Bændablaðið - 14.02.2019, Side 44

Bændablaðið - 14.02.2019, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201944 Uppgjöri á skýrslum fjárræktar- félaganna fyrir árið 2018 er að mestu lokið. Þegar þetta er ritað í byrjun febrúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3100 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2018. Reiknaðar afurðir eru 0,1 kg meiri á hverja kind en árið 2017. Afurðir eru meiri um norðan- og austanvert landið en árið á undan en minni á suður- og vesturhluta landsins. Líklega hefur tíðarfar í maímánuði haft talsvert að segja um afurðir sunnan- og vestanlands en sá mánuður var bæði kaldur og votviðrasamur á þeim slóðum. Alls skiluðu 1.742 aðilar skýrslum um 346.621 á (359.966 árið 2017). Veturgamlar ær í skýrsluhaldinu voru 68.980 (73.380 árið 2017). Fækkun kinda í skýrsluhaldi milli ára er því nærri 18.000 ær sem er meiri fækkun en nemur gögnum úr forðagæsluskýrslum og skýrist af því að fækkun gripa hefur frekar átt sér stað hjá búum sem eru í afurðaskýrsluhaldi en búum sem kjósa að standa utan þess. Til viðbótar þessum tölum eru svo tæplega 1.500 forystuær skráðar í Fjárvís en þær eru undanskildar formlegu afurðauppgjöri. Afurðir árið 2018 Frjósemi var svipuð og undangengin ár, 1,84 fædd lömb á hverja kind. Þetta er lítilsháttar aukning sem liggur í auknu hlutfalli fleirlembna en 8,6% áa áttu fleiri en 3 fædd lömb síðasta vor. Flest fædd lömb eru í Vestur-Húnavatnssýslu og Suður-Þingeyjarsýslu eða 1,91 fædd lömb að meðaltali en hæst hlutfall fleirlembdra kinda er í Vestur- Húnavatnssýslu (12,4%). Sífellt fleiri stærri bú ná nú frjósemi uppá 1,90 fædd lömb eða fleiri, vorið 2018 voru ríflega 140.000 ær á búum sem höfðu þessa meðalfrjósemi en voru 100.000, vorið 2015. Fjöldi lamba til nytja er 1,65 lömb á hverja kind, lækkar um 0,01 lamb milli ára en talan hefur verið á þessu reiki undanfarin ár. Afurðir eftir fullorðnar ær voru 27,8 kíló eftir hverja kind árið 2018 sem er 0,1 kílói meira en árið á undan (27,7 kg árið 2017). Á 1. mynd má sjá afurðir síðustu tveggja ára (2018 rauð súla, 2017 græn súla) sýndar eftir sýslum ásamt meðaltali áranna 2014–2018 (blá súla) í viðkomandi héraði. Mestu afurðir í einu héraði árið 2018 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló eða sömu afurðir og árið 2017. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 30,3 kíló eftir hverja kind. Afurðahæstu búin Afurðahæsta bú landsins árið 2018 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti, Biskupstungum með 44,3 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum. Næst á listanum er bú Gunnars og Grétu á Efri-Fitjum í Fitjárdal með 40,3 kg eftir hverja kind. Þriðja búið sem einnig nær meira en 40 kílóum eftir hverja kind er bú Hákons og Þorbjargar á Svertingsstöðum í Eyjafirði. Í 1. töflu er listi yfir öll þau bú sem hafa 36 kg eða meira eftir hverja kind árið 2017 og fleiri en 100 ær í skýrsluhaldi. Úrvalsbú Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Skilyrði fyrir þeim lista eru: Bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar sem fædd lömb hjá fullorðnum ám eru fleiri en 1,90, fædd lömb hjá veturgömlum ám eru fleiri en 0,90, reiknað dilkakjöt eftir fullorðna kind er á landsmeðaltali eða