Bændablaðið - 14.02.2019, Page 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 39
LESENDABÁS
Brátt styttist í að Ísland verði
ljóstengt að fullu. Ljósleiðara-
væðingin er eitt mesta byggða-
verkefni seinni ára í sam-
starfi við sveitarfélögin og býr
samfélagið enn betur undir þá
upplýsinga tækniöld sem hefur
hafið innreið sína.
Verkefnið hefur verið farsælt
en næstsíðasta úthlutun styrkja
til sveitarfélaga á grundvelli
landsátaksins Ísland ljóstengt
er í undirbúningi. Með
úthlutuninni verður stigið stórt
skref að því lokatakmarki að
gefa öllum lögheimilum og
fyrirtækjum í dreifbýli kost á
ljósleiðaratengingu sem er árangur
á heimsmælikvarða.
Aðdragandinn
Ísland ljóstengt á sér oft nokkurn
aðdraganda en gott fjarskiptanet
er og hefur verið áherslumál
Framsóknarflokksins. Segja má
að kveikjan að alvöru umræðu
og undirbúningi þessa mesta
byggðaverkefnis seinni ára,
sé grein sem ég skrifaði í mars
2013 og bar yfirskriftina ,,Ljós í
fjós“. Þá var mér og öðrum þegar
orðið ljóst að ljósleiðaratæknin
væri framtíðarlausn fyrir landið
allt og ekki síst fyrir dreifbýlið
þar sem erfiðara eða jafnvel
ógjörningur er að beita annarri
þráðbundinni aðgangsnetstækni.
Málið var sett á dagskrá í
stjórnarsáttmálanum 2013 og
landsátak sem ber heitið „Ísland
ljóstengt“ var sett af stað til að ýta
undir þann möguleika að fólk geti
valið sér störf óháð staðsetningu.
Fimm árum seinna var farið að
hilla undir lok verkefnisins en
ennþá vantaði töluvert upp á að
strjálbýlar byggðir væru með
gott fjarskiptasamband. „Ísland
ljóstengt“ var því sett aftur inn
í stjórnarsáttmála núverandi
ríkisstjórnar og er eitt af brýnum
verkefnum ríkisstjórnarinnar
að ljúka ljósleiðaravæðingu
landsins til að byggja upp gott og
samkeppnishæft samfélag. Síðasta
úthlutun úr Fjarskiptasjóði vegna
átaksins verður því árið 2020.
Samfélagslegar breytingar
Fram undan er tæknibylting sem
breytir því hvernig við lifum og
störfum. Störfin munu breytast
og þau munu færast til. Tæknin
tengir saman byggðir og Ísland
við umheiminn. Ljósleiðarinn og
verkefnið „Ísland ljóstengt“ er gott
dæmi um framsækna stefnu okkar
framsóknarmanna. Gott og skilvirkt
fjarskiptasamband við umheiminn er
lykillinn að því að taka þátt í þeim
samfélagslegum breytingum sem eru
að eiga sér stað. Áður réðst búsetan
af því hvar viðkomandi fékk starf.
Nú er hægt að sjá fram á að þessu
verði öfugt farið og að fólk geti í
auknum mæli valið sér búsetu óháð
störfum. Þannig höfum við náð að
skapa hvata til að ungt vel menntað
fólk geti sest að á landsbyggðinni
og jafnað aðgang landsmanna að
atvinnu og menntun.
Hvað var gert?
Fyrir fjórum árum síðan höfðu
einungis fáein fjársterk sveitarfélög
þegar ljósleiðaravætt allt sitt
dreifbýli án aðkomu ríkisins eða
milligöngu fjarskiptafyrirtækja.
Fyrsta úthlutun Fjarskiptasjóðs vorið
2016 grundvallaðist einfaldlega á
að ríkið legði sveitarfélögum um
allt land til fjármagn við eigin
uppbyggingu ljósleiðarakerfa.
