Bændablaðið - 14.02.2019, Side 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 43
Knowledge grows
Heyefnagreiningar:
Hvað segja þær okkur?
Sláturfélag Suðurlands tók nú í haust yfir 100 heysýni víðsvegar af landinu
en þó mest á suður- og vesturlandi. Veðurfar var óvenjulegt síðastliðið ár að
því leyti að það rigndi mjög mikið á suður- og vesturlandi auk þess var kalt.
Tíðarfar var mun betra á norður og austurlandi. Að þessum sökum hófst sláttur
í seinna lagi um sunnan og vestanvert landið, eða um mánaðarmótin júní/júlí,
en í fyrra hófst sláttur mun fyrr, eða um mánaðarmótin maí/júní.
2017 2018
Viðmið Fyrri sláttur Seinni sláttur Fyrri sláttur Seinni sláttur
Þurrefni % 32-45 46 58 42 47
FEm kg þe 0,8-0,9 0,87 0,90 0,88 0,93
MJ >6,2 6,7 7,1 7,0 7,3
Prótein g/kg 140-180 152 155 150 171
AAT 80-90 88 87 89 90
PBV 1 0 6 -4 15
NDF g/kg 480-540 507 467 506 432
Ca g/kg 4,0-6,0 3,4 4,6 3,6 5,2
P g/kg 3,0-4,0 3,0 2,7 3,3 3,5
Mg g/kg 2,0-3,0 2,2 2,8 2,2 3,1
K g/kg 2,0-3,0 18,6 15,6 18,0 16,9
Na g/kg 2,0-3,0 1,4 2,2 1,3 2,1
S g/kg 2,0-4,0 2,2 2,2 2,4 2,8
Se μg/kg 250-600 269 156 197 131
• Miðað við tíðafarið þá mátti reikna með
blautara fóðri síðastliðið ár. Hins vegar
er ekki mikill munur á þurrefni milli ára.
• Árið 2017 var meðaltal þurrefnis 46,3%
en 2018 41,6%.
• Þrátt fyrir rysjótt veður þá var uppskeran víðast
hvar góð með tilliti til orku- og próteingildis.
• Ef skoðuð eru meðaltöl sýna úr fyrri slætti árið
2018, þá er orkan 0,88 FEm og próteinið
150 g/kg sem eru sambærileg gildi og árið 2017.
• Kalsíum (Ca) er áberandi lágt
í sýnunum og eru 71,3% sýna
með kalsíum undir viðmiðunar-
gildi. Þetta staðfestir það sem
oft hefur verið bent á að
bændur verða að huga í ríkari
mæli að kölkun túna.
• Með kölkun eykst aðgengi
næringarefna sem skilar sér í
auknum vexti og betri gæðum á
gróffóðri.
• Meðaltal kalís (K) úr fyrri slætti er 18 g/kg sem er
lægra gildi en árið 2017.
• Stór hluti sýna er með gildi fyrir kalí sem er undir
viðmiðunarmörkum. Þar sem borið er á ríkulega af
búfjáráburði er oftast aðeins borin á NP áburður og
gert ráð fyrir að nægilegt magn af kalí fáist með
búfjáráburði. Lágt gildi kalís í gróffóðri skilar sér í lágu
gildi í búfjáráburði. Þannig getur orðið ofmat á kalí í
búfjáráburði ef alltaf er stuðst við leiðbeinandi gildi.
• Það er mikilvægt að taka reglulega skítasýni til að
tryggja aðgengi að öllum næringarefnum.
• Kýr með júgurbólgu í lausa-
göngufjósi ætti að setja í
sjúkrastíu svo hlúð sé sem
best að henni s.s. varðandi
hreinlæti, aðgengi að vatni og
fóðri.
Viðbótarmeðferð eftir þörfum
• Gefa mjaltavaka (oxítósín)
til þess að tæma vel
mjólkurblöðrurnar.
• Gefa vökva í æð eða með
inntöku.
• Gefa bólgueyðandi verkjalyf.
Dýravelferð
• Kýr með júgurbólgutilfelli
sem valda miklum sýnilegum
sjúkdómseinkennum og
sársauka skal meðhöndla eins
fljótt og hægt er með þeim
lyfjum sem eru tiltæk í samráði
við dýralækni.