meira, gerðarmat sláturlamba er yfir 9,2, fitumat sláturlamba sé á bilinu 5,4-7,6 og hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3. Gæðamatið Í skýrsluhaldinu eru upplýsingar um rúmlega 522.000 sláturlömb haustið 2018. Meðalfallþungi þeirra var 16,9 kíló, ívið meiri en árið á undan (16,8 kíló árið 2017). Meðaltal einkunnar fyrir holdfyllingu er 9,08 árið 2018 (9,07 árið 2017) og meðaltal einkunnar fyrir fitumat er 6,53 árið 2018 (6,44 árið 2017). Best gerðu lömbin árið 2018 voru hjá Sveinbirni á Búvöllum í Aðaldal með einkunn 12,01 og næst kemur bú Björns og Ingu að Björk 2 í Grímsnesi með einkunn 12,00. Þriðji er svo Ólafur Sindrason á Grófargili í Skagafirði með einkunn 11,95. Hlutfallstala holdfyllingar og fitu var 1,39 haustið 2018. Hagstæðasta hlutfallið er 1,45 í þremur sýslum á landinu, Suður- Þingeyjarsýslu, Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu. Af búum sem höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið 2018 er þetta hlutfall hagstæðast hjá Sigríði og Brynjari í Hólsgerði fremst í Eyjafjarðarsveit eða 1,87. Í 2. töflu má finna öll þau bú sem höfðu gerðarmat 11,0 eða hærra árið 2018 og fleiri en 100 sláturlömb. Erfiðara er að bera saman árangur í fitumati vegna þess sambands sem er á milli fallþunga og fitumats. Stundum er þessi samanburður gerður sem hlutfall milli fallþunga og fitumats, það hlutfall er 2,59 árið 2018, lítið eitt lægri en árið á undan. Af búum sem höfðu holdfyllingarmat yfir 9,5 árið 2018 hafa tvö bú hlutfallstöluna 3 eða hærra. Það er bú Bergs Sigfússonar að Austurhlíð í Skaftártungu líkt og á síðasta ári ásamt búi Sigríðar og Brynjars í Hólsgerði. Vaxtarhraði lamba Á síðasta ári var útreikning á vaxtarhraða lamba útfrá fallþunga bætt við uppgjörið og reiknað fyrir öll bú. Þegar þær niðurstöður er skoðaðar nánar kemur í ljós að búin með mestan vaxtarhraða slátra lömbunum við yngstan aldur en fá eftir sem áður bestu flokkunina. Í 3. töflu má sjá yfirlit yfir þetta. Í 4. töflu má finna öll þau bú sem höfðu vaxtarhraða yfir 150 gr/dag árið 2018 og fleiri en 100 sláturlömb. Að lokum Lista með öllum helstu niðurstöðum skýrsluhaldsins árið 2018 er hægt að finna á heimasíðu RML. Þar má einnig finna niðurstöður skýrsluhaldsins undanfarin ár. Líkt og áður hefur verið sagt í samantektum sem þessum er vel fært skýrsluhald grunnforsenda allrar upplýsingaöflunar. Flest þau bú sem eru að ná góðum árangri eru að nýta sér kosti skýrsluhaldsins til fullnustu og því rétt að minna á þetta einu sinni enn. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Helstu niðurstöðutölur sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018: Góðar afurðir sauðfjár á árinu 2018 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sauðfjárrækt eyjolfur@rml.is 24,0 25,0 26,0 27,0 28,0 29,0 30,0 31,0 Kjós. Borg. Mýr. Snæf. Dal. Barð. Ísafj. Strand. V-Hún. A-Hún. Skag. Eyjafj. S-Þing. N-Þing. N-Múl. S-Múl. A-Skaft. V-Skaft. Rang. Árn. Reiknaðar afuðir (kg) eftir fullorðar ær eftir sýslum síðustu ár Árið 2018 Árið 2017 Meðaltal 2014-2018 A 1 Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum 12,01 8,32 140 141 Björn og Inga Björk 2 12,00 8,22 149 138 Ólafur Sindrason Grófargili 11,95 8,41 169 133 Þráinn Ómar Sigtryggsson