Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 21

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 21
bruna á selluós-nitrati og í eldum þar sem ammoníum nitrat er til staðar. Venjulega má Þekkja hann í eldi á rauðbrúnum lit hans. Köfnunarefnistvísýringur hefur deyfiáhrif á kok svo að návist hans verður ekki vart. Eitr- unaráhrif hans eru seinvirk, nema um öndun a miklu magni sé að ræða. Við hóflega öndun kemur verkunin í ljós 8 klukkustundum síðar vegna vökvamyndunar í lungum. Bati er tregur °g stundum verður um smitandi lungnahólgu að ræða. Öndun á 0.02%—0.07% getur leitt til dauða á skömmum tíma. Arcolein. Arcolein er mjög ertandi og eitruð lofttegund sem myndast við bruna á bensíni, feiti, olíum og 'Borgum öðrum svipuðum efnum. Þótt Arcolein sé minni háttar þáttur í bruna- lofttegundunum, þá er meira en 0.01% magns Acroleins í lofti óþolandi fyrir menn og 0.10% veldur dauða á skömmum tíma. 2- Logi. Bruna efna í súrefnissnauðu lofti fylgir venju- !ega logi. Af þ essari ástæðu er logi talinn ákveð- ið brunaefni. Brunasár geta orsakast af beinni snertingu við logana eða hita sem geislar frá þeim. Þar sem logi er, þar er eldur og loga er sjaldan hægt að skilja frá hinu brennanlega efni í nokkurri fjarlægð. Hiti, reykur og lofttegundir geta myndast í vissum tegundum glóðarelda án þess að logi sé sýnilegur. 3- Hiti. Hiti er það brunaefni sem helst er ábyrgt fyr- lr útbreiðslu elds í byggingum. Líffræðilegar kættur af völdum hita eru allt frá smáskein- um til dauða. Þegar hiti verkar á menn, getur hann valdið vatnssneyðingu, hitalosti, köfnun °g brunasárum, hann veldur einnig örari hjarta- slaetti. Þegar hiti fer yfir það mark sem bæri- legt er mönnum er afleiðingin dauði. Prófessor William Claudy 'hefur lagt til að slökkviliðsmaður ætti ekki að fara inn á svæði SLÖ KKVILIÐSMAÐU Rl N N þar sem hætta er á að hitinn fari yfir 45°C— 55°C án sérstakra skjólklæða og gríma. Jafn- vel þjálfaður slökkviliðsmaður getur ekki andað að sér rakamettuðu lofti í þessu hitastigi tvisv- ar sinnum án þess að bíða tjón af. Rannsóknir hafa sýnt, að 48°C hiti á yfirborði hörunds veldur annarar gráðu brunasári og óþolandi sársauka ef hitinn mæðir nógu lengi á húðinni (um 6 klst.) Ef hörundshitinn er aukinn minnkar þessi tími verulega. Til dæm- is veldur 55 °C hiti brunasári á 20 sekúndum og 90°C hiti veldur brunasári á 1 sekúndu. Áð- ur en mannshúðin getur tekið í sig nægilegan 'hita til að 'hækka hitastig á yfirborði hörunds- ins verður að íhuga aðra hitaupptökueiginleika líkamans. Þeir fela m. a. í sér þann hita sem uppgufunin frá líkamanum tekur í sig og þann hita sem hringrás blóðsins flytur burt. Sá tími sem það tekur að 'hækka hitastig líkamans er háður hitastiginu sem á honum mæðir, en það eykst hratt á fyrstu mínútunum í flestum eld- um. Augsýnilegt er að ef mikill hiti mæðir á hörundinu strax í byrjun, þá hækkar hitastig hörundsins þegar í stað og hraðar en hitaupp- tökueiginleikar líkamans fá ráðið við. Brunasárum er yfirleitt skipt í þrjá flokka, fyrstu, annarar og þriðju gráðu brunasár. I fyrsta gráðu brunasári er urn efsta lag hörunds- ins að ræða og einkennast þá af óeðlil'egum roða, sársauka og stundum vökvamyndun. Ann- arar gráðu brunasár ganga neðar í hörundið, hörundið verður rakt og bleiklitað, blöðrur myndast og yfirleitt verður mikil vökvamynd- un. Þriðju gráðu brunasár eru alvarlegust og ganga alveg niður að fitulaginu, þriðju gráðu brunasár eru venjulega þurr, hvít og orpin, þriðju gráðu brunasár eru ekki sársaukafull vegna þess að taugaendarnir verða óvirkir. Kæliáhrif uppgufunar á hörundsraka geta verið mótvægi gegn áhrifum hita á hörund, allt að 90°C eða meira í þurru lofti, þessi mörk verða lægri í röku lofti. Þegar byggingar eru hannaðar mætti ætla að innganga ætti að verja fyrir hitastigi yfir 45°C—65°C. Þetta á að vera hita- stig í axlarhæð en ekki í lofthæð, þar sem hiti er yfirleitt hærri. 19

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.