• Í þessum alvarlegu tilfellum
ætti einnig að hafa, eftir
því sem hægt er, hugfastar
aðrar meginreglur sem hér
hafa verið kynntar í þessum
leiðbeiningum.
Eftirfylgni meðferðar
Mat á meðferðarárangri skal gert
af dýralækni:
• Ætti alltaf að vera gert innan
4–8 vikna.
• Feli í sér útreikninga á
langtímahorfum og mögulegum
kostnaði við endurnýjun.
• Feli einnig í sér ákvörðun um
frekari smitvarnaraðgerðir.
• Taki tillit til frumutölu,
sýnilegra einkenna og ástandi
dýrsins.
• Ef þörf krefur, láta rækta sýni
eða PCR greina af viðurkenndri
rannsóknastofu.
Nauðsynleg sýklalyf vegna
júgurbólgumeðhöndlunar á
Norðurlöndum
• Penicillin G.
• Lyf gegn sýklum með
lyfjaónæmi (Beta-lactamase. *
• Sýklalyf sem er löglegt í
viðkomandi Norðurlandi
og virkar á gram-neikvæðar
bakteríur.
* Ætti einungis að nota í
alvarlegum tilfellum er varða
dýravelferð
Norrænar heilbrigðisreglur
fyrir kýr:
Eftirfarandi norrænar heilbrigðis-
reglur hafa að markmiði að tryggja
góða mjólk frá heilbrigðum kúm:
• Vel hannaðir gagnagrunnar,
þar sem skráðar eru
bæði framleiðslu- og
heilsufarsupplýsingar.
• Fyrirbyggjandi heilbrigðis-
þjónusta og ræktunar stefna sem
byggð er á framangreindum
gagnagrunnum.
• Rétt fjóshönnun og bústjórn
sem miðar að bestu mögulegu
velferð nautgripa.
• Varleg notkun sýklalyfja,
sótthreinsiefna og hormóna.
• Umhyggja fyrir umhverfis-
áhrifum og sanngjörnum
markaðsreglum.
• Algjört bann við notkun á
vaxtarhvetjandi efnum.
Heimild:
Landin ofl., 2011. Nordic
guidelines for mastitis therapy.
NMC Proceedings 2011.
LÍF&STARF
Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit:
Félagið DUO. tekur við stjórninni
Stjórn Handverkshátíðar hefur
gengið til samnings við fyrirtækið
DUO. um fram kvæmdastjórn Hand-
verks hátíðar. Félagið Duo er í eigu
Kristínar Önnu Kristjánsdóttur og
Heiðdísar Höllu Bjarnadóttur.
Fjölmargir góðir aðilar sóttust eftir
verkefninu en hún var samróma um
að semja við DUO. sem hefur fram
að færa góða reynslu, skemmtilegar
hugmyndir og brennandi áhuga á
verkefninu til framtíðar, að því er
fram kemur í tilkynningu frá stjórn
Handverkshátíðar. Einnig var það metið
sem ótvíræður kostur að tveir aðilar
sem vanir eru að vinna náið saman
taki að sér framkvæmdastjórnina,
af því ættu að verða skemmtileg
samlegðaráhrif sem skila sér í gæði
sýningar, hugmyndaauðgi og þjónustu
við sýnendur.
DUO. er stofnað snemma árs 2018
og rekið af grafísku hönnuðunum
Heiðdísi Höllu og Kristínu Önnu.
DUO. býður upp á alhliða grafíska
hönnun sem og skipulagningu
og markaðssetningu hvers kyns
viðburða. Metnaður þeirra liggur í
að skapa vörumerkjum sérstöðu með
eftirtektarverðri og skemmtilegri
framsetningu og leggja áherslu á
faglega og persónulega þjónustu.
Á stuttum tíma hefur DUO. viðað
að sér alls kyns þekkingu og reynslu
í gegnum ýmis verkefni, hvort sem
um ræðir grafíska hönnun eða
viðburðastjórnun.
Kristín og Heiðdís segja
Handverkshátíðina vera mikla
lyftistöng fyrir sveitarfélagið og
handverksfólk á landsvísu. Þær
taka fagnandi á móti þessu krefjandi
verkefni og stefna á að gera góða
hátíð enn betri. /MÞÞ