Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Qupperneq 12
Sjúkraflutningar
,HvaS veit starfsfólk sjúkraihúsa urn sjúkra-
flutninga? Er ekki nauðsynlegt að þeir, sem
flytja sjúka og slasaða og þeir, ssm taka við
og meðhöndla þá, hafi góða samvinnu sín á
milli og skilning á störfum hvors annars?
Og hvað vitum við svo á Slysadeildinni um
sjúkraflutninga? Við vitum, að ef þarf að flytja
einhvern á sjúkrahíl, þá á að hringja í slökkvi-
stöðina og biðja um flutning.
En hvernig eru sjúkraflutningarnir skipulagð-
ir? Af hverju má flytja sjúkling til Slysadeild-
ar í ,,hjartabílnum“, en ekki heim aftur, eftir
meðferð á deildinni, þótt bíllinn sé staddur við
spítalann og sé að fara tómur?
Er ekki hægt að fá betri upplýsingar um sjúk-
linga, sem ekki geta gefið þær sjálfir og hvers
vegna fáum við ekki að vita meira um ástand
sjúklings, sem er á leiðinni til okkar og stöðin
tilkynnir um í neyðarsímann?
Hvað er hægt að gera fyrir sjúkling á slysstað
eða í sjúkrabílnum á leið til sjúkrahúss?
Hvernig er hægt að fá svar við þessum
spurningum og mörgum öðrum, sem upp koma,
þegar farið er að ræða þessi mál?
Sennilega væri besta ráðið að fá að fara
nokkrum sinnum með sjúkrabílnum og kynn-
ast af eigin raun hvað þar fer fram.
En fæst þá leyfi til þess og hvernig ætli
sjúkraflutningamenn tækju því, að hafa for-
vitna hjúkrunarkonu með sér. Ætli þeim fynd-
ist ekki að hún væri að sletta sér fram í það,
sem henni kæmi ekki við?
Eg fékk leyfi hjá slökkviliðsstjóra til þess að
framkvæma þessa hugmynd og mætti sama
kvöldið á Slökkvistöðinni, viss um að öllum
sem þar voru fyndist ég vera til algerrar óþurft-
ar og kannski fannst öllum það, en það var
a. m. k. ekki látið í ljós og sennilega hefði ég
hætt við allt saman og aldrei komið aftur, ef
mennirnir á B-vaktinni hefðu ekki tekið eins
10
frábærlega vel á móti mér og raun bar vitni.
En ég átti eftir að kynnast hinum vöktunum
líka og alltaf var mér jafnvel tekið, allir til-
búnir til að ræða um flutningana og engin hafði
í frammi mótmæli um að hafa mig með, a. m. k.
ekki upphátt. En þið á A, C og D vakt getið
kennt B-vaktinni um hve ég var þrautsætin á
stöðinni.
Eitt af því fyrsta, sem mér var bent á, var
að réttast væri fyrir mig að vera slysatryggð,
ef ég ætlaði að vera með sjúkrabílnum. Þetta
fannst mér fráleit hugmynd og hló með sjálfri
mér, því sjúkrabílar lenda ekki í árekstrum,
þeir kcma bara þegar aðrir bílar hafa rekist á.
Svo liðu tveir dagar og þá lenti sjúkrabíllinn,
sem ég sat í, í árekstri og ég hló ekki lengur að
uppástungunni um slysatrygginguna.
En hvað hafði ég upp úr því að vera að þvæl-
ast þetta með sjúkrabílnum og flækjast fyrir á
Slökkvistöðinni þess á milli. Fengust nokkur
svör við spurningunum? Vissulega.
Eg komst að raun um að einn bíll sinnir ein-
göngu neyðarflutningum og annar bíll öllum
öðrum flutningum, og þá er fengin eðlileg skýr-
ing á því, hvers vegna sjúklingarnir þurfa stund-
um að bíða eftir að komast frá okkur, því auð-
vitað þurfa fleiri að ncta sjúkrabíl, en sjúk-
lingar Slysadeildar.
Það hefur stundum verið til umræðu hjá okk-
ur á Slysadeildinni, að þeir, sem koma í sjúkra-
bíl til okkar gætu margir hverjir komið með
öðrum bílum. En höfum við þá hugsað um, að
þegar sjúklingur fer frá okkur og biður um
að panta sjúkrabíl fyrir sig, þá er ekki alltaf
þörf á því, sumir gætu farið með öðrum bíl-
um. Vonandi hefur þetta lagast hjá okkur.
En hvað um fyrrnefndar upplýsingar? Er ekki
eðlilegt að þeir, sem flytja sjúklinginn viti allt
um hann? En hver er á staðnum til þess að gefa
þessar upplýsingar og hve lengi á að tefja þar
til þess að fá þær?
Stundum er enginn, sem getur gefið upplýs-
ingar, stundum of margir, sem vilja segja frá
því sem skeði og það getur verið villandi og
stundum er viðstaddir í litlu betra ástandi en
sjúklingur. Það verður því að vera mat flutn-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN