Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Page 24

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Page 24
Bruninn í Sí Eriks sjúkrahúsinu í Siokkhólmi Bruninn í St. Eriks sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 'þarfnast engrar sérstakrar skýringar við. Hann var í sjálfu sér venjulegur bruni, sem segir okk- ur flest það sem við vitum um bruna. Afleið- ingarnar hefðu orðið aðrar ef notuð hefði verið sú þekking sem fæst með því að kynna sér 'byggingar, herbergjaskipan þeirra, útgöngulsið- ir o. fl. I eftirfarandi grein ásamt myndum af brun- anum í St. Eriks sjúkrahúsinu, verður reynt að svara þeim spurningum, sem leita á eftir slíka bruna. Stórbrunarnir 1975 hafa vakið ýmsar spurn- ingar, sem lengi hafa brunnið á vörum manna. Þessar spurningar varða plastefni og bruna, upplýsingar fyrir starfsfólk, byggingarlöggjöf- ina, óútreiknanleik stórbrunanna o. fl. Við skulum nú í'huga nokkrar þessara spurn- inga, sem fram hafa verið bornar í sam'bandi við stórbrunana í janúar—mars 1975. Við getum strax slegið því föstu, að hinir stærstu þessara bruna höfðu allir einn sameig- inlegan nefnara, bruna í plasti. Hér er um að ræða 'brunana í offsetprentsmiðjunni í Solna, aðalverkstæði og birgðageymslu sporvagnanna í Stokkhólmi og St. Eriks sjúkrahúsinu. Tjón- ið, sem varð í þessum brunum, er metið á rúm- lega 50 milljónir sænskra króna. 'Eins og alltaf verður, koma fram ýktar kröfur og spurningar úr ýmsum áttum: Á að banna notkun ákvsðinna plastefna? Er hættu- legt að vera sjúklingur á sænskum sjúkrahús- um? Er ekki hægt að stöðva reykingar í rúm- um? Er byggingarlöggjöfin ófullnægjandi? Án þess að rökstyðja það nánar, getum við > T.v. stigagangur. Vœngjahurðir með hrógleri. Einn dó í reykherberginu, annar rétt fyrir utan. Gangurinn séður frá sjónvarpsherberginu. Brunaher- bergið til hœgri. svarað þessum spurningum neitandi. Við skul- um heldur ræða hér um fyrirbyggjandi aðgerðir, sem vel mætti taka til nánari athugunar. Við skulum byrja á sjúkrahúsunum. Við eigum að sjálfsögðu að draga jákvæðan lærdóm af tjóninu með því fyrst og fremst að gera starfsfólki og sjúklingum það ljóst, að brunahættan er fyrir hendi, og einnig hvers- konar aðstæður hún getur skapað og hvernig draga má úr þessari hættu. Brýn þörf er fyrir skjótvirka brunaboða á sjúkrahúsum. Aðrar aðgerðir koma einnig til greina, svo sem vel hannaðar undankomuleiðir og heppilegri deildaskipting. Dýnur úr óverk- uðu mjúku froðuplasti eru oft teknar fram yfir dýrari dýnur, sem brenna illa. Til þess að breyting verði á þessu, er þörf á stað'betri neyt- endaupplýsingum, ef til vill í formi stöðlunar eða framleiðslueftirlits. Auk þess væri æski- legt, að starfsfólkið fengi með tilstyrk sérstakra J 22 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.