Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 8
Spillir fyrir miðiu, með Spillisveg og skollagötu.
og óhagstæðari mynd sem aðeins tveim dögum
síðar kom upp, og skal nú í stórum dráttum
greint frá því brunaútkalli.
Mánudaginn 5. janúar 1976 kl. 05.23 hringir
síminn á náttborði mínu. I símanum var Pétur
Þórðarson á Stað, Staðardal í Súgandafirði.
Pétur tjáði mér að mikill eldur væri laus í
gamla prestssetrinu, en þar býr faðir hans, Þórð-
ur Ágúst Ólafsson, ásamt sér eldri manni, Þor-
valdi Sveihbjörnssyni, en Pétur og bróðir hans,
sem báðir sækja skóla í öðrum landshluta,
voru hér í jólaleyfi heima hjá föður sínum á
Stað. Eg fékk strax þær upplýsingar að allir
sem voru í húsinu hefðu sloppið út, en þá var
eldurinn orðinn það magnaður að útilokað var
að komast í síma, sem staðsattur var í borð-
stofu á neðri hæð hússins. Skammt frá gamla
hænum, sem nú var að brenna, stendur nýtt
prestssetur, eða því sem næst, byggt í kringum
1950, hús þetta hefur nú í nokkur ár staðið
mannlaust, en þarna komust þeir feðgar í síma
og ég kvað slökkviliðið koma svo fljótt sem
færð leyfði.
Meðan þetta stutta símtal átti sér stað, sá
16 ára dóttir mín um brunaútkallið, liðsmenn
mættu fljótt og vel, en veður var þá aust-norð-
austan, all hvass, skafrenningur og dálítið frost.
Það var strax ljóst að ekki yrði ekið á bruna-
bifreið, án tafa á brunastað. Frá Suðureyri að
Stað er um 5 km leið að fara, og mikill hluti
hennar undir snarbröttum hamrabeltum, og sá
hluti vegarins var nú ófær vegna snjóa. Því
urðum við að varast vegaskemmdir sem þarna
höfðu orðið vegna sjávargangs í óveðri sem
hér gekk yfir í desember s.l. Ekki hafði tekist
að lagfæra veginn, nema að litlu leiti, vegna
snjóa og frosta, vegurinn gat því ekki talist
fær nema jeppum og dráttarvélum. Vegur þessi
nefnist í daglegu tali Spillisvegur, hann dregur
nafn sitt af samnefndu fjalli, sem aðskilur Stað-
ardal frá Suðureyri. Þetta 'hefur frá upphafi
byggðar í Súgandafirði verið erfiður farartálmi,
bæði bændum í Staðardal og íbúum á Suður-
eyri, en mikið var það til bóta, þegar farið
var að moka veginn með jarðýtu veturinn 1959,
samt sem áður, þá er þetta hættuleg og hrika-
leg leið, þó er ekki vitað um manntjón a'f völd-
um grjóthruns, skriðufalla eða snjóflóða, enda
segir í Biskupasögum að hinn ágæti maður,
Guðmundur góði, hafi farið þarna um, og þá
blessað fjallið og ókomna vegfarendur.
Ákveðið var að senda snjóbil á undan, með
dælu, slöngur og annan nauðsynlegan útbúnað,
ef takast mætti að vinna með því dýrmætan
tíma. Þó var þetta allnokkur áhætta, því jafn-
an er það svo, ef Spillisvegur er á annað borð
ófær vegna snjóa, þá er hann ófær öllum far-
artækjum, líka snjóbílum, vegna mikils hliðar-
halla, en hvað um það, á eftir snjóbílnum fór
strax jarðýta í að snjómoka veginn, og í kjöl-
far hennar brunabifreið. Þá lét ég kalla út bif-
reiðastjóra olíubifreiðar BP og skyldi hann
koma á eftir okkur út í Staðardal, en mér var
kunnugt um að jarðýtan var með eldsneyti í
minna lagi, enda stóð það á endum, þegar búið
var að koma brunábifreið heim á Stað, og í
gagnið, þá varð ýtan olíulaus, en þá var olíu-
bíllinn þar við hendina.
Vegurinn undir Spilli er víðast hvar mjög
mjór, og á aðra höndina stórgrýtt fjara, en
þverhníft klettabelti á hina eins og áður er
sagt. Á þessum árstíma er þetta allt í klaka-
böndum, en nú brá svo við að snjór var með
allra minnsta móti, meðaltími á mokstur þarna
undir Spilli er 3—5 klst. en nú var þetta mokað
á 30 mín. grófmokað að vísu, því Bedford
brunabifreið okkar er góð í snjó að leggja, en
þegar við vorum undir svokölluðum Svörtu-
6
SLO KKVILIÐSMAÐU Rl N N