Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Qupperneq 19

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Qupperneq 19
BRUNAEFNI oy áferif beirn á mem Brunaefnum er hægt að skipta í fjóra flokka: 1- Brunalofttegundir. 2- Loga. 3. Hita. 4. Reyk. Þessi efni hafa ýmis líffræðileg áhrif svo sem brunasár og eiturverkanir vegna öndunar á heitu lofti og loftíegundum. 1- Brunalofttegundir. Heitið brunalofttegundir á við loftkennd efni sem myndast við bruna. Flest brennanleg efni mnihalda kolefni sem við bruna myndar koltví- sýrmg 'þegar loftbirgðir eru nægar, en hættu- legan kolsýring þegar loftbirgðir eru minni. Aðrar lofttegundir, sem geta myndast þegar efni brennur, eru brennisteinsvetni, brenni- steinstvísýringur, ammoníak, vetnisblásýring- ur, köfnunarefnisvetni og klórvetni. Eitrun brunalofttegundanna. Nákvæmar tölur um dauðsföll af völdum elds eru ekki til, en það er vitað að dauðsföll vegna ondunar á heitum brunalofttegundum og heitu lofti, eru miklu algengari en dauðsföll af öðrum orsokum til samans. Rannsóknir á eldum sem hafa orðið fjölda ^nanns að bana leiða í ljós, að í næstum öll- uni tilvikum var dánarorsökin öndun á heitum, eitruðum og súrefnissnauðum brunalofttegund- um. Kolsýringurinn er aðal hættuvaldurinn í flestum brunalofttegundum, en mörg önnur efni 1 þeim geta verið hættuleg við vissar kringum- stæður. Til dæmis aukast eitrunaráhrif þess- SLÖ KKVILIÐSMAÐU Rl N N ara lofttegunda við bruna, vegna þess að and- ardrátturinn verður hraðari sakir áreynslu, hita, og mikils magns koltvísýrings í loftinu. Við slíkar kringumstæður geta lofttegundir, sem annars væru skaðlausar orðið mjög hættulegar. Auk þess eru samanlögð áhrif tveggja eða fleiri lofttegunda oft meiri en lofttegundirnar hver útaf fyrir sig, en stigsmunur þessara áhrifa er ekki kannaður til hlítar. Rannsóknir á hættulegum eiginleikum bruna- lofttegunda, hafa sýnt að eftirfarandi loftteg- undir eru aðalorsök dauðsfalla. Koltvísýringur. Koltvísýringur leysist venjulega í miklu magni við elda og mikil upphleðsla þessarar loft- tegundar örvar mjög andardráttinn. Þessar aðstæður að viðbættu minnkuðu súr- efni og návist ertandi efna við bruna, geta valdið bólgu í lungum vegna of mikillar vökvamynd- unar. Talið er að hraði og dýpt öndunar aukist um 50% við 2% koltvísýring og 100% við 3% koltvísýring. Við 5% verður andardráttur- inn erfiður fyrir marga, þótt menn hafi andað að sér 5% koltvísýring án alvarlegra aukaverk- ana. Bandarískur prófessor að nafni William Claudy segir í skýrslu að 100% koltvísýringur, geti valdið dauða, ef honum er andað í nokkr- ar mínútur. Þar sem mikið magn koltvísýrings eykur öndunarhraðann, eykur hann einnig önd- un á öðrum eiturlofttegundum, sem til staðar kunna að vera og því einnig hættuna. Kolsýringur. Kolsýringur er ekki eitraðastur brunategund- anna, en hann er einna algengastur þeirra. Við 17

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.