Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 9

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 9
klettum, þar sem áðurnefndar skemmdir urðu mestar á veginum í desemþer s.l., lentum við í hættulegri aðstöðu með bílinn. Þarna var hall- andi svell frá klettum og fram í fjöru. Okkur tókst ekki að hemja bílinn á svellinu, en gripum til þess ráðs að sækja vírstroffu, sem alltaf er geymd upp á brunabílnum, og festum hana í neðra framhorn brunabílsins og 'hinn endann i efra afturhorn ýtunnar, og þannig var bíllinn dreginn yfir, og hafður í hlutlausu. Þetta bless- aðist allt vel, en fjandakornið, þá létti mér stór- lega, þegar þessi síðasti og versti kafli Spillis- vegar var að baki. Þegar komið er upp af Spillisvegi, í svokall- aða skollagötu, þá blasir Staðardalur við sjón- um manna. I þetta sinn sá ég dalinn í allt öðrum skrúða en ég átti að venjast. Hann var nú bók- staflega allur, fjalla í milli, baðaður í eldrauð- um bjarma frá alelda Staðarbænum, ægifögur sjon, en hryggileg. Atvinnu minnar vegna, þá a ég fleiri ferðir undir Spilli og út í dal en ég fæ tölu á komið, oft kaldur eftir erfiðan snjó- mokstur. Þá var alltaf gott að koma í hlýjuna heim á Stað, og njóta gestrisni minna góðu vina t>ar, hjónanna Jófríðar Pétursdóttur, sem nú er látin, og Þórðar Ágústar, sem enn stundar búskap á Stað, að þessu sinni var hlýjan á Stað annars eðlis, og ekki að mínu skapi, en ekki meira um það. Þegar komið var á brunastað, höfðu þeir sem á undan fóru í snjóbílnum, komið Klimax- dælu fyrir í Staðardalsá, en áin sem rennur um miðjan Staðardal til sjávar, er í 350 m fjar- lægð frá Staðarbænum. 250 m af slöngum höfðu verið lagðar út og tengdum við þær um rað- tengi í bruna'bílinn. Frá bílnum fluttum við svo vatnið um IV2" á eldstað og hófum að slökkva 1 glæðunum. Tækjabúnaður slökkviliðsins reyndist okkur vel að venju. Mikið krap var 1 Staðardalsá af völdum skafrennings, og fór fljótlega að stíflast í stútum og slöngutengjum uf þessum sökum og endaði með því að við uiisstum allt vatn, að vísu var allt brunnið að grunni, þegar hér var komið, en mikil og heit glóð í rústunum gat verið hættuleg ef vindur kynni að snúast, en þarna rétt hjá er gripa- SLÖKKVILIÐSMAÐURINN hús, hlaða og tækjageymsla. Það var því grip- ið til jarðýtunnar og rústirnar færðar á kaf í snjó með henni. Slökkvistarfinu var lokið kl. 10.20 og þá ekið heim á Suðureyri, með allan tækjabúnað beinfreðinn, en óskemmdan þó. Nú er það svo, að eftir hvern og einn elds- voða, þá er nauðsynlegt að fara nákvæmlega yf- ir slökkvistarfið, allt frá því að útkall á sér stað, og þar til öll tæki eru aftur komin í við- bragðsstöðu inn á slökkvistöð, það er sjaldan svo að ekki komi eitthvað það í ljós sem betur hefði mátt fara, oftast eru þetta smáatriði,, en það -eru einmitt þau sem mönnum sést helst yfir, en þetta smottirí, eins og sumir kalla það, getur ráðið úrslitum þegar út í alvöruna er komið. Tökum eitt örlítið dæmi, en það er vír- stroffan, sem við geymum ávalt í brunabifreið okkar. Hefði hún ekki verið á sínum stað, þá vorum við einfaldlega stopp! Slökkviliðið hér á tvö sett reykköfunartækja, en ekki loftpressu, sem þarf til endurhleðslu loftkúta tækjanna. Það þarf iþví að senda þá í annað byggðarlag til hleðslu, en að vetrarlagi getur það verið alltafsamt, og tækin gefa ekki það öryggi, sem efni standa til. Við brunann hér 2. janúar, aðeins tveim dög- um fyrir Staðarbruna, voru reykköfunartækin notuð, og kútarnir þá tæmdir af lofti. Það vildi svo til, að djúpbáturinn Fagranes var staddur hér í höfninni á leið til Isafjarðar, þegar þessu slökkvistarfi lauk og kom ég kútunum þar um borð og sendi þá í hleðslu á ísafirði. Þegar svo útkallið vegna Staðarbruna kom 5. janúar, þá þarf engan að undra, þótt mér hafi stórlétt, þeg- ar ég fékk það staðfest að mannslíf voru ekki í hættu á Stað, þar sem loftkútarnir voru þá ókomnir að norðan. Af þessu má læra, að annað tveggja, þá þarf að kaupa loftpressu, eða tvö til þrjú aukasett loftkúta. Síðari kosturinn hef- ur nú verið valinn. En í byggðarlagi sem Suð- ureyri, þar sem samgöngur á landi eru engar 5—6 mánuði ársins, þá er það loftpressa sem koma skal. Þá kom það sárlega í ljós, hve erfitt það er að hafa góða stjórn á hlutunum, án fjarskipta- sam'bands við erfiðar aðstæður, eins og voru 7

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.