Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 26
cdh ELDS
Eldur og eðli hans hefur verið mönnum hulin
ráðgáta frá árdögum. Margar tilgátur hafa verið
birtar um eðli hans og rnerkilegar rannsóknir
gerðar til þess að læra meira um eld og hvernig
'honum verður stjórnað.
Ein tilgátan um eldinn sem þótt hefur nokkuð
áreiðanleg er eldþríhyrningurinn þ. e. a. s. hiti,
eldsneyti og súrefni. Enginn eldur getur logað
nema þetta þrennt sé til staðar, sé eitt tekið
í burtu slokknar eldurinn.
I andrúmsloftinu er meðal annara efna 21%
nefnda að hafa meiri áhrif á lausn brunatækni-
legra vandamála á sjúkráhúsum. Taka má í
þessu tilviki mið af iðnaðinum.
Hvort hægt er að koma í veg fyrir að sjúk-
lingar reyki í rúmunum, er spurning sem örð-
ugt er að svara, en hana mætti íhuga í fullri
alvöru frá læknisfræðilegu og sálfræðilegu
sjónarmiði.
Mannslíf hafa farið í súginn við slökkvun á
brennandi plastefnum. Hér er brýn þörf á upp-
lýsingarmiðlun bæði hvað snertir geymslu og
notkun plastsins og eldvarnartækni.
Nauðsynlegt er, að samvinna hefjist á milli
þeirra aðila sem málið snertir, um stöðlun og
framleiðslueftirlit með það fyrir augum, að bæta
eldþéttieiginleika plastsins og gefa upplýsingar
um rétta notkun plastsins. Plastiðnaðurinn hef-
ur tekið frumkvæðið í þessu efni.
Augu okkar hafa einnig opnast fyrir því, að
við höfum vafalaust vanmetið stærð aukatjóns-
ins, sem verður við plastbruna, einkum hættuna
á eyðingu málmhluta og steypu.
Þýtt úr támaritinu BRANDFÖRSVAR
blaði sænskra slökkviliðsmanna.
Eðvald T. Jónsson.
súrefni. Eldurinn þarf lágmark 15% súrefni til
að geta þróast, með öðrum orðum falli súrefnið
niður fyrir 15% slokknar eldurinn þótt nægur
hiti og eldsneyti sé til staðar.
Eldi má lýsa sem hraðri efnabreytingu eða
sýringu, (sýring er þegar fast efni eða fljótandi
gufar upp eða sameinast lofti) samfara ljósi og
hita. Þekking á þeim aðstæðum sem ráða því
hvort sýring verður hröð og eldur kviknar er
mjög veigamikil til þess að geta skilið grund-
vallaratriði brunavarna.
Til að þessi efnabreyting eða sýring geti átt
sér stað þarf brennanleg efni og loft að vera
til staðar.
Samsetning efna er mjög mismunandi, en
brennanleg efni hafa það öll sameiginlegt að
þau innihalda sameindir þ. e. Carbon (kolefni)
og Hydrogen (vetni).
Sýring efna á sér stöðugt stað svo framanlega
sem loft er til staðar, en við venjulegt hitastig
er hún svo hæg að hennar verður ekki vart, t.
d. gulnun á pappír og þegar járn ryðgar.
En við hærra 'hitastig t. d. 'þegar logandi eldi
er haldið að pappír eða tré, getur sýringin orðið
svo hröð, að nægjanlegur hiti myndast svo
keðjuverkun kemst af stað og bruninn heldur
áfram eftir að eldspýtan hefur verið tekin frá.
Við bruna flesíra venjulegra efna verður hinn
raunverulegi bruni ekki fyrr en sameindir efn-
isins hafa lcsnað í sundur, gufað upp og blan-
dast lofti. Loginn sem sést er bruni þeirrar gas-
blöndu sem myndast hefur við uppgufunina.
KARL TAYLOR.
Eignist hlut í flugfélagi.
ARNARFLUG HF.
Sími 82122
24
S LO KKVILIÐSMAÐU Rl N N