Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Síða 30
útstreymið. Ef það tekst ekki, leyfið innihaldi
hylkisins að brenna upp og ef unnt er, flytjið
hylkið á óhultan stað.
Dæmigerðir acetylena eldar verða við log-
suðustútinn, kranann eða slönguna, stjórnkran-
ann og stjórnlokurnar. Eldur hefur einnig
kviknað inni í hylkinu. Ef eldur logar í kring-
um kranann, stjórnkranann eða lausa öryggis-
loku, þá er venjulega hægt að slökkva hann
með hanska, blautri tusku eða einhverju þess
háttar.
Þegar öryggisloka opnast heyrist hvæsandi
hljóð og er styrkleiki þess í réttu hlutfalli við
þrýstinginn í hylkinu. Loginn verður 10—15
feta langur og vegna þrýstingsins brennur hann
1—2 fet frá hylkinu. Loginn á að minnka á
um það bil 20 mín. í 3—4 fet.
Þegar gasið heldur áfram að brenna fær
það á sig gulleytan blæ. Þetta stafar af acetone
innihaldi 'hins brennandi gass.
Eldur sem logar við öryggisloka er venjulega
ekki hættumerki. Hann getur bent til að of mikí-
um þrýstingi sé létt á hylkinu, sem að öðrum
kosti gæti orsakað sprengingu í honum.
Á að slökkva eldinn eða láta hann brenna?
Hér koma ýmsir þættir til greina, stærð svæð-
isins sem hið brennandi hylki er á, magn brenn-
anlegs efni á svæðinu, hvort vatnsúðunarkerfi
er til staðar eða ekki og hvaða hætta er fyrir
hendi ef eldinum er leyft að brenna. Einnig ber
að hugleiða, ef eldurinn er slökktur, hvort gas-
ið getur myndað sprengiblöndu áður en hægt
er að ræsta það út úr byggingunni.
Eldur inui i hylki.
Verktaki einn hafði fyllt á nokkur acetylene
hylki og hálfri stundu síðar varð sprenging í
einu þeirra. I skýrslu um þennan atburð sagði:
„Fyllingin inni í hylkinu var svo skemmd að
hreint acetylene safnaðist saman í tómarúminu
og sprakk undir miklum þrýstingi.11 I þessum
eldi urðu 5 sprengingar á 10 mínútum. Hægt var
að ráða niðurlögum eldsins á einum klukku-
tíma.
Sá sjaldgæfi atburður getur gerst að eldur
nái að komast inn í hylkið, þar sem gasið klofn-
ar í kolefni og vetni og myndar ósýnilegan eld
og hvæsandi hljóð og veldur því að málningin
brennur utan af hylkinu meðan eldurinn læsir
sig í gegnum fyllingarefnið. Ef fyllingin er í
góðu ásigkomulagi verður engin sprenging svo
fremi að hylkinu sé haldið köldu .Sprautið
vatnsúða á hylkið og dragið það langt frá bygg-
ingunni. Festið úðastútana og leitið skjóls með-
an innihald hylkisins brennur upp.
Ef hið hvæsandi hljóð er mjög hávært og
hylkið er kirsuberjarautt og tekið að bólgna
að ofan, Isitið þá skjóls tafarlaust meðan þið
sprautið á hylkið, þar sem sprenging kann að
vera á næsta leiti.
Eg vona einlæglega að þið þurfið aldrei að
notfæra ykkur þessar upplýsingar, en ég ráð-
legg ykkur að líta á acetylenahylkin og þjálfa
vel slökkvilið ykkar.
Ástvaldur Eiríksson.
Skiljasi skipanir jpinar?
Slökkviliðsstjóri gaf varaslökkviliðsstjóra
sínum eftirfarandi fyrirmæli:
„Annað kvöld kl. 20.00, verður haley’s hala-
stjarnan sýnileg á þessu svæði, en slíkur atburð-
ur verður aðeins einu sinni á 75 ára fresti. Eg
mun halda stuttan fyrirlestur um þetta sjald-
gæfa fyrirbæri fyrir alla þá, sem áhuga hafa á
og eru þeir beðnir að safnast saman á æfingar-
svæðinu við æfingarstöðina. Ef hann rignir, get-
um við ekki séð neitt, svo að þið skuluð safna
mönnunum saman í áheyrendasal æfingarstöðv-
arinnar og ég mun sýna þeim kvikmynd um
fyrirbærið.“
Varaslökkviliðsstjóri við yfirvarðstjóra:
„Samkvæmt skipun slökkviliðsstjóra mun Ha-
ley’s halastjarnan birtast yfir æfingarsvæðinu
kl. 20.00 á morgun. Ef hann rignir, verður farið
með alla, sem vilja koma, í kvikmyndahúsið,
þar sem þetta sjaldgæfa fyriribæri mun eiga sér
stað. Það gerist aðeins einu sinni á 75 árum.“
Yfirvarðstjóri við varðstjóra: „Samkvæmt
28
SLOKKVILIÐSMAÐURINN