Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 17

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 17
Ráðstafanir gegn tjóni. Grunnvatnið þarf ekki að eyðileggjast um alla framtíð. Eftir nokkur ár hafa þau efni, sem leysast upp í vatni horfið úr grunnvatns- straumnum. Sú olía sem sftir er getur loðað fast við steineíni jarðvegsins. Lífverur í grunnvatn- mu, t. d. ýmsar bakteríur, brjóta olíuna hægt niður. Hinir einstöku olíudrcpar líkjast þá meir asfalti og að lokum hverfur olían. Tíminn, sem þessi ferill tekur, er afar mismunandi. Með þessar upplýsingar í huga er hægt að gera ráðstafanir gegn olíutjóni. Meta verður hverju sinni hvort heildaraðgerðir gegn tjón- inu eru nauðsynlegar eða ekki. Það sem skiptlr meginmáli í þessu sambandi er fjarlægðin til þeirra hluta, sem þarf að vernda gegn olíunni. Þegar um er að ræða vatnsból fyrir stórt sam- félag verður ef til vill að ryðja allri olíu og olíusködduðum jarðvegi burt. En þetta þarf ekki að reynast nauðsynlegt ef olíumagnið er óverulegt. Við hreinsun er mikilvægt, að skilja á milii þess jarðvegs, sem olían 'hefur ekki unnið tjón á, þess sem hún hefur unnið lítið tjón á og þess, sem orðið hefur fyrir miklu tjóni. Ef menn vita ekki hvert á að flytja hinn olíuskadd- aða jarðveg, má leggja hann á plast og hylja hann með plasti. Þegar rigna fer á hið olíuskaddaða svæði, ætti að reyna að verja það með plasthlífum eða einhverju svipuðu, annars getur rigningin magnað tjónið. Þegar olíu er dælt upp úr jörð fylgir oft mikið af vatni með. Það er mikilvægt að aðskilja olíuna og vatnið, til þess að ekki þurfi að flytja vatnið burtu. REYKJAVlK Vikulegar áætlunarferðir: Rotterdam - Reykjavík Forðizt óþarfan kostnað Spyrjið okkur ráða. Við þekkjum flutningakerfi Evrópu. Með samtengdri þjónustu á láði og i lofti (surface/air combination) fáið þér vörurnar frá verksmiðjudyrum framleiðanda, hingað heim, án óþarfa tafa og kostnaðar. Fljótt og vel með flugi -samtengd þjónusta á láöi og i lofti. ISCARGO HE Reykjavikurflugvelli Símar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is SLOKKVILIÐSMAÐURINN 15

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.