Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Qupperneq 13
ingsmanna hverju sinni hve lengi þeir tefja til
þess að fá upplýsingar um eitthvað, sem ekki
liggur ljóst fyrir strax.
Og upplýsingar frá sjúkrabíl til Slysadeildar,
kannski viljum við vita meira um ástand sjúk-
lings, en hægt er að krefjast að flutningsmenn
geti gefið. Þeir þurfa líka oft að sinna óróleg-
um og hræddum aðstandendum, sem heyra allt,
sem sagt er í talstöðina.
A slysstað og í sjúkrabílnum er hægt að gera
ýmislegt fyrir sjúklinginn, ef þörf krefur, svo
sem halda opnum öndunarvegum, hnoða og
blása þá, sem þess þurfa, þó það sé ákaflega
erfitt fyrir einn mann að gera hvorttveggja
í bíl, sem er á ferð.
Það vakti athygli mína, að það virtist alveg
sama hvaða aðstæður voru á slysstað eða í
heimahúsi, alltaf var gengið að verki með sömu
roseminni og allar aðstæður kannaðar, áður
en farið var að hreyfa sjúklinginn. Það er nefni-
iega tvennt ólíkt að koma á slysstað, þar sem
kannski þarf að byrja á því að taka bíl að ein-
hverju leyti í sundur til þess að komast að
sjúklingi, eða fá sjúklinginn á börum inn á
Slysadeild .
En hvernig var svo að koma með sjúkling-
ing á Slysadeildina. Hverjir tóku á móti honum
þar. Það voru ekki alltaf læknar eða hjúkrun-
arkonur deildarinnar, sem það gerðu og þar af
leiðandi hafa upplýsingar, sem fylgdu sjúklingn-
um ekki alltaf komist rétt til skila eða til réttra
aðila.
Einu tók ég strax eftir, það var léleg aðstaða
á Slysadeildinni fyrir sjúkraflutningsmenn til
þess að þrífa sjúkraflutningstæki, svo sem bör-
ur, körfur, kokrennur, maska o. s. frv. Eins
var æskilegt, að hægt væri að losna við óhrein
lök og fá hrein í staðinn. (Við höfum nú reynt
að bæta úr þessu og komið upp smá aðstöðu
við innkeyrsluna, sem ég vona að sé til foóta).
Vonandi höfum við nú fengið meiri skilning
og þekkingu á störfum sjúkraflutningsmanna
og gerum okkur betur ljósa erfiðleikana, sem
fylgja starfinu.
Það væri kannski ekki svo fráleit hugmynd
að skipta á brunaverði og hjúkrunarkonu, þann-
ig að hjúkrunarkonur Slysadeildar fengju að
vera nokkrar vaktir á Slökkvistöðinni og þið
hjá okkur á Slysadeild. Eg er sannfærð um að
hjúkrunarkonurnar yrðu margs vísari, a. m. k.
var ég stórum fróðari eftir veruna hjá ykkur.
Þakka ykkur fyrir.
Lilja Harðardóttir,
yfirhjúkrunarkona.
SLOKKVILIÐSMAÐURINN
n