Fjarskiptasjóður hefur nú í
þrjú ár sett styrktum verkefnum
sveitarfélaga einfaldar skorður
og lagt til fjármuni á grundvelli
samkeppnisfyrirkomulags. Það
hefur þýtt að sveitarfélög með
sterkari efnahag og eða ódýrari
verkefni hafa mörg hver komist
lengra í sínum framkvæmdum
en ella. Með 400 m.kr. stuðningi
úr byggðaáætlun hefur tekist að
aðstoða þau sveitarfélög sem
staðið hafa höllum fæti í því
samhengi. Fyrirséð var þó að snúið
yrði að ljúka þessu landsátaki á
skynsamlegan hátt með óbreyttu
fyrirkomulagi.
Samvinnuleiðin til að klára
Forsvarsmenn verkefnisins hafa
séð við þessu og hyggjast nú bjóða
svokallaða samvinnuleið og verður
því ekki viðhöfð samkeppni um
styrki líkt og áður. Samvinnuleiðin
býr til fyrirsjáanleika um
fjárveitingar bæði frá fjarskiptasjóði
og úr byggðaáætlun þannig að
áhugasöm sveitarfélög sem eiga
eftir styrkhæf verkefni, geti
hagað undirbúningi sínum og
framkvæmdum á hnitmiðaðri og
hagkvæmari hátt en ella.
Samstaða
Lykill að þessu öllu hefur verið
einstök samstaða og samvinna allra
hlutaðeigandi í þessari vegferð þar
sem áræðni og kraftur heimamanna
í sveitum landsins hefur gert
gæfumun. Ég er stoltur yfir því að
hafa opnað umræðuna um þetta
viðfangsefni og geta nú stuðlað
að verklokum þessa mikilvæga
landsátaks sem er ,,Ísland ljóstengt“.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra
Ísland ljóstengt
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 28. febrúar
ER ÞITT BÚ
ÖRUGGUR
OG GÓÐUR
VINNUSTAÐUR?
ER BRUNAHÆTTA
Á ÞÍNUM BÆ?
Á hverju ári verða því
miður alvarlegir brunar
á sveitabæjum.
Bæði fólk og búfénaður er
í mikilli hættu þegar eldur
blossar upp.
Með réttum viðbrögðum og
undirbúningi má koma í veg
fyrir tjón og slys af völdum
bruna.
PO
RT
h
ön
nu
n
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
Umferðin á Hringvegi:
Met slegið í janúar
Umferð um Hringveg var mun
meiri nú í nýliðnum janúarmánuði
en í sama mánuði í fyrra. Umferð
á þessari leið hefur aldrei verið
meiri í janúar en nú. Aukning milli
janúar 2019 og 2018 nemur 5,4%.
Umferð nú í janúar fór vel yfir
60 þúsund bíla múrinn og mældist
rúmlega 62 þúsund ökutæki á
sólarhring samtals fyrir alla staðina.
Þetta er nýtt janúarmet. Mest jókst
umferðin um Vesturland, eða um
9,9%, en minnst um Austurland,
eða um 2,8%.
Hvað einstaka talningastaði
varðar þá jókst umferðin mest á
talningastað undir Hafnarfjalli, eða
um 12,0%, en minnst varð aukningin
um Hringveg á Mýrdalssandi, eða
0,3%. /MÞÞ
Veðurspámaðurinn kominn
í ullarsundskýlu
Einhver góðviljaður Blöndu-
ósingur hefur tekið sig til og
klætt Veðurspámanninn, styttu
eftir Ásmund Sveinsson sem
stendur við Blönduóstorg, í
ullarskýlu.
Greinilegt er að í hinum mikla
prjónabæ sem Blönduós er standa
menn ekki lengur allsnaktir við
þá iðju að gá til veðurs. Vera má
að heitar umræður um ákvörðun
yfirstjórnar Seðlabanka Íslands um
að fjarlægja málverk sem sýndu
berbrjósta konu hafi eitthvað haft
með það að gera að spámaðurinn
hefur nú klæðst prjónaðri skýlu
með þekktu vörumerki. /MÞÞ