Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 7

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 7
9. Sunnudagur 4. október 09:30 til 10:30 var slökkvistöðin í Reykjavík skoðuð í boði slökkviliðsins. 10. 10:30 - 11:45 nefndarstörf. 11- Þing framhaldið kl. 13:35. 12. Nefndarálit. F j árhagsnefnd. Ólafur Ingi Tómasson gerði grein fyrir starfi nefndarinnar og kom fram hjá honum að fjárhagur sambandsins gæri verið betri og hvatti menn til að gera fyrr og betri skil á greiðslum aðildargjalda til sambandsins. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að hækka aðildargjöldin úr 45.00 í 50.00 kr. á hvern félagsmann í aðildarfélagi. Álit nefndarinnar var samþykkt samhljóða. Oryggis- og heilbrigðisnefnd. Vilhjálmur Arngrímsson gerði grein fyrir starfi nefndarinnar og hefði það aðallega beinst að því að fara yfir drögin að reglugerð um öryggi og öryggisbúnað slökkviliðsmanna og lögðu fram eftirfarandi breytingar við drögin. 1-6 Þegar hætt er notkun reykköfunartækja af einhverjum ástæðum, skulu þau send B.M.S.R eða prófunarstöðinni og skulu þau merkt á viðeigandi hátt sem ónothæf til reykköfunar enda sé reglubundinni skoðun þeirra lokið. Síðar yrðu tækin send viðkomandi slökkviliði. 1-14 Að reykköfurum sé skylt að bera við starf sitt tæki sem gefi til kynna staðsetningu hans ef hann þarfnast aðstoðar t.d. rafknúna neyðarflautu. 1- 15 Aðkomið sé á árlegri læknisskoðun fyrir þá menn sem starfa við reykköfun í slökkviliðum landsins. Um hlífðarfatnað slökkviliðsmanna. 2- 3 Hafa skal til hliðsjónar reglur um hlífðarfatnað á hinum norðurlöndunum. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 5

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.