Bændablaðið - 14.02.2019, Síða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 49
Ungbarnateppi prjónað úr 2
þráðum af Drops Baby Merino
eða Drops Nord. Stykkið er
prjónað með gatamynstri.
Stærð: ca 43x50 (68x80) cm.
Garn: Drops Baby Merino: 200 (300) g EÐA
Drops Nord: 200 (350) g
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 5
Allt teppið er prjónað úr 2 þráðum, fram og til baka.
TEPPI:
Fitjið upp 73 (115) lykkjur á hringprjón nr 5 með
2 þráðum af Baby Merino eða Nord. Prjónið 4
umferðir Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig:
3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.1 yfir 4
fyrstu lykkjurnar, prjónið A.2 þar til 6 lykkjur eru
eftir af umferðinni (= 10 (17) mynstureiningar
með 6 lykkjum), prjónið A.3 yfir næstu 3 lykkjur og
endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið
svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist
ca 49 (79) cm (eða að óskaðri lengd) – endið eftir
heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 4 umferðir
garðaprjón, fellið síðan af með sléttum lykkjum frá
réttu.
Teppið mælist ca 50 (80) cm ofan frá og niður.
Ungbarnateppið Nótt
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
1 4
1 5 8 2 7
5 7 3
3 2 5 4 8 1
8 6 5 9
7 1 6 9 4 3
3 7 9
1 4 8 6 7
2 6
Þyngst
9 4 7 1
7 9
1 2 8 4
1 3 7
5 6 4 8
7 9 4
7 8 9 5
6 3
2 7 5 6
2 4 6 3
1 8 7
6 1
5 4 3
9 7
1 2 5
3 8
8 7 9
4 1 9 8
2 3 9
4 1
6
8 2 1
9 3 2
7 9 5
3
7 5
2 4 6
Gaman á hestbaki
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Jóhönnu Ellen finnst gaman
að fara á hestbak og leika við
hundinn sinn.
Nafn: Jóhanna Ellen.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Breiðabólsstaður á Síðu.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Sund og myndlist.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hestur.
Uppáhaldsmatur: Sushi og pitsa.
Uppáhaldshljómsveit: Migos.
Uppáhaldskvikmynd: Hairspray.
Fyrsta minning þín? Í fyrsta skiptið
sem ég fór á hestbak hjá Finni frænda
mínum í Vík.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Já, æfi blak og fótbolta
og er að læra söng og píanó.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór? Ég ætla
að verða myndlistarkona og
rannsóknarlögreglukona.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var að klifra í
tré en datt og tognaði á hné.
Gerir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Vonandi fara til útlanda og
til Akureyrar.
Næst » Jóhanna Ellen skorar á Bjarka
Snæ Sigurðsson bekkjarfélaga sinn
að svara næst.