Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201942
Á vegum afurðastöðva í mjólkur iðnaði
á Norðurlöndunum er starf ræktur
sérstakur sam starfs vettvangur
varðandi mjólk ur gæðamál sem
kallast NMSM (Nordiske meieri-
organisasjoners sam- rbeidsutvalg
for mjølkekvalitets arbeid). Eitt af
lykilhlutverkum NMSM er að brúa
bilið á milli Norðurlandanna og
tengja saman þekkingarbrunna
land anna svo ekki sé verið að vinna
tvöfalda vinnu, þ.e. NMSM reynir að
samnýta eins og hægt er fagfólkið á
Norðurlöndunum.
Á vegum þessa samstarfs-
vettvangs eru starfræktir þrír
vinnuhópar á mismunandi sviðum
og sitja fulltrúar SAM (Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði á
Íslandi) í öllum vinnuhópunum.
Tilgangur þeirra er að fjalla
um ýmis sameiginleg málefni
Norðurlandanna sem varða gæði
mjólkur. Einn vinnuhópurinn sér um
svokölluð tæknileg málefni og sér
m.a. um að halda utan um tölfræði
þróunar á mjaltaþjónatækninni.
Þá sér annar hópur um þau atriði
sem snúa að gæðamati mjólkur
og söfnun á tölfræði sem snýr að
gæðaþáttunum. Sá þriðji fjallar um
heilbrigði dýra og heldur utan um
þau málefni sem tengjast heilsufari
og mjólkurgæðum.
Sameiginlegar leiðbeiningar
Vinnuhópurinn um heilbrigði dýra
hefur að sjálfsögðu lagt áherslu á
málefni sem lúta að júgurbólgu í
kúm og í vinnuhópnum sitja helstu
sérfræðingar Norðurlandanna
í júgurbólgufræðum. Þessi
vinnuhópur NMSM hefur
m.a. staðið fyrir ráðstefnum
og vinnufundum undanfarna
áratugi en einnig séð um útgáfu
á sameiginlegu leiðbeiningarefni,
m.a. gefið út leiðbeiningar um
meðhöndlun á júgurbólgu (Nordic
Guidelines for Mastitis Therapy).
Þó svo að þessar leiðbeiningar hafi
ekki verið endurútgefnar síðustu
árin standa þær vel fyrir sínu en
tilgangur þeirra er að draga eins
og unnt er úr notkun sýklalyfja
og minnka líkur á lyfjaónæmum
sýklum:
Almenn stefna:
• Aðeins bráðatilfelli sýnilegrar
júgur bólgu ætti að taka til
skoðunar varðandi með-
höndlun.
• Almennt borgar sig ekki að
meðhöndla dulda júgurbólgu
á mjaltaskeiði bæði vegna
þess að oft fjarar sýkingin út
en einnig vegna slakra áhrifa
lyfjameðhöndlunar á
dulda júgurbólgu. *
• Dulda júgurbólgu
ætti þess í stað að
meðhöndla í geldstöðu.
• Við meðhöndlun skal
horfa til takmarkandi
notkunar cefalósporína
og kínólóna
* Ef verið er að
meðhöndla hjörð með
smitandi júgurbólgu
( S t r e p t o c o c c u s
agalactiae) má víkja frá
þessari almennu reglu.
Viðbrögð sem alltaf eiga
við, óháð ákvörðun um
meðferð:
Meta batahorfurnar
• Ef til eru kvígur til
endurnýjunar, ætti
að meta það alvarlega
hvort rétt sé að
meðhöndla (t.d. ef
margir júgurhlutar
eru sýktir).
• Alltaf ætti að reikna út
kostnað við endurnýjun grips
í samanburði við kostnað við
meðhöndlun.
Sóttvarnaraðgerðir
• Meta skal hvort einangra skuli
gripinn vegna júgurbólgunnar
ef hætta er talin á því að
sýkillinn sé smitandi.
• Að gelda upp þann júgurhluta
sem er með langvarandi sýkingu
er fær leið, að því gefnu að haft
sé hugfast að það er ekki það
sama og að setja í einangrun.
Finna smitvaldinn
• Sýnataka er mikilvæg til
þess að geta fylgst með
júgurbólgumynstri hjarðarinnar.
• Að láta rannsaka júgurbólgusýni
hjá viðurkenndri rannsóknastofu
er talið best.
• Notkun á heimaræktunarbúnaði
júgurbólgusýna gæti reynst
mikilvæg ef lyfjagjöfin er
aðlöguð að niðurstöðunum.
Viðbótaraðgerðir
• Mjólkaðu kúna einu sinni til
tvisvar sinnum aukalega á degi
hverjum.
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Líf- og fuglafræðingar í Hollandi
hafa ekki enn fundið skýringu
á dauða um 20 þúsund langvía
sem skolað hefur á land eða hafa
fundist út af ströndum landsins
undanfarnar vikur.
Hundruð veikra fugla eru undir
eftirliti dýralækna sem reyna að hlúa
að þeim.
Langvíur eyða stórum hluta
ævinnar úti á hafi og að sögn
hollensks líffræðings hefur annar
eins dauði innan stofnsins ekki sést
síðan á níunda og tíunda áratug
síðustu aldar.