Litlu-Reykjum 11,88 7,76 149 125 Ásvaldur og Laufey Stóru-Tjörnum 11,66 7,96 146 139 Jökull Helgason Ósabakka 2 11,61 7,53 160 124 Sigurfinnur Bjarkarsson Tóftum 11,53 7,13 143 126 Dagbjartur Bogi Ingimundarson Brekku 11,53 7,61 131 138 Egill A Freysteinsson Vagnbrekku 11,48 7,65 124 151 Bergur Sigfússon Austurhlíð 11,44 6,56 157 129 Jón og Erna Broddanesi 1 11,40 7,76 135 141 Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastöðum 11,31 6,53 150 124 Hákon og Þorbjörg Svertingsstöðum 2 11,28 7,60 135 156 Félagsbúið Ytri-Skógum 2 11,28 7,54 158 121 Smári Valsson Torfastöðum 1 11,27 7,51 146 138 Guðbrandur og Lilja Bassastöðum 11,27 7,72 138 145 Valur Guðmundsson Fremri-Hlíð 11,26 7,02 133 142 Sigurður og Helga Skarðaborg 11,26 6,88 140 123 Olga Marta Einarsdóttir Einarsstöðum 11,16 6,41 133 129 Jón Bjarnason Skipholt 3 11,15 7,28 157 123 Haukur Þórhallsson Kambsstöðum 11,14 7,34 137 145 Guðrún Marinósdóttir Búrfelli 11,14 7,69 123 166 Ólafur og Dagbjört Urriðaá 11,10 7,11 140 141 Orri Óttarsson Garðsá 11,10 7,54 132 145 Helgi og Beate Kristnesi 11,08 9,19 135 154 Jón og Hrefna Hóli 11,08 7,96 138 147 Halldór og Elín Bjarnastöðum 11,07 7,69 144 128 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstöðum 11,06 6,85 136 143 Sigþrúður Friðriksdóttir Bergsstöðum 11,03 8,41 137 142 Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 11,01 7,90 136 140 Kjartan Sveinsson Bræðratungu 11,01 7,35 165 130 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 2,06 Gunnar og Gréta Efri-Fitjar 2,22 Hákon og Þorbjörg Svertingsstaðir 2 1,96 Félagsbúið Lundur Lundur 1,99 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 2,12 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstaðir 2,16 Guðbrandur og Lilja Bassastaðir 2,00 Inga Ragnheiður Magnúsdóttir Svínafell 3 2,01 Jón og Hrefna Hóll 1,92 Sigvaldi og Björg María Hægindi 2,00 Atli Þór og Guðrún Kot 1,91 Eyþór og Þórdís Sólheimagerði 2,10 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá 1,97 Björn og Badda Melar 1 2,00 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafell 2,00 Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 og 3 2,02 Gísli Halldór Magnússon Ytri-Ásar 1,92 Gunnar og Doris Búðarnes 1,89 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrar 2 2,06 Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvellir 2,01 Eiríkur S Skjaldarson Gilsá 2,09 Stella og Tómas Tjörn 2,17 Smári Valsson Torfastaðir 1,95 Þormóður Heimisson Syðri-Sauðadalsá 2,09 Björn Björnsson Syðri-Brennihóll Guðrún Marinósdóttir Búrfell Þorbjörg og Óskar Þorgrímsstaðir Rögnvaldur Gíslason Gröf Indriði og Inga Skjaldfönn Hofsárbúið sf Hofsá Benedikt Guðni Benediktsson Bergsstaðir Karl Kristjánsson Kambur Hákon og Þorbjörg Svertingsstaðir 2 Þormóður Heimisson Syðri-Sauðadalsá Atli Þór og Guðrún Kot Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafell Helgi og Beate Kristnes Magnús Kristjánsson Gautsdalur Birgir Valdimar Hauksson Grímsstaðir 3 Sigfús Vilhjálmsson Brekka Aðalsteinn og Sigríður Auðnir I Guðmundur Viðar Pétursson Hraun I Einar og Íris Olga Flatatunga Bjarney Alda Benediktsdóttir Neðri-Torfustaðir Félagsbúið Ytri-Neslönd Egill A Freysteinsson Vagnbrekka

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.