alvarlegar. Eitt af því sem gerist þegar sjór hitnar er að hann þenst út þannig að sjávarborð eigi eftir að hækka. Samkvæmt því sem segir í greininni er líklegt að sjávarborð muni hækka um allt að einn metra á næstu öld gangi spár um hlýnun jarðar eftir. /VH Sjórinn kólnar við Ísland Samkvæmt mæligögnum Hafrann- sóknastofnunar hefur sjávarhiti við strendur Íslands verið að lækka undanfarin 3–5 ár. Það er þvert á tölur um hækkandi hitastig heimshafanna sem birst hafa í erlendum tímaritum og fjölmiðlum. Sjávarhiti við Íslandsstrendur virðist samkvæmt veflægum gögnum Hafrannsóknastofnunar hafa stigið eftir 2003 og hélst að jafnaði nokkuð hár flest ár til 2014, en hefur síðan farið lækkandi. Sem dæmi þá fór sumarhiti sjávar við Vestmannaeyjar hæst í 12,44 gráður þann 22. ágúst 2003 en mældist 11,12 gráður þann 22. ágúst 2017. Þá fór vetrarhiti sjávar við Vestmannaeyjar lægst í 5,54 gráður þann 18. febrúar 2018 og er það lægsti sjávarhiti sem þar hefur mælst síðan 12. febrúar 1999 þegar hann var 5,13 gráður. Svipaða þróun má sjá frá öðrum mælingarstöðum á landinu. Við Æðey í Ísafjarðardjúpi fór sjávarhiti að sumri hæst í 12,02 gráður 24. ágúst 2003. Mældist hann síðan tiltölulega hár og fór aldrei niður fyrir 10 gráður fyrr en 26. ágúst 2018, þegar hann mældist 9,52 gráður. Tók sjávarhitinn reyndar talsverða dýfu sumarið 2015 og fór þá ekki hærra en í 8,5 gráður, en það var 26. júní. Strax sumarið eftir fór hann í 11,44 gráður þann 11. ágúst, en hefur síðan verið á niðurleið. Í mæligögnum frá 1987 sést að lægsta hitastig sjávar við Æðey mældist -1,4 gráður þann 14. mars 1989. Einungis sex sinnum síðan hefur hann farið niður fyrir 0 gráður og sem dæmi mældist hann 0,87 gráður þann 5. mars 2018. Sjávarhiti við Reykjavík sýnir svipaða þróun um lækkandi hitastig undanfarin ár eftir metárið 2010 þegar sumarhitinn fór í 14, 02 gráður þann 7. ágúst. Þannig var sjávarhitinn 10,12 gráður þann 5. september 2018 og er lægsti sumarhiti sjávar allavega síðan 2003 sem hægt er að sjá í veflægum gögnum Hafró. /HKr. Árið 2018 sagt það fjórða heitasta á jörðinni síðan mælingar hófust – Hitinn virðist þó fara minnkandi og heimskautaísinn að verða stöðugri Samkvæmt línuriti yfir hitastig lofthjúpsins sem birt er á vef bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA, þá virðist loftslag hafa verið að kólna á síðustu árum eftir að hafa náð methæðum í kringum 2014 frá því mælingar hófust um 1880. Eigi að síður er árið 2018 það fjórða heitasta frá því mælingar hófust samkvæmt gögnum NASA. Gerður er línulegur samanburður á gögnum frá Goddard stofnun NASA, NOAA, japönsku veðurstofunni, loftslagsteymi Hadley Center, Cowtan & Way og Berkeley Earth. Eru þessar mælingar nokkuð samstiga, en þó munar nokkru á milli stofnana þar sem tölur Goddard og NASA sýna að jafnaði hæstu gildin. Er árið 2018 sagt það fjórða heitasta frá því mælingar hófust og var hitinn þá samkvæmt tölum Goddard um 0,83°á Celsíus hærra en meðaltal áranna 1951 til 1980. Af hverju menn kjósa að nota meðaltal þessara ára skal ósagt látið en hitastigið 1950 var mun lægra en hitinn var í loftslagshlýnuninni á árnum frá 1935 til 1949 og einnig lægri en fjögur ár þar á eftir. Sömuleiðis var hitastigið fram að 1980 oftast undir meðaltali eða rétt yfir meðaltalinu. Þá er nokkur breytileiki í gögnunum á milli stofnana þótt sveiflurnar séu samsíða. Í þessum gögnum er bent á áhrif El Nino til hlýnunar og La Niona til lækkunar og virðast þessi fyrirbæri í Kyrrahafi hafa áhrif sem skila sér um nær allan heim. Hægt hefur á sveiflum á heimskautaísnum Samkvæmt grein Corol Rasmunssen á vefsíðu NASA 11. október 2018 hefur ís verið að þynnast á Norðurheimskautinu að meðaltali frá 1958. Ísinn, sem nú er á 70% hluta pólsvæðisins, sé nýr lagnaðarís sem bráðni að hluta yfir sumartímann. Vitnað er í vísindamanninn Ron Kwok í Kaliforníu sem stuðst hefur við ýmis gögn í rannsóknum sínum á hafísnum, m.a. frá kafbátum. Segir Kwok að met í bráðnun ísþekjunnar á Norðurheimskautinu sem varð 2012 hafi ekki komið fram síðan þrátt fyrir mikinn lofthita á pólsvæðinu. Hegðun íssins hafi breyst og hægt hafi á breytingum á ísþykkt á milli árstíða. /HKr. STARF FAGSTJÓRA BÚFJÁRRÆKTAR OG ÞJÓNUSTUSVIÐS Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir fagstjóra búfjárræktar og þjónustusviðs. Um er að ræða stjórnendastarf á öðru af tveimur fagsviðum í nýju skipuriti. Starfs- og ábyrgðarsvið: √ Faglegur leiðtogi og fyrirliði teymis sem vinnur að búfjárrækt og þjónustu í landbúnaði. √ Fagsviðið hefur meðal annars umsjón með ræktunarstarfi búfjárkynja, almennri þjónustu og ráðgjöf til landbúnaðar. √ Fagstjóri ber lykilábyrgð á stýringu mannauðs og gætir þess að ráðgjafar á sviðinu nýtist sem best fyrir heildina. √ Fagstjóri ber ábyrgð að innan teymisins séu verkefni og ráðgjöf markviss. Menntunar- og hæfnikröfur: √ Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði búvísinda, raungreina eða náttúruvísinda æskileg. √ Stjórnunarreynslu krafist. √ Þekking á verkefnastjórnun er kostur. √ Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. √ Góðir samskiptahæfileikar. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafa starfsemi RML. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda og sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson hjá klk@rml.is og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir hjá geh@rml.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.