Helsta skýringin á dauða fuglanna
er talin vera slæm veður og eitthvað
annað sem menn hafa ekki enn áttað
sig á hvað er. Ekki er talið að um
mengun sé að ræða en sagt er að
fuglarnir séu horaðir og bendir það
til fæðuskorts.
Þrátt fyrir að ekki sé talið að
mengun hafi valdið dauða fuglanna
hefur verið bent á að stórt gámaskip
hafi misst 291 gám í hafið 2. janúar
síðastliðinn vegna veðurs á þeim
slóðum sem fuglarnir halda sig mest.
Búið er að endurheimta stóran
hluta gámanna en ríflega fimmtíu
er enn saknað og reiknað er með
að þeir hafi sokkið til botns. Ekki
hefur verið gefið upp hvað gámarnir
innihéldu en talið er að hluti þeirra
hafi innihaldið efni sem hættuleg eru
lífríkinu. /VH
Holland:
Tuttugu þúsund
dauðar langvíur
Helsta skýringin á dauða fuglanna
er talin vera slæm veður og eitthvað
annað sem menn hafa ekki enn áttað
sig á hvað er.
Þrot- og tilgangslausar veiðar á
stórum spendýrum eru komnar að
þeim mörkum að flestar tegundir
eru að nálgast að vera eða eru í
útrýmingarhættu.
Samkvæmt yfirlýsingu frá
International Union for Conservation
of Nature teljast til stórra spendýra
fílar, górillur, gíraffar, flóðhestar,
nashyrningar og stórir hvalir svo
dæmi séu nefnd. Auk þess sem
villtir strútfuglar og fleiri villtar
dýrategundir teljast með í flokki
stórra dýra sem eru á válista.
Í þessu sambandi er áhugavert að
líta til lífmassa spendýra í heiminum,
um 4% massans eru villt spendýr en
96% er fólk og búfé.
59% á válista
Greining á 362 tegundum stórra dýra-
tegunda sýnir að um 70% þeirra eru á
undanhaldi hvað fjölda varðar, 59% eru
skráð sem tegund í útrýmingarhættu.
Helsta ástæða fækkunar stórra
spendýra er talin vera veiðar, síðan
ört minnkandi búsvæði vegna
útbreiðslu ræktarlands og stækkun
borga, mengun og eiturefni í
umhverfinu og samkeppni við aðrar
og ágengar dýrategundir sem sækja
inn á búsvæði dýranna.
Veiðar helsta
ástæða fækkunar
Veiðar, hvort sem um löglegar eða
ólöglegar veiðar er að ræða, eru
sagðar helsta ástæða þess að stórum
villtum skepnum hefur fækka mikið
undanfarna áratugi. Til löglegra en
gersamlega tilgangslausra veiða
telst þegar keypt eru veiðileyfi til
að skjóta ljón, gíraffa eða önnur
stór dýr sér til gamans. Til ólöglegra
veiða er þegar dýr eru drepin til að
skera af þeim tennur, horn eða aðra
líkamshluta sem seldir eru á svörtum
markaði. /VH
Fyrsta val Meðferð með Penicillin G*
Annað val Einungis hjálparmeðferð, engin sýklalyf
Fyrsta val Einungis hjálparmeðferð, engin sýklalyf
Annað val Meðferð með lyfi gegn sýklum með lyfjaónæmi*, **
Fyrsta val Einungis hjálparmeðferð, engin sýklalyf
Annað val Meðferð með sýklalyfjum sem virka gegn
gram-neikvæðum bakteríum*
Fyrsta val Meðferð með kínólónum*
Annað val Meðferð með trímetóprímum og súlfonamíðum*
* Hjálparmeðferð ætti að vera bætt við.
** Ætti einungis að nota í alvarlegum tilfellum er varða dýravelferð
S. aureus *** og Str. uberis 5 dagar
Aðrar gram jákvæðar bakteríur 4 - 5 dagar eftir alvarleika og ástandi hjarðar
Klebsiella spp. 3 dagar
Aðrar gram-neikvæðar bakteríur 3 dagar
Engin sýkill greindur Hætta sýklalyfjameðferðinni
Athugasemd: Ef kýrin svarar ekki meðferðinni þrátt fyrir rétt lyf og rétta lyfjagjöf
og skammtastærð, þá ætti sjúkdómsgreiningin að fást staðfest
Meðferðarlengd
*** Ef sýnileg einkenni júgurbólgunnar eru talin betri en þó ekki horfin eftir 5 daga,
má lengja meðferðina um 1-2 daga
af viðurkenndri rannsóknastofu eins fljótt og auðið er.
Gram jákvæðar bakteríur, Beta-lactamase +
Gram neikvæðar bakteríur (E. coli )
Sýklalyfjameðferð:
Gram-neikvæðar bakteríur (Klebsiella spp.)
Vinnuhópurinn um heilbrigði dýra hefur að sjálfsögðu lagt áherslu á málefni sem lúta að júgurbólgu í kúm og í
vinnuhópnum sitja helstu sérfræðingar Norðurlandanna í júgurbólgufræðum. Mynd / HKr.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Dýr merkurinnar:
96% lífmassa spendýra á
jörðinni er fólk og búfé